Gengur Tottenham betur en KR? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2013 07:54 Gylfi skorar markið glæsilega í fyrri leiknum. Nordicphotos/Getty Tottenham sækir Basel heim í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fyrri leik liðanna á White Hart Lane lauk með 2-2 jafntefli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Spurs jafntefli. Nær öruggt má telja að Gylfi verði í byrjunarliði Spurs í Sviss í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn kom Tottenham aftur til bjargar í 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi hefur skorað þrjú mörk í Evrópudeildinni í vetur og aðeins Jermain Defoe hefur skorað fleiri eða fjögur. Spurs saknar Aaron Lennon og Gareth Bale sem báðir glíma við meiðsli á ökkla. Reikna má með því að Michael Dawson verði aftur í hjarta varnarinnar en William Gallas, sem oft hefur leikið betur en á yfirstandandi leiktíð, er meiddur á kálfa. Tottenham fagnar þó endurkomu Kyle Walker sem var í leikbanni í fyrri leiknum. Kyle Naughton tyllir sér væntanlega á bekkinn.Baldur Sigruðsson á St. Jacob's Park sumarið 2009.Nordicphotos/GettyÞótt flestir reikni með sigri Tottenham í kvöld verður að hafa í huga að Basel er erfitt heim að sækja á St. Jakob-Park. Því fengu liðsmenn Manchester United að kynnast á síðustu leiktíð en völlurinn var endastöð liðsins í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap í riðlakeppninni. Basel er auk þess á miklu skriði og vermir toppsæti svissnesku deildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í öllum keppnum frá því í nóvember og verða vel studdir í Basel í kvöld.Liðsmenn KR fagna marki Guðmundar Benediktssonar í fyrri leiknum gegn Basel í Vesturbænum.Mynd/ArnþórTottenham er í sömu sporum og KR var í sumarið 2009. Þá mættu KR-ingar liði Basel í 3. umferð forkeppni Evrópudeilarinnar. Liðin skildu jöfn á KR-vellinum 2-2 eftir að KR komst 2-0 yfir. Í síðari leiknum í Sviss hafði Basel 3-1 sigur þrátt fyrir að KR væri manni fleiri allan síðari hálfleikinn. Leikurinn hefst klukkan 19.05 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Þá verður fylgst vel með gangi mála hér á Vísi. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Glæsimark Gylfa og skelfileg meiðsli Bale | Myndband Tímabilið gæti verið búið hjá Gareth Bale eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik Tottenham og Basel í Evrópudeild UEFA í kvöld. 4. apríl 2013 21:33 Gylfi skoraði en Bale borinn af velli Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. 4. apríl 2013 21:00 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Tottenham sækir Basel heim í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fyrri leik liðanna á White Hart Lane lauk með 2-2 jafntefli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Spurs jafntefli. Nær öruggt má telja að Gylfi verði í byrjunarliði Spurs í Sviss í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn kom Tottenham aftur til bjargar í 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi hefur skorað þrjú mörk í Evrópudeildinni í vetur og aðeins Jermain Defoe hefur skorað fleiri eða fjögur. Spurs saknar Aaron Lennon og Gareth Bale sem báðir glíma við meiðsli á ökkla. Reikna má með því að Michael Dawson verði aftur í hjarta varnarinnar en William Gallas, sem oft hefur leikið betur en á yfirstandandi leiktíð, er meiddur á kálfa. Tottenham fagnar þó endurkomu Kyle Walker sem var í leikbanni í fyrri leiknum. Kyle Naughton tyllir sér væntanlega á bekkinn.Baldur Sigruðsson á St. Jacob's Park sumarið 2009.Nordicphotos/GettyÞótt flestir reikni með sigri Tottenham í kvöld verður að hafa í huga að Basel er erfitt heim að sækja á St. Jakob-Park. Því fengu liðsmenn Manchester United að kynnast á síðustu leiktíð en völlurinn var endastöð liðsins í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap í riðlakeppninni. Basel er auk þess á miklu skriði og vermir toppsæti svissnesku deildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í öllum keppnum frá því í nóvember og verða vel studdir í Basel í kvöld.Liðsmenn KR fagna marki Guðmundar Benediktssonar í fyrri leiknum gegn Basel í Vesturbænum.Mynd/ArnþórTottenham er í sömu sporum og KR var í sumarið 2009. Þá mættu KR-ingar liði Basel í 3. umferð forkeppni Evrópudeilarinnar. Liðin skildu jöfn á KR-vellinum 2-2 eftir að KR komst 2-0 yfir. Í síðari leiknum í Sviss hafði Basel 3-1 sigur þrátt fyrir að KR væri manni fleiri allan síðari hálfleikinn. Leikurinn hefst klukkan 19.05 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Þá verður fylgst vel með gangi mála hér á Vísi.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Glæsimark Gylfa og skelfileg meiðsli Bale | Myndband Tímabilið gæti verið búið hjá Gareth Bale eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik Tottenham og Basel í Evrópudeild UEFA í kvöld. 4. apríl 2013 21:33 Gylfi skoraði en Bale borinn af velli Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. 4. apríl 2013 21:00 Mest lesið Fjármagnar tennisferilinn á OnlyFans Sport Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Fótbolti Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Fótbolti „Horft illum augum á þannig taktík í hlaupaheiminum“ Sport Tilfinningaþrungin stund þegar Magnús Máni kom í mark Sport Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Fótbolti Mbappé afgreiddi Real Oviedo Fótbolti „Við vorum skíthræddir“ Sport „Hefði viljað þriðja markið“ Sport Pólverjar bæta við sig Kana fyrir EM Körfubolti Fleiri fréttir Fáni stuðningsmanna Palace til rannsóknar Mbappé afgreiddi Real Oviedo Albert lagði upp mark Fiorentina Uppgjörið: FH - ÍBV 1-1 | Alvöru dramatík í uppbótartíma Sjáðu mark Júlíusar í Svíþjóð Uppgjörið: KA - Fram 2-0 | Sanngjarn sigur heimamanna Daníel skoraði gegn Víkingsbönum Sætur sigur í fyrsta leik Ísaks í efstu deild Þýskalands Allt jafnt í Fulham og bæði lið bíða enn eftir fyrsta sigri María gaf tóninn í sigri eftir átta töp í röð Fullkomin byrjun Everton á nýja heimilinu Áfram í marki Man. Utd eftir mistökin Sjálfsmark skráð á Elías sem fagnaði sigri Kristján tekinn við liði í Portúgal Eins og kleina þegar hún upplifði martröð spyrilsins Onana með í dag en Man. Utd að landa markverði Sjáðu Brynjólf skora gegn meisturum PSV Kom inn á fyrir Dag, skoraði og kýldi mótherja Sjáðu markaveislu Arsenal og fullkomna byrjun Tottenham Guðlaugur Victor til Danmerkur á ný Yfirgaf æfingaferð Marseille í áfalli Keflvíkingar létu mörkunum rigna gegn Völsungi Sjálfsmark í blálokin bjargaði Börsungum Þórsarar á toppinn Orðinn langþreyttur á glímunni við Útlendingastofnun Eze í treyju númer tíu og byrjar á stórleik við Liverpool Þrír leikir í enska: Draumabyrjun Outtara en gömlu félagarnir unnu líka Öruggur sigur Arsenal á nýliðunum Þróttur fær tvo tíma á toppnum og Fylkir úr fallsæti Ronaldo þarf enn að bíða eftir titli þrátt fyrir tímamótamark Sjá meira
Glæsimark Gylfa og skelfileg meiðsli Bale | Myndband Tímabilið gæti verið búið hjá Gareth Bale eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik Tottenham og Basel í Evrópudeild UEFA í kvöld. 4. apríl 2013 21:33
Gylfi skoraði en Bale borinn af velli Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. 4. apríl 2013 21:00