Gunnar Bragi Sveinsson, frambjóðandi Framsóknarflokksins, sá sig knúinn til að greina frá hvert „neyðartilvikið“ var í fjölskyldu hans en í upphafi kosningaþáttar á RÚV í gær sagði Jóhanna Vigdís Hjaltadóttir sjónvarpskona að Gunnar Bragi gæti ekki komið í þáttinn vegna „neyðartilviks í fjölskyldu hans.“
Frosti Sigurjónsson, oddviti flokksins í Reykjavíkurkjördæmi Norður, mætti því í þáttinn í stað hans.
Á Facebook-síðu sinni í gærkvöldi sagði Gunnar Bragi að enginn í fjölskyldu sinni væri í lífshættu. „Sonur minn veiktist og þurfti á sjúkrahús fór ég á Akureyri hans vegna. Allir geta verið rólegir.“
Enginn í lífshættu
Boði Logason skrifar
