Ekkert verður af bardaga Gunnars Nelson í Vegas Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 10. apríl 2013 08:23 Gunnar í bardaganum gegn Santiago á Wembley í febrúar. Nordicphotos/Getty Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. UFC staðfesti á Twitter-síðu sinni í nótt að Gunnar hefði helst úr lestinni. Rick Story mun taka sæti hans og berjast við Pyle. Bardaginn hefði verið stærsta stund Gunnars á ferlinum til þessa. Bardagakappinn hefur unnið ellefu MMA bardaga í röð á ferli sínum og er ósigraður.Skilaboð UFC á Twitter í nótt.Mynd/TwitterGunnar vann flottan sigur á Jorge Santiago á Wembley í London í febrúar. Voru dómararnir einróma í ákvörðun sinni. Skömmu síðar var tilkynnt um fyrirhugaðan bardaga í Las Vegas. Ekki var reiknað með því að Gunnar myndi berjast svo fljótt eftir bardagann gegn Santiago. Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, sagði í samtali við Vísi við það tilefni að um of gott boð hefði verið til að hafna. „Það liggur fyrir hvíldin verður ekki enda er ekki það langt í þetta. Gunni hefði kosið smá pásu en þetta er bara rosalega dagskrá, stór staður og mjög athyglisverður andstæðingur," sagði Haraldur í viðtali við Vísi. Ekki liggur fyrir við hvaða meiðsli Gunnar glímir.Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með. Íþróttir Tengdar fréttir Gæti Mike Pyle verið ólíkari Gunnari Nelson? Það styttist óðum í UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mike Pyle sem fram fer í Las Vegas í Bandaríkjunum 25. maí næstkomandi en Pyle er þekktur fyrir að rasa út fyrir bardaga síns og kynda vel í mótherjum sínum og við fengum dæmi um það um helgina þegar Pyle talaði um að hann ætli að ganga frá Gunnari Nelson. 25. mars 2013 10:30 Gunnar á leið í æfingabúðir í New York Bardagakappinn Gunnar Nelson æfir nú af kappi fyrir bardagann gegn Mike Pyle sem fer fram þann 25. maí næstkomandi í Las Vegas. 5. apríl 2013 15:39 Gunnar myndi aldrei neita "Ég fékk símtal klukkan fjögur í nótt og við samþykktum bardagann hálftíma síðar,“ sagði Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson sem mun berjast í UFC 160 í Las Vegas í lok maímánaðar. 2. mars 2013 08:00 Pyle ætlar að ganga frá Gunnari Nelson Bandaríkjamaðurinn Mike Pyle hefur tjáð sig um bardagann við Gunnar Nelson sem fer fram í Las Vegas í lok maí. Pyle er brattur fyrir bardagann. 23. mars 2013 21:06 Fréttir af bardaga Gunnars fljótar að leka út "Enn og aftur er Gunnar að fara eitt skref upp því Mike Pyle er þrettándi á heimslistanum og mjög sterkur andstæðingur," segir Haraldur Dean Nelson, umboðsmaður og faðir bardagakappans Gunnars Nelson. 1. mars 2013 14:29 Fjöldi Bandaríkjamanna mun horfa á Gunnar í Las Vegas Það er nú orðið ljóst hvenær í röðinni Gunnar Nelson stígur í búrið í Las Vegas í lok maí. Það verður fyrsti UFC-bardagi Gunnars í Bandaríkjunum. 18. mars 2013 13:57 Gunnar Nelson berst í Las Vegas Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir hinum reynslumikla Mike Pyle í UFC-bardaga í veltivigt í Las Vegas í maí. 1. mars 2013 08:07 Gunnar Nelson vann Jorge Santiago örugglega Gunnar Nelson stóð uppi sem sigurvegari gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í veltivigt í Wembley Arena í London en bardaginn var hluti af UFC-atvinnumannadeildinni. 16. febrúar 2013 00:01 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Gunnar Nelson mun ekki berjast við Mike Pyle í Las Vegas þann 25. maí. UFC hefur tilkynnt að Gunnar sé meiddur og bardaginn hefur þegar verið tekinn af dagskrá. UFC staðfesti á Twitter-síðu sinni í nótt að Gunnar hefði helst úr lestinni. Rick Story mun taka sæti hans og berjast við Pyle. Bardaginn hefði verið stærsta stund Gunnars á ferlinum til þessa. Bardagakappinn hefur unnið ellefu MMA bardaga í röð á ferli sínum og er ósigraður.Skilaboð UFC á Twitter í nótt.Mynd/TwitterGunnar vann flottan sigur á Jorge Santiago á Wembley í London í febrúar. Voru dómararnir einróma í ákvörðun sinni. Skömmu síðar var tilkynnt um fyrirhugaðan bardaga í Las Vegas. Ekki var reiknað með því að Gunnar myndi berjast svo fljótt eftir bardagann gegn Santiago. Haraldur Dean Nelson, faðir Gunnars og umboðsmaður, sagði í samtali við Vísi við það tilefni að um of gott boð hefði verið til að hafna. „Það liggur fyrir hvíldin verður ekki enda er ekki það langt í þetta. Gunni hefði kosið smá pásu en þetta er bara rosalega dagskrá, stór staður og mjög athyglisverður andstæðingur," sagði Haraldur í viðtali við Vísi. Ekki liggur fyrir við hvaða meiðsli Gunnar glímir.Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.
Íþróttir Tengdar fréttir Gæti Mike Pyle verið ólíkari Gunnari Nelson? Það styttist óðum í UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mike Pyle sem fram fer í Las Vegas í Bandaríkjunum 25. maí næstkomandi en Pyle er þekktur fyrir að rasa út fyrir bardaga síns og kynda vel í mótherjum sínum og við fengum dæmi um það um helgina þegar Pyle talaði um að hann ætli að ganga frá Gunnari Nelson. 25. mars 2013 10:30 Gunnar á leið í æfingabúðir í New York Bardagakappinn Gunnar Nelson æfir nú af kappi fyrir bardagann gegn Mike Pyle sem fer fram þann 25. maí næstkomandi í Las Vegas. 5. apríl 2013 15:39 Gunnar myndi aldrei neita "Ég fékk símtal klukkan fjögur í nótt og við samþykktum bardagann hálftíma síðar,“ sagði Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson sem mun berjast í UFC 160 í Las Vegas í lok maímánaðar. 2. mars 2013 08:00 Pyle ætlar að ganga frá Gunnari Nelson Bandaríkjamaðurinn Mike Pyle hefur tjáð sig um bardagann við Gunnar Nelson sem fer fram í Las Vegas í lok maí. Pyle er brattur fyrir bardagann. 23. mars 2013 21:06 Fréttir af bardaga Gunnars fljótar að leka út "Enn og aftur er Gunnar að fara eitt skref upp því Mike Pyle er þrettándi á heimslistanum og mjög sterkur andstæðingur," segir Haraldur Dean Nelson, umboðsmaður og faðir bardagakappans Gunnars Nelson. 1. mars 2013 14:29 Fjöldi Bandaríkjamanna mun horfa á Gunnar í Las Vegas Það er nú orðið ljóst hvenær í röðinni Gunnar Nelson stígur í búrið í Las Vegas í lok maí. Það verður fyrsti UFC-bardagi Gunnars í Bandaríkjunum. 18. mars 2013 13:57 Gunnar Nelson berst í Las Vegas Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir hinum reynslumikla Mike Pyle í UFC-bardaga í veltivigt í Las Vegas í maí. 1. mars 2013 08:07 Gunnar Nelson vann Jorge Santiago örugglega Gunnar Nelson stóð uppi sem sigurvegari gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í veltivigt í Wembley Arena í London en bardaginn var hluti af UFC-atvinnumannadeildinni. 16. febrúar 2013 00:01 Mest lesið „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Sport Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? Fótbolti „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Íslenski boltinn Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Sport Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslenski boltinn Fjögur lið á toppnum með fjögur stig Íslenski boltinn Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Íslenski boltinn Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Enski boltinn Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Golf Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Enski boltinn Fleiri fréttir Setti heimsmet en þarf ekki Sveindís Jane að fá að reyna næst? „Einu skrefi nær því að verða næsti Sir Alex Ferguson“ Sex rallýgoðsagnir teknar inn í nýjustu frægðarhöllina á Íslandi Fjögur lið á toppnum með fjögur stig „Heyrðu, það þarf einhver að skutla syni okkar á leikskólann“ Guðni Eiríksson: Markmannstaðan á Íslandi er ekki nógu góð Íslensku stelpurnar flugu inn í úrslitin Hamarsmenn tryggðu sér oddaleik Arteta varar Arsenal fólk við: Erfiðasta staðan að fylla Nýliðarnir sóttu þrjú stig á heimavöll hamingjunnar Uppgjör: FH-Stjarnan 2-1 | FH-konur áfram á flugi Syni Tigers mistókst að tryggja sér sæti á Opna bandaríska Aldís Ásta og félagar einum sigri frá sænska meistaratitlinum Fleiri sæti í boði fyrir stelpurnar okkar á HM 2031 Arne Slot vonsvikinn með Trent Alexander-Arnold Svona er nýja landsliðstreyja stelpnanna fyrir EM í sumar Mac Allister besti leikmaðurinn í fyrsta sinn Tæplega fimmtugur Manny Pacquiao ætlar að snúa aftur í hringinn Fékk sleggju í höfuðið og var ljónheppinn að lifa af Salah valinn bestur af blaðamönnum „Er ekki alltaf markmiðið að bæta sig? Annars væri maður ekki að þessu“ Hlakkar til að mæta „fótboltapabba“ sínum í úrslitaleiknum Leik KR og ÍBV seinkað vegna færðar Fótboltaparið eignaðist son og skírði hann Jagger Geta unnið glænýjan bíl í Öskjuhlíðinni Sex ensk lið í Meistaradeild og tíu gætu náð Evrópusæti Hristi af sér meiðsli á „ódauðlega“ ökklanum og fagnaði sigri Sjáðu mörkin þegar United og Spurs gulltryggðu sig í úrslitaleikinn Stóð við stóru orðin og fór í átta klukkutíma göngutúr heim til sín Miðasala á Dúllubar í dag og VIP-miðar á 15.000 krónur Sjá meira
Gæti Mike Pyle verið ólíkari Gunnari Nelson? Það styttist óðum í UFC-bardaga Gunnars Nelson og Mike Pyle sem fram fer í Las Vegas í Bandaríkjunum 25. maí næstkomandi en Pyle er þekktur fyrir að rasa út fyrir bardaga síns og kynda vel í mótherjum sínum og við fengum dæmi um það um helgina þegar Pyle talaði um að hann ætli að ganga frá Gunnari Nelson. 25. mars 2013 10:30
Gunnar á leið í æfingabúðir í New York Bardagakappinn Gunnar Nelson æfir nú af kappi fyrir bardagann gegn Mike Pyle sem fer fram þann 25. maí næstkomandi í Las Vegas. 5. apríl 2013 15:39
Gunnar myndi aldrei neita "Ég fékk símtal klukkan fjögur í nótt og við samþykktum bardagann hálftíma síðar,“ sagði Haraldur Dean Nelson, faðir og umboðsmaður Gunnars Nelson sem mun berjast í UFC 160 í Las Vegas í lok maímánaðar. 2. mars 2013 08:00
Pyle ætlar að ganga frá Gunnari Nelson Bandaríkjamaðurinn Mike Pyle hefur tjáð sig um bardagann við Gunnar Nelson sem fer fram í Las Vegas í lok maí. Pyle er brattur fyrir bardagann. 23. mars 2013 21:06
Fréttir af bardaga Gunnars fljótar að leka út "Enn og aftur er Gunnar að fara eitt skref upp því Mike Pyle er þrettándi á heimslistanum og mjög sterkur andstæðingur," segir Haraldur Dean Nelson, umboðsmaður og faðir bardagakappans Gunnars Nelson. 1. mars 2013 14:29
Fjöldi Bandaríkjamanna mun horfa á Gunnar í Las Vegas Það er nú orðið ljóst hvenær í röðinni Gunnar Nelson stígur í búrið í Las Vegas í lok maí. Það verður fyrsti UFC-bardagi Gunnars í Bandaríkjunum. 18. mars 2013 13:57
Gunnar Nelson berst í Las Vegas Bardagakappinn Gunnar Nelson mætir hinum reynslumikla Mike Pyle í UFC-bardaga í veltivigt í Las Vegas í maí. 1. mars 2013 08:07
Gunnar Nelson vann Jorge Santiago örugglega Gunnar Nelson stóð uppi sem sigurvegari gegn Brasilíumanninum Jorge Santiago í veltivigt í Wembley Arena í London en bardaginn var hluti af UFC-atvinnumannadeildinni. 16. febrúar 2013 00:01