Vænta má spennandi keppni í 50 metra skriðsundi kvenna en þar eru Ingibjörg K. Jónsdóttir og Karen Sif Vilhjálmsdóttir báðar frá SH búnar að vera hraðar á síðustu mótum.
Bryndís Bolladóttir, 14 ára stúlka frá Akureyri, gæti verið líkleg til afreka á þessu mótinu. Hún á fjórða besta skráða tímann í 50 metra skriðsundinu.

Í 50 metra flugsundi verður fróðlegt að fylgjast með Orra Frey Guðmundssyni SH sem hefur synt hratt að undanförnu. Í 200 metra flugsundi kvenna er Ólöf Edda Eðvarðsdóttir úr ÍRB ein þeirra sem er til alls líkleg.
Undanrásir fara fram fyrir hádegi en úrslit hefjast klukkan 17.30. Nánari upplýsingar um tímasetningar einstakra greina má finna hér.