Mesta fylgistap VG í kjördæmi Þjórsár og Helguvíkur Kristján Már Unnarsson skrifar 29. apríl 2013 11:38 Frá Þjórsá. Vinstri grænir fengu hlutfallslega minnst fylgi á landsvísu í Suðurkjördæmi, 5,9 prósent, og þar varð fylgistap flokksins hlutfallslega mest. Flokkurinn hlaut þar aðeins 1.582 atkvæði, eða 5,9 prósent, en í kosningunum 2009 hlaut flokkurinn 4.615 atkvæði í Suðurkjördæmi eða 17,1 prósent atkvæða. VG tapaði þar þingsæti og tveimur þriðju af fylgi sínu og er Suðurkjördæmi nú eina kjördæmið þar sem flokkurinn kom engum þingmanni að. Svo vill til að í Suðurkjördæmi eru nokkur umdeildustu verkefnin sem tekist var á um í umræðum um rammaáætlun og stóriðju í aðdraganda kosninganna; þar á meðal virkjanir í Þjórsá, jarðhitasvæði Reykjanesfjallgarðs og iðnaðarsvæðið í Helguvík. Athyglisvert er að í Norðausturkjördæmi fengu Vinstri grænir hlutfallslega mest fylgi á landsvísu, eða 15,8 prósent, og tvö þingsæti. Þar eru einnig umdeild iðnaðaráform á Bakka með jarðhitavirkjunum. Oddviti flokksins í kjördæminu, Steingrímur J. Sigfússon, greiddi hins vegar fyrir þeim uppbyggingaráformum, í andstöðu við Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, þegar hann stóð fyrir sérstakri lagasetningu um ívilnanir, sem Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, studdi. Svandís sat hins vegar hjá í atkvæðagreiðslu um stjórnarfrumvörp Steingríms. Útkoma Katrínar og Svandísar varð einnig ólík en þær leiddu hvor sinn VG-lista í Reykjavíkurkjördæmum. Í Reykjavík norður, með Katrínu í efsta sæti, hlaut VG 15,7% atkvæða, og tvo þingmenn, tapaði um þriðjungi fylgisins. Í Reykjavík suður, með Svandísi í efsta sæti, hlaut VG 12,1% atkvæða, og einn þingmann og tapaði nærri helmingi fyrra fylgis. Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Vinstri grænir fengu hlutfallslega minnst fylgi á landsvísu í Suðurkjördæmi, 5,9 prósent, og þar varð fylgistap flokksins hlutfallslega mest. Flokkurinn hlaut þar aðeins 1.582 atkvæði, eða 5,9 prósent, en í kosningunum 2009 hlaut flokkurinn 4.615 atkvæði í Suðurkjördæmi eða 17,1 prósent atkvæða. VG tapaði þar þingsæti og tveimur þriðju af fylgi sínu og er Suðurkjördæmi nú eina kjördæmið þar sem flokkurinn kom engum þingmanni að. Svo vill til að í Suðurkjördæmi eru nokkur umdeildustu verkefnin sem tekist var á um í umræðum um rammaáætlun og stóriðju í aðdraganda kosninganna; þar á meðal virkjanir í Þjórsá, jarðhitasvæði Reykjanesfjallgarðs og iðnaðarsvæðið í Helguvík. Athyglisvert er að í Norðausturkjördæmi fengu Vinstri grænir hlutfallslega mest fylgi á landsvísu, eða 15,8 prósent, og tvö þingsæti. Þar eru einnig umdeild iðnaðaráform á Bakka með jarðhitavirkjunum. Oddviti flokksins í kjördæminu, Steingrímur J. Sigfússon, greiddi hins vegar fyrir þeim uppbyggingaráformum, í andstöðu við Svandísi Svavarsdóttur umhverfisráðherra, þegar hann stóð fyrir sérstakri lagasetningu um ívilnanir, sem Katrín Jakobsdóttir, formaður flokksins, studdi. Svandís sat hins vegar hjá í atkvæðagreiðslu um stjórnarfrumvörp Steingríms. Útkoma Katrínar og Svandísar varð einnig ólík en þær leiddu hvor sinn VG-lista í Reykjavíkurkjördæmum. Í Reykjavík norður, með Katrínu í efsta sæti, hlaut VG 15,7% atkvæða, og tvo þingmenn, tapaði um þriðjungi fylgisins. Í Reykjavík suður, með Svandísi í efsta sæti, hlaut VG 12,1% atkvæða, og einn þingmann og tapaði nærri helmingi fyrra fylgis.
Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira