„Ekkert vit í því að taka slíkri áskorun“ Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 24. apríl 2013 12:34 Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði. „Það má segja að það sé ákveðið ósamræmi í því að skora Sigmund á hólm en taka svo ekki áskorun sjálfur,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði um svar Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, til Þorvalds Gylfasonar hjá Lýðræðisvaktinni, þar sem hann hafnar því að mæta honum í kappræðum. Áskoranir um kappræðueinvígi hafa flogið fram og til baka meðal formanna flokkanna í aðdraganda kosninganna, en enn hafa engin einvígi átt sér stað. Árni Páll skoraði upphaflega á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, sem hefur ekki svarað Árna Páli. „En þrátt fyrir ósamræmið er ekkert vit í því fyrir Árna Pál að taka slíkri áskorun,“ segir Gunnar Helgi um áskorun Þorvalds. „Það má segja að þetta sé ákveðin goggunarröð. Þeir sem standa höllum fæti í kosningabaráttunni hafa engu að tapa í svona einvígi en þeir sem standa vel hafa kannski ekki svo mikinn áhuga á því. Þó Árni Páll sé ekki með nema þrettán prósent fylgi þá stendur hann vel miðað við þann sem skoraði á hann. Hver gæti þá hugsanlegur gróði hans verið í kappræðum við einhvern sem mælist tvö prósent?“Kappræðuáskoranir hafa gengið á víxl meðal formanna flokkanna. Frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B), Árni Páll Árnason (S), Bjarni Benediktsson (D) og Þorvaldur Gylfason (L).Í léttum dúr áður fyrr Gunnar Helgi segir ekki mikla hefð fyrir kappræðum formanna stjórnmálaflokka hér á landi, að minnsta kosti ekki þar sem einn mætir einum. „Hér áður fyrr var auðvitað mikið um fundahöld í kringum kosningabaráttu í kjördæmunum, og oft í formi kappræðufunda þar sem voru kannski ekki margir frambjóðendur að eigast við. En oft var þetta nú svona hálfgerður farsi. Það kom enginn til að sannfærast heldur til að sjá sinn mann glíma við andstæðinginn, og þá oft í léttum dúr.“ Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
„Það má segja að það sé ákveðið ósamræmi í því að skora Sigmund á hólm en taka svo ekki áskorun sjálfur,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson prófessor í stjórnmálafræði um svar Árna Páls Árnasonar, formanns Samfylkingarinnar, til Þorvalds Gylfasonar hjá Lýðræðisvaktinni, þar sem hann hafnar því að mæta honum í kappræðum. Áskoranir um kappræðueinvígi hafa flogið fram og til baka meðal formanna flokkanna í aðdraganda kosninganna, en enn hafa engin einvígi átt sér stað. Árni Páll skoraði upphaflega á Sigmund Davíð Gunnlaugsson, formann Framsóknarflokksins, sem hefur ekki svarað Árna Páli. „En þrátt fyrir ósamræmið er ekkert vit í því fyrir Árna Pál að taka slíkri áskorun,“ segir Gunnar Helgi um áskorun Þorvalds. „Það má segja að þetta sé ákveðin goggunarröð. Þeir sem standa höllum fæti í kosningabaráttunni hafa engu að tapa í svona einvígi en þeir sem standa vel hafa kannski ekki svo mikinn áhuga á því. Þó Árni Páll sé ekki með nema þrettán prósent fylgi þá stendur hann vel miðað við þann sem skoraði á hann. Hver gæti þá hugsanlegur gróði hans verið í kappræðum við einhvern sem mælist tvö prósent?“Kappræðuáskoranir hafa gengið á víxl meðal formanna flokkanna. Frá vinstri: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (B), Árni Páll Árnason (S), Bjarni Benediktsson (D) og Þorvaldur Gylfason (L).Í léttum dúr áður fyrr Gunnar Helgi segir ekki mikla hefð fyrir kappræðum formanna stjórnmálaflokka hér á landi, að minnsta kosti ekki þar sem einn mætir einum. „Hér áður fyrr var auðvitað mikið um fundahöld í kringum kosningabaráttu í kjördæmunum, og oft í formi kappræðufunda þar sem voru kannski ekki margir frambjóðendur að eigast við. En oft var þetta nú svona hálfgerður farsi. Það kom enginn til að sannfærast heldur til að sjá sinn mann glíma við andstæðinginn, og þá oft í léttum dúr.“
Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira