Píratar og Regnboginn með hæsta hlutfall jákvæðra frétta Helga Arnardóttir skrifar 25. apríl 2013 16:05 Píratar og Regnboginn fá jákvæðustu umfjöllunina. Píratar og Regnboginn eru með hæsta hlutfall jákvæðra frétta sem fluttar hafa verið af kosningunum undanfarna tvo mánuði samkvæmt úttekt Fjölmiðlavaktarinnar. Framsóknarflokkur kemur þar næst á eftir. Fjölmiðlavaktin hefur fylgst með fréttaflutningi í aðdraganda kosninganna í ljósvaka, prent- og netmiðlum og tekið saman allar fréttir sem hafa verið fluttar af flokkunum sem bjóða nú fram til Alþingis. Fréttirnar voru fluttar á tímabilinu frá fyrsta mars til 23.apríl. Lagt var mat á hverja frétt sem flutt hefur verið um hvert framboð og þær flokkaðar ýmist sem jákvæð, neikvæð, hvorki né eða jöfnuð umfjöllun. Í ljós kom að þótt mun færri fréttir hafi verið fluttar af Pírötum og Regnboganum í fjölmiðlum en til að mynda fjórflokknum sem eru með yfirgnæfandi meirihluta frétta þá eru þessi tvö framboð með hæsta hlutfall jákvæðra frétta. Regnboginn trónir efstur með 27% jákvæðra frétta af tæplega 150 fréttum sem hafa verið fluttar af flokknum. Píratar koma næstir á eftir með 24% jákvæðra frétt af tæplega fjögur hundruð fréttum sem hafa verið fluttar. Framsóknarflokkurinn sem þó er með mun fleiri fréttir eða tæplega 1500 talsins kemur næst á eftir Pírötum með 21% jákvæðra frétta. Sjálfstæðisflokkurinn sem er með tæplega 1900 fréttir á umræddu tímabili er hins vegar með hæsta hlutfall neikvæðra frétta eða 11% og 14% jákvæðra frétta. Framsóknarflokkurinn kemur þar næst á eftir með 9% neikvæðra frétta. Samfylkingin og Vinstri grænir eru svo með 7% neikvæðra frétta en stjórnarflokkarnir tveir eru með langflestar fréttir af öllum flokkum. Samfylking er með tæplega 2600 fréttir og hlutfall jákvæðra frétta er 17% og Vinstri grænir með tæplega 2200 fréttir þar sem hlutfall jákvæðra frétta er 14%. Magnús Heimisson almannatengill og stjórnmálafræðingur hjá Fjölmiðlavaktinni segir greiningu á fréttum fara eftir reglum alþjóðasamtaka greiningarfyrirtækja. „Allar fréttir sem við metum sem hafa kynningarlegt gildi fyrir viðkomandi framboð, auglýsing á stefnumálum, viðtöl við frambjóðendur og svo framvegis metum við sem jákvæða umfjöllun. Öll gagnrýni til dæmis eins og aðsendar greinar, fréttir þar sem verið er að gagnrýna stjórnmálaflokkanna metum við sem neikvæða umfjöllun og allt þar á milli er hvorki né." Samkvæmt vinnureglum Fjölmiðlavaktarinnar er frétt metin jákvæð ef hún er talin skapa jákvætt viðhorf hjá lesendum, hlustendum eða áhorfendum til viðkomandi framboðs. Frétt er metin hvorki né ef ekki eru taldar líkur á að hún auki við jákvætt eða neikvætt viðhorf í garð framboðsins. Frétt er metin neikvæð ef hún er talin líkleg til að skapa neikvætt viðhorf gagnvart viðkomandi framboði. Þá er frétt flokkuð í svokallaða jafnaða umfjöllun ef um neikvæða frétt er að ræða en fram koma skýr sjónarmið frá þeim sem um ræðir, sem dregur úr neikvæðum viðhorfum. Kosningar 2013 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Píratar og Regnboginn eru með hæsta hlutfall jákvæðra frétta sem fluttar hafa verið af kosningunum undanfarna tvo mánuði samkvæmt úttekt Fjölmiðlavaktarinnar. Framsóknarflokkur kemur þar næst á eftir. Fjölmiðlavaktin hefur fylgst með fréttaflutningi í aðdraganda kosninganna í ljósvaka, prent- og netmiðlum og tekið saman allar fréttir sem hafa verið fluttar af flokkunum sem bjóða nú fram til Alþingis. Fréttirnar voru fluttar á tímabilinu frá fyrsta mars til 23.apríl. Lagt var mat á hverja frétt sem flutt hefur verið um hvert framboð og þær flokkaðar ýmist sem jákvæð, neikvæð, hvorki né eða jöfnuð umfjöllun. Í ljós kom að þótt mun færri fréttir hafi verið fluttar af Pírötum og Regnboganum í fjölmiðlum en til að mynda fjórflokknum sem eru með yfirgnæfandi meirihluta frétta þá eru þessi tvö framboð með hæsta hlutfall jákvæðra frétta. Regnboginn trónir efstur með 27% jákvæðra frétta af tæplega 150 fréttum sem hafa verið fluttar af flokknum. Píratar koma næstir á eftir með 24% jákvæðra frétt af tæplega fjögur hundruð fréttum sem hafa verið fluttar. Framsóknarflokkurinn sem þó er með mun fleiri fréttir eða tæplega 1500 talsins kemur næst á eftir Pírötum með 21% jákvæðra frétta. Sjálfstæðisflokkurinn sem er með tæplega 1900 fréttir á umræddu tímabili er hins vegar með hæsta hlutfall neikvæðra frétta eða 11% og 14% jákvæðra frétta. Framsóknarflokkurinn kemur þar næst á eftir með 9% neikvæðra frétta. Samfylkingin og Vinstri grænir eru svo með 7% neikvæðra frétta en stjórnarflokkarnir tveir eru með langflestar fréttir af öllum flokkum. Samfylking er með tæplega 2600 fréttir og hlutfall jákvæðra frétta er 17% og Vinstri grænir með tæplega 2200 fréttir þar sem hlutfall jákvæðra frétta er 14%. Magnús Heimisson almannatengill og stjórnmálafræðingur hjá Fjölmiðlavaktinni segir greiningu á fréttum fara eftir reglum alþjóðasamtaka greiningarfyrirtækja. „Allar fréttir sem við metum sem hafa kynningarlegt gildi fyrir viðkomandi framboð, auglýsing á stefnumálum, viðtöl við frambjóðendur og svo framvegis metum við sem jákvæða umfjöllun. Öll gagnrýni til dæmis eins og aðsendar greinar, fréttir þar sem verið er að gagnrýna stjórnmálaflokkanna metum við sem neikvæða umfjöllun og allt þar á milli er hvorki né." Samkvæmt vinnureglum Fjölmiðlavaktarinnar er frétt metin jákvæð ef hún er talin skapa jákvætt viðhorf hjá lesendum, hlustendum eða áhorfendum til viðkomandi framboðs. Frétt er metin hvorki né ef ekki eru taldar líkur á að hún auki við jákvætt eða neikvætt viðhorf í garð framboðsins. Frétt er metin neikvæð ef hún er talin líkleg til að skapa neikvætt viðhorf gagnvart viðkomandi framboði. Þá er frétt flokkuð í svokallaða jafnaða umfjöllun ef um neikvæða frétt er að ræða en fram koma skýr sjónarmið frá þeim sem um ræðir, sem dregur úr neikvæðum viðhorfum.
Kosningar 2013 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira