Milljón Mustang bílar í Flat Rock Finnur Thorlacius skrifar 23. apríl 2013 13:30 Sá milljónasti í Flat Rock Hefur verið framleiddur í 49 ár í 8,5 milljón eintökum. Nákvæmlega 49 árum eftir að Mustang var fyrst kynntur rúllaði út milljónasti Mustang kagginn úr verksmiðju Ford í Flat Rock í Michigan. Það var þessi gullfallegi rústrauði blæjubíll. Þar er hinsvegar bara lítill hluti allra þeirra Mustang bíla sem Ford hefur framleitt þessi 49 ár, en alls eru þeir 8,5 milljón talsins. Þessi tímamót marka einnig 50 ára afmæli verksmiðjunnar, en Ford hefur fjárfest í henni fyrir 555 milljón dollar nýlega, eða fyrir 65 milljarða króna. Mustang var einnig framleiddur í New Jersey og Kaliforníu á þeim árum sem hann var hve vinsælastur. Svo vinsæll varð Mustang strax eftir að hann var kynntur að fyrsta heila söluár hans seldi Ford 400.000 bíla. Því má auðveldlega segja að Mustang sé ein allra best heppnaða framleiðsla Ford frá upphafi og Ford hefur passað uppá að bjóða hann í mjög mörgum útfærslum, sem hentar þörfum og veski sem flestra kaupenda hans. Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent
Hefur verið framleiddur í 49 ár í 8,5 milljón eintökum. Nákvæmlega 49 árum eftir að Mustang var fyrst kynntur rúllaði út milljónasti Mustang kagginn úr verksmiðju Ford í Flat Rock í Michigan. Það var þessi gullfallegi rústrauði blæjubíll. Þar er hinsvegar bara lítill hluti allra þeirra Mustang bíla sem Ford hefur framleitt þessi 49 ár, en alls eru þeir 8,5 milljón talsins. Þessi tímamót marka einnig 50 ára afmæli verksmiðjunnar, en Ford hefur fjárfest í henni fyrir 555 milljón dollar nýlega, eða fyrir 65 milljarða króna. Mustang var einnig framleiddur í New Jersey og Kaliforníu á þeim árum sem hann var hve vinsælastur. Svo vinsæll varð Mustang strax eftir að hann var kynntur að fyrsta heila söluár hans seldi Ford 400.000 bíla. Því má auðveldlega segja að Mustang sé ein allra best heppnaða framleiðsla Ford frá upphafi og Ford hefur passað uppá að bjóða hann í mjög mörgum útfærslum, sem hentar þörfum og veski sem flestra kaupenda hans.
Mest lesið Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Erlent „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Innlent Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Erlent Söguðu gat á flugsafn til að stinga inn Boeing 757 Innlent Stímir óhrædd í gin ísraelska sjóhersins Innlent Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Innlent Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Erlent Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Erlent