27 þúsund styðja níu framboð - þau ná samt engum manni inn Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 24. apríl 2013 18:33 Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda. Nærri helmingur þessara atkvæða skilar engum þingmanni. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt henni fengi Framsóknarflokkurinn tæp 26% atkvæða ef kosið yrði nú sem er heldur minna en í síðustu könnun. Í henni mældist fylgi flokksins um 30%. Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæp 24% atkvæða ef að kosið yrði nú. Samfylkingin fengi 13,3% atkvæða. Vinstri-græn 10,4% en fylgi þeirra eykst frá síðustu könnun. Tvö nýju framboðanna næðu mönnum inn á þing ef kosið yrði nú. Björt framtíð fengi 8,1% atkvæða en Píratar 6,3%. Nýju framboðin ellefu, þeirra á meðal Björt framtíð og Pírtar, njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samanlagt samkvæmt könnuninni. Nýju framboðin fengju samtals 25,9% atkvæða ef að kosið yrði nú. Það þýðir að tæplega 62 þúsund kjósendur ætla að kjósa eitt þessara 11 framboða miðað við að allir kjósendur á kjörskrá greiði atkvæði í kosningunum. Þau 9 framboð sem ná ekki manni inn á þing njóta um 11% fylgis og fengju þannig um 27 þúsund atkvæði miðað við alla á kjörskrá ef að kosið yrði nú en engan þingmann. Úrtakið í þessari könnun var 1390 manns og svarhlutfallið 71,9%. „Ef við miðum frá því að, við það að hlutfallskosningar voru teknar upp 1959, þá hefur nú sennilega aldrei gerst að svona stór hluti atkvæða hafi falli niður dauður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir þetta þýða að til að mynda meirihluta þá þurfi minna fylgi. „Þannig það má alveg gera ráð fyrir þess vegna að Sjálfstæðisflokkur til dæmis og Framsóknarflokkur, ef þeir myndu mynda stjórn, að þeim myndi duga töluvert undir 50% atkvæða til að ná hreinum og jafnvel töluvert traustum meirihluta á Alþingi.“ Kosningar 2013 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira
Nýju framboðin ellefu njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda. Nærri helmingur þessara atkvæða skilar engum þingmanni. Þetta sýnir ný könnun Stöðvar 2 og Fréttablaðsins sem gerð var á mánudag og þriðjudag. Samkvæmt henni fengi Framsóknarflokkurinn tæp 26% atkvæða ef kosið yrði nú sem er heldur minna en í síðustu könnun. Í henni mældist fylgi flokksins um 30%. Sjálfstæðisflokkurinn fengi tæp 24% atkvæða ef að kosið yrði nú. Samfylkingin fengi 13,3% atkvæða. Vinstri-græn 10,4% en fylgi þeirra eykst frá síðustu könnun. Tvö nýju framboðanna næðu mönnum inn á þing ef kosið yrði nú. Björt framtíð fengi 8,1% atkvæða en Píratar 6,3%. Nýju framboðin ellefu, þeirra á meðal Björt framtíð og Pírtar, njóta stuðnings um fjórðungs kjósenda samanlagt samkvæmt könnuninni. Nýju framboðin fengju samtals 25,9% atkvæða ef að kosið yrði nú. Það þýðir að tæplega 62 þúsund kjósendur ætla að kjósa eitt þessara 11 framboða miðað við að allir kjósendur á kjörskrá greiði atkvæði í kosningunum. Þau 9 framboð sem ná ekki manni inn á þing njóta um 11% fylgis og fengju þannig um 27 þúsund atkvæði miðað við alla á kjörskrá ef að kosið yrði nú en engan þingmann. Úrtakið í þessari könnun var 1390 manns og svarhlutfallið 71,9%. „Ef við miðum frá því að, við það að hlutfallskosningar voru teknar upp 1959, þá hefur nú sennilega aldrei gerst að svona stór hluti atkvæða hafi falli niður dauður,“ segir Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands. Hann segir þetta þýða að til að mynda meirihluta þá þurfi minna fylgi. „Þannig það má alveg gera ráð fyrir þess vegna að Sjálfstæðisflokkur til dæmis og Framsóknarflokkur, ef þeir myndu mynda stjórn, að þeim myndi duga töluvert undir 50% atkvæða til að ná hreinum og jafnvel töluvert traustum meirihluta á Alþingi.“
Kosningar 2013 Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Fleiri fréttir Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Sjá meira