Milljón Mustang bílar í Flat Rock Finnur Thorlacius skrifar 23. apríl 2013 13:30 Sá milljónasti í Flat Rock Hefur verið framleiddur í 49 ár í 8,5 milljón eintökum. Nákvæmlega 49 árum eftir að Mustang var fyrst kynntur rúllaði út milljónasti Mustang kagginn úr verksmiðju Ford í Flat Rock í Michigan. Það var þessi gullfallegi rústrauði blæjubíll. Þar er hinsvegar bara lítill hluti allra þeirra Mustang bíla sem Ford hefur framleitt þessi 49 ár, en alls eru þeir 8,5 milljón talsins. Þessi tímamót marka einnig 50 ára afmæli verksmiðjunnar, en Ford hefur fjárfest í henni fyrir 555 milljón dollar nýlega, eða fyrir 65 milljarða króna. Mustang var einnig framleiddur í New Jersey og Kaliforníu á þeim árum sem hann var hve vinsælastur. Svo vinsæll varð Mustang strax eftir að hann var kynntur að fyrsta heila söluár hans seldi Ford 400.000 bíla. Því má auðveldlega segja að Mustang sé ein allra best heppnaða framleiðsla Ford frá upphafi og Ford hefur passað uppá að bjóða hann í mjög mörgum útfærslum, sem hentar þörfum og veski sem flestra kaupenda hans. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent
Hefur verið framleiddur í 49 ár í 8,5 milljón eintökum. Nákvæmlega 49 árum eftir að Mustang var fyrst kynntur rúllaði út milljónasti Mustang kagginn úr verksmiðju Ford í Flat Rock í Michigan. Það var þessi gullfallegi rústrauði blæjubíll. Þar er hinsvegar bara lítill hluti allra þeirra Mustang bíla sem Ford hefur framleitt þessi 49 ár, en alls eru þeir 8,5 milljón talsins. Þessi tímamót marka einnig 50 ára afmæli verksmiðjunnar, en Ford hefur fjárfest í henni fyrir 555 milljón dollar nýlega, eða fyrir 65 milljarða króna. Mustang var einnig framleiddur í New Jersey og Kaliforníu á þeim árum sem hann var hve vinsælastur. Svo vinsæll varð Mustang strax eftir að hann var kynntur að fyrsta heila söluár hans seldi Ford 400.000 bíla. Því má auðveldlega segja að Mustang sé ein allra best heppnaða framleiðsla Ford frá upphafi og Ford hefur passað uppá að bjóða hann í mjög mörgum útfærslum, sem hentar þörfum og veski sem flestra kaupenda hans.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent