Gengur Tottenham betur en KR? Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. apríl 2013 07:54 Gylfi skorar markið glæsilega í fyrri leiknum. Nordicphotos/Getty Tottenham sækir Basel heim í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fyrri leik liðanna á White Hart Lane lauk með 2-2 jafntefli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Spurs jafntefli. Nær öruggt má telja að Gylfi verði í byrjunarliði Spurs í Sviss í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn kom Tottenham aftur til bjargar í 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi hefur skorað þrjú mörk í Evrópudeildinni í vetur og aðeins Jermain Defoe hefur skorað fleiri eða fjögur. Spurs saknar Aaron Lennon og Gareth Bale sem báðir glíma við meiðsli á ökkla. Reikna má með því að Michael Dawson verði aftur í hjarta varnarinnar en William Gallas, sem oft hefur leikið betur en á yfirstandandi leiktíð, er meiddur á kálfa. Tottenham fagnar þó endurkomu Kyle Walker sem var í leikbanni í fyrri leiknum. Kyle Naughton tyllir sér væntanlega á bekkinn.Baldur Sigruðsson á St. Jacob's Park sumarið 2009.Nordicphotos/GettyÞótt flestir reikni með sigri Tottenham í kvöld verður að hafa í huga að Basel er erfitt heim að sækja á St. Jakob-Park. Því fengu liðsmenn Manchester United að kynnast á síðustu leiktíð en völlurinn var endastöð liðsins í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap í riðlakeppninni. Basel er auk þess á miklu skriði og vermir toppsæti svissnesku deildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í öllum keppnum frá því í nóvember og verða vel studdir í Basel í kvöld.Liðsmenn KR fagna marki Guðmundar Benediktssonar í fyrri leiknum gegn Basel í Vesturbænum.Mynd/ArnþórTottenham er í sömu sporum og KR var í sumarið 2009. Þá mættu KR-ingar liði Basel í 3. umferð forkeppni Evrópudeilarinnar. Liðin skildu jöfn á KR-vellinum 2-2 eftir að KR komst 2-0 yfir. Í síðari leiknum í Sviss hafði Basel 3-1 sigur þrátt fyrir að KR væri manni fleiri allan síðari hálfleikinn. Leikurinn hefst klukkan 19.05 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Þá verður fylgst vel með gangi mála hér á Vísi. Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Glæsimark Gylfa og skelfileg meiðsli Bale | Myndband Tímabilið gæti verið búið hjá Gareth Bale eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik Tottenham og Basel í Evrópudeild UEFA í kvöld. 4. apríl 2013 21:33 Gylfi skoraði en Bale borinn af velli Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. 4. apríl 2013 21:00 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Sjá meira
Tottenham sækir Basel heim í síðari leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildarinnar í knattspyrnu í kvöld. Fyrri leik liðanna á White Hart Lane lauk með 2-2 jafntefli þar sem Gylfi Þór Sigurðsson tryggði Spurs jafntefli. Nær öruggt má telja að Gylfi verði í byrjunarliði Spurs í Sviss í kvöld. Íslenski landsliðsmaðurinn kom Tottenham aftur til bjargar í 2-2 jafntefli á heimavelli gegn Everton í ensku úrvalsdeildinni. Gylfi hefur skorað þrjú mörk í Evrópudeildinni í vetur og aðeins Jermain Defoe hefur skorað fleiri eða fjögur. Spurs saknar Aaron Lennon og Gareth Bale sem báðir glíma við meiðsli á ökkla. Reikna má með því að Michael Dawson verði aftur í hjarta varnarinnar en William Gallas, sem oft hefur leikið betur en á yfirstandandi leiktíð, er meiddur á kálfa. Tottenham fagnar þó endurkomu Kyle Walker sem var í leikbanni í fyrri leiknum. Kyle Naughton tyllir sér væntanlega á bekkinn.Baldur Sigruðsson á St. Jacob's Park sumarið 2009.Nordicphotos/GettyÞótt flestir reikni með sigri Tottenham í kvöld verður að hafa í huga að Basel er erfitt heim að sækja á St. Jakob-Park. Því fengu liðsmenn Manchester United að kynnast á síðustu leiktíð en völlurinn var endastöð liðsins í Meistaradeild Evrópu eftir 2-1 tap í riðlakeppninni. Basel er auk þess á miklu skriði og vermir toppsæti svissnesku deildarinnar. Liðið hefur aðeins tapað einum leik í öllum keppnum frá því í nóvember og verða vel studdir í Basel í kvöld.Liðsmenn KR fagna marki Guðmundar Benediktssonar í fyrri leiknum gegn Basel í Vesturbænum.Mynd/ArnþórTottenham er í sömu sporum og KR var í sumarið 2009. Þá mættu KR-ingar liði Basel í 3. umferð forkeppni Evrópudeilarinnar. Liðin skildu jöfn á KR-vellinum 2-2 eftir að KR komst 2-0 yfir. Í síðari leiknum í Sviss hafði Basel 3-1 sigur þrátt fyrir að KR væri manni fleiri allan síðari hálfleikinn. Leikurinn hefst klukkan 19.05 og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport 4. Þá verður fylgst vel með gangi mála hér á Vísi.
Evrópudeild UEFA Tengdar fréttir Glæsimark Gylfa og skelfileg meiðsli Bale | Myndband Tímabilið gæti verið búið hjá Gareth Bale eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik Tottenham og Basel í Evrópudeild UEFA í kvöld. 4. apríl 2013 21:33 Gylfi skoraði en Bale borinn af velli Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. 4. apríl 2013 21:00 Mest lesið Æfur og krefst rannsóknar eftir „lélegan brandara“ Sport Björgvin Karl hluti af nýrri atvinnumannadeild í CrossFit Sport Karlarnir fengu pening en konurnar sjampó, sápu og handklæði Sport Tvöfalt sjokk fyrir Alfreð Handbolti Úkraínska landsliðið finnst hvergi Sport Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fótbolti Handknattleiksambandið fær langmest úr Afrekssjóði ÍSÍ en KSÍ ekki neitt Sport Mark ársins strax á fyrsta degi? Enski boltinn Ballið byrjar hjá strákunum okkar Handbolti Friðrik Ingi orðinn þjálfari Hauka Körfubolti Fleiri fréttir Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði stigum Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Carragher skammar Alexander-Arnold Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Dæmdur í tveggja leikja bann fyrir að ýta öryggisverði Áfrýjun Barcelona hafnað og tíminn að renna út „Við erum ekki að einbeita okkur að titilbaráttu“ Rooney hættur að þjálfa Guðlaug Victor Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Newcastle bætti við martröð Man. Utd Skelltu Chelsea í þriðja sigri sínum á leiktíðinni Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Rashford laus úr útlegð Yfirgnæfandi líkur á að Liverpool verði Englandsmeistari Skoraði í ensku og dreif sig síðan í Ally Pally Í stormi innan vallar en vann góðverk utan hans Sögðu frá nýjum þjálfara AC Milan áður en hinn var rekinn Sjá meira
Glæsimark Gylfa og skelfileg meiðsli Bale | Myndband Tímabilið gæti verið búið hjá Gareth Bale eftir að hann meiddist illa á ökkla í leik Tottenham og Basel í Evrópudeild UEFA í kvöld. 4. apríl 2013 21:33
Gylfi skoraði en Bale borinn af velli Gylfi Þór Sigurðsson skoraði mikilvægt mark fyrir Tottenham í kvöld. Hann tryggði þá liðinu 2-2 jafntefli gegn Basel í fyrri leik liðanna í átta liða úrslitum Evrópudeildar UEFA. 4. apríl 2013 21:00