Formúla 1

F1 fer á hlutabréfamarkað eftir allt saman

Birgir Þór Harðarson skrifar
Ecclestone ferðast yfirleitt heimshorna á milli til þess að vera viðstaddur Formúlu 1-mótin, sem hann skipuleggur sjálfur.
Ecclestone ferðast yfirleitt heimshorna á milli til þess að vera viðstaddur Formúlu 1-mótin, sem hann skipuleggur sjálfur.
Bernie Ecclestone, alráður í Formúlu 1, segir nú að áætlanir um að skrá Formúlu 1 á hlutabréfamarkað í Singapúr á réttri braut. Markaðsskráningunni var frestað í fyrra vegna efnahagsástandsins í heiminum.

Eigendur formúlunnar hafa verið að leita að tækifæri til að endurlífga áætlanirnar og hafa bæði Ecclestone og CVC, sjónvarpsrétthafar af Formúlu 1, samþykkt að F1 verði skráð á hlutabréfamarkað á þessu ári.

„Við höfum ákveðið að gera þetta í ár. Allt verður klárt í ár,“ sagði Ecclestone í samtali við breska dagblaðið The Daily Telegraph. „CVC er að vinna að sinni hlið málsins og ganga frá því sem þeir þurfa að hafa á hreinu.“

Eftir að áætlanirnar voru settar á ís í fyrra ákvað CVC að selja hlut í fyrirtækinu til þess að endurskapa ávinning af eignum sínum. Í kjölfarið fóru nýir fjárfestar að grenslast fyrir um hver myndi taka við af Ecclestone sem alráður í Formúlu 1. Hann er orðinn 82 ára gamall en enn í fullu fjöri.

„Fólkið í forsvari fyrir sjóðina eru gott fólk og auðvelt að vinna með því,“ segir Ecclestone. „Þau krefja mig alls ekki um að nefna arftaka.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×