„Free at last,“ segir Þráinn Bertelsson á vefsíðu Smugunnar, en hann er einn þeirra þingmanna sem er á leið af þingi.
Hann var kjörinn á þing sem frambjóðandi Borgarahreyfingarinnar en hefur setið á þingi undanfarið fyrir þingflokk Vinstri grænna.
Hann vitnar í Martin Luther King með orðum sínum og segir fáa sem hann hafi kynnst í starfinu „líklega til að gera mikinn óskunda“.
„Flestir buðu af sér góðan þokka og hegðuðu sér eins og skikkanlegar manneskjur, þótt innan um og saman við væri þarna – eins og víðast hvar annars staðar – fólk sem veldur því að maður hugsar með sér “hvað þarf maður eiginlega að sturta oft niður hérna?”“
Pistil Þráins má lesa í heils sinni á vefsíðu Smugunnar.
"Free at last," segir Þráinn
