Þetta sagði Bjarni Ben í viðtalinu 12. apríl 2013 13:10 Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að tilkynna það hvort að hann ætli að hætta sem formaður flokksins í dag eða um helgina. Í þættinum forystusætinu á RÚV í gærkvöldi sagði hann að hann væri að íhuga stöðu sína alvarlega. Viðtalið við Bjarna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Hefur þú á einhverjum tímapunkti núna síðustu vikur, þegar fylgið hefur verið að minnka, hefur þú íhugað að segja af þér sem formaður Sjálfstæðisflokksins? „Í lok febrúar héldum við landsfund og ég bauð mig fram, og fékk góða kosningu sem formaður. Sú kosning snérist um að leiða flokkinn inn í kosningar ekki satt? Í Sjálfstæðisflokknum er það þannig að menn sækja umboð sitt til landsfundar og á milli funda getur ýmislegt gerst. Það hefur ekki hvarflað að mér að stíga til hliðar þrátt fyrir að það hafi blásið á móti. En ég verð að viðurkenna það núna, svona nálægt kosningunum og í ljósi þeirrar umræðu sem er að grafa um sig í þjóðfélaginu að hluti vandans sé með einhverjum hætti tengdur formanninum hver sem skýringin á því kann að vera, að þá get ég ekki leyft mér annað en að velta því fyrir mér, ég verð að gera það."Það birtist könnun í Viðskiptablaðinu í morgun (í gærmorgun) þar sem kom fram að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef að varaformaðurinn, Hanna Birna, væri formaður. Hvernig tekur þú þessari könnun? „Í fyrsta lagi kemur það mér í mjög opna skjöldu að menn séu að gera kannanir eins og þessa, sem að augljóslega er beint gegn mér - þannig kemur það mér fyrir sjónir að minnsta kosti. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skiptið sem að sömu aðilar eru að efna til könnunar af þessum toga á viðkvæmum tímapunkti, það hefur áður verið gert í aðdraganda landsfundar. En gott og vel, þessi könnun kemur fram. Ég held að það væri næstum því ómannlegt að taka það ekki til sín sem að þar segir; að það gæti gert flokknum gagn að stíga til hliðar."Hverjir standa á bak við þessari könnun, veistu það? „Viðskiptablaðið hefur efnt til svona sambærilegra kannana margoft áður og birt kannanir."Er þetta stuðningsfólk Hönnu Birnu? „Já, það liggur fyrir að útgefandi blaðsins er fyrrverandi kosningastjóri hennar og þar eru líka starfsmenn sem hafa starfað fyrir hana. Ég ætla henni hinsvegar ekki að vera að stýra neinu af þessum toga, alls ekki - ég vil taka það skýrt fram. En það er alveg greinilegt að það eru öfl innan Sjálfstæðisflokksins sem að eru þarna á ferðinni. Ég held að ég sé bara að segja eitthvað sem allir sjá."Heldur þú að þessir sömu aðilar hafi staðið fyrir árásum á þig allan þennan tíma? „Ég gef kost á mér á mjög miklum óróatímum bæði í þjóðlífinu almennt, stjórnmálunum og fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sá sem tekur það hlutverk að sér hefur ekki leyfi til að barma sjálfum sér sérstaklega þegar gefur á bátinn. Ég geri mér grein fyrir því að það myndi þurfa að eiga sér stað uppgjör við hið liðna, á milli manna og leiðir út úr vandanum. Og þetta gætu orðið of miklir óróatímar, sagan geymir einfaldlega svo mörg dæmi um það, að á svona óróatímum geta menn gert ráð fyrir hverju sem er. Þú spyrð hvort að það séu alltaf sömu öflin sem eru að elta mig. Ég ætla ekki að stilla þessu þannig upp að menn leggi fæði á mig sem formann flokksins, innan flokksins. Ég hef notið stuðnings og góðs trauts sjálfstæðismanna um allt land. Flokkurinn hefur verið að styrkja sig á þessu kjörtímabili - þar til á síðustu vikum. Ég myndi líka vilja segja að það hefur aldrei vafist fyrir mér að svara árásum sem beinast gegn mér sérstaklega."Getur ekki verið að landsfundur gangi ekki í takt við aðra kjósendur? „Nei, það myndi ég nú alls ekki vilja segja. Það eru um 1700 fulltrúar sem koma á landsfundinn, þeir kjósa forystu og slípa stefnuna."En fylgið hefur minnkað jafnt og þétt frá landsfundi? „Ég held, í fullri hreinskilni, að þegar grannt er skoðað þá hafi verið unnið frábært verk á þessum landsfundi. Hinsvegar hefur það sem smitast út frá fundinum, hvernig hann spyrst út sem skiptir náttúrulega mjög miklu máli fyrir stjórnmálaflokk í aðdraganda kosninga, það var okkur mjög mótrægt - það verður bara að segjast eins og er. Það fór í umræðuna þættir af fundinum sem hafa ekki fallið í kramið hjá hinum almenna kjósanda, það verður bara að segjast alveg eins og er."En það voru samt allt staðreyndir af fundinum, ekki neinar sögur af honum? „Það koma þarna upp mál eins og til dæmis um hin kristnu gildi sem síðan var fellt út en lifir enn í umræðunni. En stóru atriðin, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn vill takast á þann vanda sem blasir við íslensku þjóðinni á grundvelli þeirra gilda sem hann hefur alltaf staðið fyrir, það tókst vel. Og á grundvelli þeirra samþykktar sem ákveðnar voru á landsfundinum, erum við búin að stilla saman kosningastefnu sem ég tel vera langöflugust og mest sannfærandi fyrir þessar kosningar."En getur verið að skýringin á fylgi flokksins, að hennar sé að leita hugsanlega í því að uppgjör hefur ekki farið fram við hrunið, eða að þú þurfir jafnvel að búa við aftursætisbílstjóra? „Þú nefnir hérna við tvo hluti, og ef ég mætti bæta við þriðja hlutnum. Ég held að það hafi ekki komið flokknum vel að ég hafi verið jafnmikið og raun ber vitni undir árásum fyrir þátttöku í viðskiptalífinu. Mér finnst það hafa verið gríðarlega ómaklegt. Ég hef svarað fyrir það. Ég hef komið hingað (myndver RÚV) og svarað fyrir það, farið í öll viðtöl og svarað fyrir það og mér hefur fundist það gríðarlega ómaklegar árásir. Ég hef aldrei kveinkað mér undan því að mæta og svara fyrir það. Og ég kveinka mér heldur aldrei undan árásum frá andstæðingum flokksins. Það er hinsvegar mun erfiðara að takast á við óánægjuraddir innan flokksins og tala nú ekki um þegar það er undirróður. Ég held að það sé einn þátturinn. Þú nefnir uppgjör við hrunið. Ég held að okkur Íslendingum hafi ekki tekist nægilega vel að gera upp við hrunið. Og ég skal alveg segja það fullum fetum að Sjálfstæðisflokknum hefur ekki heldur tekist nægilega vel að gera upp við hrunið og á endanum er nefnilega bara einn mælikvarði um þetta: Hann er ekki sá hvort að mér finnist það hafa tekist nægilega vel, hann er miklu frekar sá að það sé almenn tilfinning fólks að það hafi tekist nægilega vel - það er hinn endanlegi mælikvarði. Það er enn um of í umræðunni að uppgjörið við hrunið hafi ekki farið nægilega vel fram. Ég held að það séu margir þættir þar. Ég hef verið mjög áfram um það að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að láta þau uppgjör eiga sér stað innan flokksins. Við höfum gert mjög miklar breytingar á skipulagi flokksins, til dæmis að skrifa skipulagsreglurnar upp á nýtt. Það hjálpaði ekki við uppgjörið á hruninu að menn væru settir á sakamannabekk og það væri farið í þetta ótrúlega vanhugsaða landsdómsmál. Þeir sem voru beðnir um að veita upplýsingar gætu átt von á því að verða saksóttir í kjölfarið. En ég hef aldrei fundið fyrir því að vera með aftursætisbílstjóra, ég heyri mikið af þeirri umræðu en ég finn aldrei fyrir neinum þrýstingi frá neinum aftursætisbílstjórum. Ég hef reynt að stýra Sjálfstæðisflokknum þannig að við náum að leiða hann sem eina heild. Og ég er stoltur af því að þetta er eini þingflokkurinn á þessu kjörtímabili sem ekki klofnaði á Alþingi. Það hefur ekkert alltaf verið auðvelt og það hefur þurft að taka tillit til margra ólíkra sjónarmiða en við erum búin að opna flokkinn og gera hann lýðræðislegri."Ertu á þeim stað, það er eins og þú sért í ákveðnum uppgjöri, það er ólga í flokknum út af þinni stöðu, það er rétt rúmar tvær vikur til kosninga. Ertu farinn að íhuga það að hætta sem formaður? „Veistu ég útiloka ekkert í þeim efnum. En ávallt þegar að mér er sótt, eða að flokkurinn hefur verið í einhverri svona þröngri stöðu. Þá hefur verið auðvelt fyrir mig að sækja sannfæringu í spurninguna: Til hvers er maður að þessu? Ég hef gert það, og ég gerði það áður en ég gaf fyrst kost á mér. Hvers vegna er maður að gefa sig að þessu starfi? Það er auðvitað vegna þess að maður vill vinna landinu sínu, þjóðinni sinni, gagn. Það er fyrst og fremst það að byggja að þeim Íslendingum sem í dag búa á Íslandi betra líf og framtíðarkynslóðum. Og ég trúi því að það verði best gert á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar. Sjálfstæðisflokkurinn er oft skoðaður sem einhverskonar valdaflokkur fyrst og fremst, en þegar grannt er skoðað og í mínum huga er hann farvegur fyrir ólík sjónarmið og ákveðin grunngildi og síðan takast menn á og koma í framkvæmd. Þegar maður fer yfir það þannig er voðalega auðvelt að komast yfir minniháttar hindranir. En í dag, ég verð bara að játa það alveg eins og er, með flokkinnn í þessari krísu sem hann er í með svona litlu fylgi, og í ljósi þess hvernig mér hefur verið stillt upp á undanförnum vikum og síðast í dag (í gær), þá verð ég bara að segja alveg eins og er, ég get bara ekki útilokað neitt í þessari stöðu. Það sem ég set alltaf fremst, og fyrir framan sjálfan mig, er að flokknum og landinu gangi vel. Það er það sem hefur alltaf skipt mig mestu máli."Ef við gefum okkur að flokkurinn fái það fylgi sem hann mælist nú með í könnunum, munt þú þá sitja áfram sem formaður og mun Sjálfstæðisflokkurinn taka þátt í ríkisstjórn? „Auðvitað á maður að reyna að forðast það að svara svona „hypokrítískum" spurningum. Ég mun alls ekki svara því hvað ég mun gera eftir kosningar, það er bara einfaldlega ekki tímabært að ræða það. Getur Sjálfstæðisflokkurinn tekið þátt í ríkisstjórn fái hann 20% fylgi? Að sjálfsögðu getur hann gert það."Hvað er skynsamlegt að þínu mati? „Hérna geta stangast á ólík sjónarmið. Annars vegar sjónarmið um það hvað getur gagnast Sjálfstæðisflokknum sem einhverju afli til lengri tíma og byggja sig upp og verða aftur hið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Og svo hinsvegar þetta: Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn leggja til málanna á hverjum tíma til að verða að gangi við uppbyggingu landsins? Ég hallast að því að nálgast þetta frá hinu síðaranefnda. Mér finnst það mjög mikill ábyrgðarhluti að segja: Nei þetta er ekki nógu gott fyrir okkur. Við höfum einungis fengið 23 til 24 prósent. Þetta er ekki nógu gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hann er alltof stór til þess að taka við einungis einum fjórða fylgisins og getur ekki tekið að sér að fara í ríkisstjórn. Mér finnst það ekki góð nálgun, ég vil alltaf reyna að mynda ríkisstjórn og verða að gagni. Það hlýtur að vera það sem menn eru á endanum að reyna að gera í þessu starfi."En 20 prósenta fylgi, eru það ekki skilaboð um að senda Sjálfstæðisflokkinn í sturtu? „Það eru skilaboð að hann hafi ekki endurheimt það traust sem hann ætlaði sér á þessu kjörtímabili. Það hafi mistekist það ætlunarverk mitt og það eru gríðarlega mikil vonbrigði. Ég hinsvegar trúi því að Sjálfstæðisflokkurinn eigi inni fylgi og geti bætt stöðu sína frá því sem nú er. Og eins og ég hef bent á hér, það er mikill munur á könnunum."Þú segir núna, þegar það eru rétt rúmar tvær vikur til kosninga, að þú sért að íhuga stöðu þína. Fylgið er að mælast sitthvoru megin við 20%, samkvæmt sumum kosningum eru þið að tapa þingmönnum. Hvað ætlar þú að gera á morgun (í dag)? Af því að við getum varla farið að spyrja þig út í það hvað þú ætlar að gera eftir kosningar ef þú segir af þér sem formaður flokksins. „Ég er bara mjög einlægur með það að nú er ég mjög alvarlega að fara yfir stöðuna fyrir flokkinn minn, sjálfan mig, ég hlera mína samherja og hef fyrir löngu síðan gert það upp við mig að þegar að því kemur, að ég hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins, þá ætla ég um leið að efna það loforð sem ég gaf fjölskyldunni að stíga út af vettvangi stjórnmálanna. Menn verða aðeins að gæta sín, þegar þeir eru að taka stórar ákvarðanir fyrir flokkinn sinn sem geta haft áhrif á það hvernig hlutirnir þróast á vettvangi stjórnmálanna í framhaldinu, að hugsa það vandlega. Ég segi það alveg eins og er, það hefur aldrei nokkru sinni hvarflað að mér að gefa undan eða stíga til hliðar þegar verið er að ráðast að mér persónulega með einhverjum rakalausum aðdróttunum. Það hefur aldrei hvarflað að mér. Ég hef líka sótt styrk í það að flokkurinn hefur verið í góðri stöðu. En eins og allir hljóta að sjá núna að þetta er allt saman orðið miklu þyngra og erfiðara þegar flokkurinn er í þessari miklu varnarstöðu sem hann er í í dag. Það eru viðkvæmir tímar og ég hef miklar áhyggjur af því hvernig hlutirnir þróast á næsta kjörtímabili. Ég hef mjög miklar áhyggjur af því hvernig ríkisfjármálin munu þróast, hvernig okkur mun ganga við afnám haftanna, hvernig við getum bætt hag fjölskyldnanna í landinu, öryrkjar, eldri borgarar, heilbrigðiskerfið er undir. Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Til þess að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins, rétta hlut eldri borgara að nýju, sækja fram á öllum sviðum atvinnulífsins til að leggja grundvöll undir þetta allt - til þess er ég í stjórnmálum. Ég er ennþá með sömu sannfæringuna og er sami maður og ég var kosinn í upphafi. Það hefur ekkert breyst. Ég er ekki undanskilinn þegar menn verða að horfa í kringum sig og sjá hvað er að gerast í umhverfinu."Þú hlýtur að skilja okkar stöðu Bjarni. Við ætluðum að nota þetta viðtal til að spyrja þig út í stefnu Sjálfstæðisflokksins. En það er kannski svolítið erfitt að spyrja þig þegar þú ert að íhuga það að stíga til hliðar, og hætta í pólitík fyrir kosningar. „Ég veit alveg hvað þú ert að segja varðandi þetta. Ég kem hingað í þennan þátt til að tala um hlutina eins og þeir eru. Ég er ekki að fela neitt. Ég segi það alveg eins og er - það hefur ekki hvarflað að mér að stíga til hliðar fyrr en í dag (í gær) í raun og veru, að ég velti því fyrir mér hvort að það gæti orðið til gagns fyrir flokkinn minn. Ég er ekki viss um það að það verði til gagns fyrir flokkinn minn - og fyrir þjóðmálin almennt - ég er ekki sannfærður. "Ef þú segist vera að íhuga að segja af þér formennsku, ertu þá ekki í rauninni búinn að vera? „Ég held ekki. Ég held að við séum á þannig tímum núna, að menn verði einfaldlega að vera tilbúnir að tala um hlutina hreint út. Og það skiptir máli fyrir mitt fólk í mínum flokki að vita nákvæmlega hvar ég stend á þessum tímapunkti. Ég held að það hljóti allir að sjá, eins og ég nefndi hérna áðan, það væri næstum því ómannlegt að horfast í augu við þá stöðu sem er uppi núna og taka sér ekki að minnsta kosti tvo til þrjá daga í að velta því fyrir sér hvernig maður spilar best úr henni þannig að þau markmið sem maður er að vinna að nái fram. Ég er í þessu fyrir land og þjóð, á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar, og ef það kemur í ljós að ég sannfærist um það að ég sé einhverskonar þröskuldur í vegi þess að sú stefna nái fram að ganga til heilla fyrir þjóðina, nú þá verður þessu auðsvarað."Það er svona tilfinningin að þú sért búin að taka ákvörðun í hjarta þínu, er það ekki rétt? „Nei það er ekki rétt hjá þér. Ég kom fyrst og fremst hingað til að ræða um stöðuna bara nákvæmlega eins og hún er. Þessi könnun sem þið viljið bera undir mig hérna, hún kom út í morgun og áður en ég sá þessa könnun var ég ekkert að velta þessum hlutum fyrir mér. En á endanum er ég bara mannlegur og þá hlýtur maður að velta því fyrir sér hver staðan er og ég hef áhyggjur af fylgi flokksins. Ég vil allt gera til að auka það, ég hef svo mikinn áhuga og brennandi ástríðu fyrir því að við komum okkur aftur af stað sem þjóð."Og liggur þá ákvörðun fyrir á morgun (í dag)? „Mjög fljótlega, við skulum bara orða það þannig."Horfa má á viðtalið hér. Kosningar 2013 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, ætlar að tilkynna það hvort að hann ætli að hætta sem formaður flokksins í dag eða um helgina. Í þættinum forystusætinu á RÚV í gærkvöldi sagði hann að hann væri að íhuga stöðu sína alvarlega. Viðtalið við Bjarna má lesa í heild sinni hér fyrir neðan:Hefur þú á einhverjum tímapunkti núna síðustu vikur, þegar fylgið hefur verið að minnka, hefur þú íhugað að segja af þér sem formaður Sjálfstæðisflokksins? „Í lok febrúar héldum við landsfund og ég bauð mig fram, og fékk góða kosningu sem formaður. Sú kosning snérist um að leiða flokkinn inn í kosningar ekki satt? Í Sjálfstæðisflokknum er það þannig að menn sækja umboð sitt til landsfundar og á milli funda getur ýmislegt gerst. Það hefur ekki hvarflað að mér að stíga til hliðar þrátt fyrir að það hafi blásið á móti. En ég verð að viðurkenna það núna, svona nálægt kosningunum og í ljósi þeirrar umræðu sem er að grafa um sig í þjóðfélaginu að hluti vandans sé með einhverjum hætti tengdur formanninum hver sem skýringin á því kann að vera, að þá get ég ekki leyft mér annað en að velta því fyrir mér, ég verð að gera það."Það birtist könnun í Viðskiptablaðinu í morgun (í gærmorgun) þar sem kom fram að mun fleiri myndu styðja flokkinn ef að varaformaðurinn, Hanna Birna, væri formaður. Hvernig tekur þú þessari könnun? „Í fyrsta lagi kemur það mér í mjög opna skjöldu að menn séu að gera kannanir eins og þessa, sem að augljóslega er beint gegn mér - þannig kemur það mér fyrir sjónir að minnsta kosti. Þetta er reyndar ekki í fyrsta skiptið sem að sömu aðilar eru að efna til könnunar af þessum toga á viðkvæmum tímapunkti, það hefur áður verið gert í aðdraganda landsfundar. En gott og vel, þessi könnun kemur fram. Ég held að það væri næstum því ómannlegt að taka það ekki til sín sem að þar segir; að það gæti gert flokknum gagn að stíga til hliðar."Hverjir standa á bak við þessari könnun, veistu það? „Viðskiptablaðið hefur efnt til svona sambærilegra kannana margoft áður og birt kannanir."Er þetta stuðningsfólk Hönnu Birnu? „Já, það liggur fyrir að útgefandi blaðsins er fyrrverandi kosningastjóri hennar og þar eru líka starfsmenn sem hafa starfað fyrir hana. Ég ætla henni hinsvegar ekki að vera að stýra neinu af þessum toga, alls ekki - ég vil taka það skýrt fram. En það er alveg greinilegt að það eru öfl innan Sjálfstæðisflokksins sem að eru þarna á ferðinni. Ég held að ég sé bara að segja eitthvað sem allir sjá."Heldur þú að þessir sömu aðilar hafi staðið fyrir árásum á þig allan þennan tíma? „Ég gef kost á mér á mjög miklum óróatímum bæði í þjóðlífinu almennt, stjórnmálunum og fyrir Sjálfstæðisflokkinn. Sá sem tekur það hlutverk að sér hefur ekki leyfi til að barma sjálfum sér sérstaklega þegar gefur á bátinn. Ég geri mér grein fyrir því að það myndi þurfa að eiga sér stað uppgjör við hið liðna, á milli manna og leiðir út úr vandanum. Og þetta gætu orðið of miklir óróatímar, sagan geymir einfaldlega svo mörg dæmi um það, að á svona óróatímum geta menn gert ráð fyrir hverju sem er. Þú spyrð hvort að það séu alltaf sömu öflin sem eru að elta mig. Ég ætla ekki að stilla þessu þannig upp að menn leggi fæði á mig sem formann flokksins, innan flokksins. Ég hef notið stuðnings og góðs trauts sjálfstæðismanna um allt land. Flokkurinn hefur verið að styrkja sig á þessu kjörtímabili - þar til á síðustu vikum. Ég myndi líka vilja segja að það hefur aldrei vafist fyrir mér að svara árásum sem beinast gegn mér sérstaklega."Getur ekki verið að landsfundur gangi ekki í takt við aðra kjósendur? „Nei, það myndi ég nú alls ekki vilja segja. Það eru um 1700 fulltrúar sem koma á landsfundinn, þeir kjósa forystu og slípa stefnuna."En fylgið hefur minnkað jafnt og þétt frá landsfundi? „Ég held, í fullri hreinskilni, að þegar grannt er skoðað þá hafi verið unnið frábært verk á þessum landsfundi. Hinsvegar hefur það sem smitast út frá fundinum, hvernig hann spyrst út sem skiptir náttúrulega mjög miklu máli fyrir stjórnmálaflokk í aðdraganda kosninga, það var okkur mjög mótrægt - það verður bara að segjast eins og er. Það fór í umræðuna þættir af fundinum sem hafa ekki fallið í kramið hjá hinum almenna kjósanda, það verður bara að segjast alveg eins og er."En það voru samt allt staðreyndir af fundinum, ekki neinar sögur af honum? „Það koma þarna upp mál eins og til dæmis um hin kristnu gildi sem síðan var fellt út en lifir enn í umræðunni. En stóru atriðin, hvernig Sjálfstæðisflokkurinn vill takast á þann vanda sem blasir við íslensku þjóðinni á grundvelli þeirra gilda sem hann hefur alltaf staðið fyrir, það tókst vel. Og á grundvelli þeirra samþykktar sem ákveðnar voru á landsfundinum, erum við búin að stilla saman kosningastefnu sem ég tel vera langöflugust og mest sannfærandi fyrir þessar kosningar."En getur verið að skýringin á fylgi flokksins, að hennar sé að leita hugsanlega í því að uppgjör hefur ekki farið fram við hrunið, eða að þú þurfir jafnvel að búa við aftursætisbílstjóra? „Þú nefnir hérna við tvo hluti, og ef ég mætti bæta við þriðja hlutnum. Ég held að það hafi ekki komið flokknum vel að ég hafi verið jafnmikið og raun ber vitni undir árásum fyrir þátttöku í viðskiptalífinu. Mér finnst það hafa verið gríðarlega ómaklegt. Ég hef svarað fyrir það. Ég hef komið hingað (myndver RÚV) og svarað fyrir það, farið í öll viðtöl og svarað fyrir það og mér hefur fundist það gríðarlega ómaklegar árásir. Ég hef aldrei kveinkað mér undan því að mæta og svara fyrir það. Og ég kveinka mér heldur aldrei undan árásum frá andstæðingum flokksins. Það er hinsvegar mun erfiðara að takast á við óánægjuraddir innan flokksins og tala nú ekki um þegar það er undirróður. Ég held að það sé einn þátturinn. Þú nefnir uppgjör við hrunið. Ég held að okkur Íslendingum hafi ekki tekist nægilega vel að gera upp við hrunið. Og ég skal alveg segja það fullum fetum að Sjálfstæðisflokknum hefur ekki heldur tekist nægilega vel að gera upp við hrunið og á endanum er nefnilega bara einn mælikvarði um þetta: Hann er ekki sá hvort að mér finnist það hafa tekist nægilega vel, hann er miklu frekar sá að það sé almenn tilfinning fólks að það hafi tekist nægilega vel - það er hinn endanlegi mælikvarði. Það er enn um of í umræðunni að uppgjörið við hrunið hafi ekki farið nægilega vel fram. Ég held að það séu margir þættir þar. Ég hef verið mjög áfram um það að gera allt sem í mínu valdi stendur til þess að láta þau uppgjör eiga sér stað innan flokksins. Við höfum gert mjög miklar breytingar á skipulagi flokksins, til dæmis að skrifa skipulagsreglurnar upp á nýtt. Það hjálpaði ekki við uppgjörið á hruninu að menn væru settir á sakamannabekk og það væri farið í þetta ótrúlega vanhugsaða landsdómsmál. Þeir sem voru beðnir um að veita upplýsingar gætu átt von á því að verða saksóttir í kjölfarið. En ég hef aldrei fundið fyrir því að vera með aftursætisbílstjóra, ég heyri mikið af þeirri umræðu en ég finn aldrei fyrir neinum þrýstingi frá neinum aftursætisbílstjórum. Ég hef reynt að stýra Sjálfstæðisflokknum þannig að við náum að leiða hann sem eina heild. Og ég er stoltur af því að þetta er eini þingflokkurinn á þessu kjörtímabili sem ekki klofnaði á Alþingi. Það hefur ekkert alltaf verið auðvelt og það hefur þurft að taka tillit til margra ólíkra sjónarmiða en við erum búin að opna flokkinn og gera hann lýðræðislegri."Ertu á þeim stað, það er eins og þú sért í ákveðnum uppgjöri, það er ólga í flokknum út af þinni stöðu, það er rétt rúmar tvær vikur til kosninga. Ertu farinn að íhuga það að hætta sem formaður? „Veistu ég útiloka ekkert í þeim efnum. En ávallt þegar að mér er sótt, eða að flokkurinn hefur verið í einhverri svona þröngri stöðu. Þá hefur verið auðvelt fyrir mig að sækja sannfæringu í spurninguna: Til hvers er maður að þessu? Ég hef gert það, og ég gerði það áður en ég gaf fyrst kost á mér. Hvers vegna er maður að gefa sig að þessu starfi? Það er auðvitað vegna þess að maður vill vinna landinu sínu, þjóðinni sinni, gagn. Það er fyrst og fremst það að byggja að þeim Íslendingum sem í dag búa á Íslandi betra líf og framtíðarkynslóðum. Og ég trúi því að það verði best gert á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar. Sjálfstæðisflokkurinn er oft skoðaður sem einhverskonar valdaflokkur fyrst og fremst, en þegar grannt er skoðað og í mínum huga er hann farvegur fyrir ólík sjónarmið og ákveðin grunngildi og síðan takast menn á og koma í framkvæmd. Þegar maður fer yfir það þannig er voðalega auðvelt að komast yfir minniháttar hindranir. En í dag, ég verð bara að játa það alveg eins og er, með flokkinnn í þessari krísu sem hann er í með svona litlu fylgi, og í ljósi þess hvernig mér hefur verið stillt upp á undanförnum vikum og síðast í dag (í gær), þá verð ég bara að segja alveg eins og er, ég get bara ekki útilokað neitt í þessari stöðu. Það sem ég set alltaf fremst, og fyrir framan sjálfan mig, er að flokknum og landinu gangi vel. Það er það sem hefur alltaf skipt mig mestu máli."Ef við gefum okkur að flokkurinn fái það fylgi sem hann mælist nú með í könnunum, munt þú þá sitja áfram sem formaður og mun Sjálfstæðisflokkurinn taka þátt í ríkisstjórn? „Auðvitað á maður að reyna að forðast það að svara svona „hypokrítískum" spurningum. Ég mun alls ekki svara því hvað ég mun gera eftir kosningar, það er bara einfaldlega ekki tímabært að ræða það. Getur Sjálfstæðisflokkurinn tekið þátt í ríkisstjórn fái hann 20% fylgi? Að sjálfsögðu getur hann gert það."Hvað er skynsamlegt að þínu mati? „Hérna geta stangast á ólík sjónarmið. Annars vegar sjónarmið um það hvað getur gagnast Sjálfstæðisflokknum sem einhverju afli til lengri tíma og byggja sig upp og verða aftur hið leiðandi afl í íslenskum stjórnmálum. Og svo hinsvegar þetta: Hvað vill Sjálfstæðisflokkurinn leggja til málanna á hverjum tíma til að verða að gangi við uppbyggingu landsins? Ég hallast að því að nálgast þetta frá hinu síðaranefnda. Mér finnst það mjög mikill ábyrgðarhluti að segja: Nei þetta er ekki nógu gott fyrir okkur. Við höfum einungis fengið 23 til 24 prósent. Þetta er ekki nógu gott fyrir Sjálfstæðisflokkinn, hann er alltof stór til þess að taka við einungis einum fjórða fylgisins og getur ekki tekið að sér að fara í ríkisstjórn. Mér finnst það ekki góð nálgun, ég vil alltaf reyna að mynda ríkisstjórn og verða að gagni. Það hlýtur að vera það sem menn eru á endanum að reyna að gera í þessu starfi."En 20 prósenta fylgi, eru það ekki skilaboð um að senda Sjálfstæðisflokkinn í sturtu? „Það eru skilaboð að hann hafi ekki endurheimt það traust sem hann ætlaði sér á þessu kjörtímabili. Það hafi mistekist það ætlunarverk mitt og það eru gríðarlega mikil vonbrigði. Ég hinsvegar trúi því að Sjálfstæðisflokkurinn eigi inni fylgi og geti bætt stöðu sína frá því sem nú er. Og eins og ég hef bent á hér, það er mikill munur á könnunum."Þú segir núna, þegar það eru rétt rúmar tvær vikur til kosninga, að þú sért að íhuga stöðu þína. Fylgið er að mælast sitthvoru megin við 20%, samkvæmt sumum kosningum eru þið að tapa þingmönnum. Hvað ætlar þú að gera á morgun (í dag)? Af því að við getum varla farið að spyrja þig út í það hvað þú ætlar að gera eftir kosningar ef þú segir af þér sem formaður flokksins. „Ég er bara mjög einlægur með það að nú er ég mjög alvarlega að fara yfir stöðuna fyrir flokkinn minn, sjálfan mig, ég hlera mína samherja og hef fyrir löngu síðan gert það upp við mig að þegar að því kemur, að ég hætti sem formaður Sjálfstæðisflokksins, þá ætla ég um leið að efna það loforð sem ég gaf fjölskyldunni að stíga út af vettvangi stjórnmálanna. Menn verða aðeins að gæta sín, þegar þeir eru að taka stórar ákvarðanir fyrir flokkinn sinn sem geta haft áhrif á það hvernig hlutirnir þróast á vettvangi stjórnmálanna í framhaldinu, að hugsa það vandlega. Ég segi það alveg eins og er, það hefur aldrei nokkru sinni hvarflað að mér að gefa undan eða stíga til hliðar þegar verið er að ráðast að mér persónulega með einhverjum rakalausum aðdróttunum. Það hefur aldrei hvarflað að mér. Ég hef líka sótt styrk í það að flokkurinn hefur verið í góðri stöðu. En eins og allir hljóta að sjá núna að þetta er allt saman orðið miklu þyngra og erfiðara þegar flokkurinn er í þessari miklu varnarstöðu sem hann er í í dag. Það eru viðkvæmir tímar og ég hef miklar áhyggjur af því hvernig hlutirnir þróast á næsta kjörtímabili. Ég hef mjög miklar áhyggjur af því hvernig ríkisfjármálin munu þróast, hvernig okkur mun ganga við afnám haftanna, hvernig við getum bætt hag fjölskyldnanna í landinu, öryrkjar, eldri borgarar, heilbrigðiskerfið er undir. Ég hef miklar áhyggjur af þessu. Til þess að bæta stöðu heilbrigðiskerfisins, rétta hlut eldri borgara að nýju, sækja fram á öllum sviðum atvinnulífsins til að leggja grundvöll undir þetta allt - til þess er ég í stjórnmálum. Ég er ennþá með sömu sannfæringuna og er sami maður og ég var kosinn í upphafi. Það hefur ekkert breyst. Ég er ekki undanskilinn þegar menn verða að horfa í kringum sig og sjá hvað er að gerast í umhverfinu."Þú hlýtur að skilja okkar stöðu Bjarni. Við ætluðum að nota þetta viðtal til að spyrja þig út í stefnu Sjálfstæðisflokksins. En það er kannski svolítið erfitt að spyrja þig þegar þú ert að íhuga það að stíga til hliðar, og hætta í pólitík fyrir kosningar. „Ég veit alveg hvað þú ert að segja varðandi þetta. Ég kem hingað í þennan þátt til að tala um hlutina eins og þeir eru. Ég er ekki að fela neitt. Ég segi það alveg eins og er - það hefur ekki hvarflað að mér að stíga til hliðar fyrr en í dag (í gær) í raun og veru, að ég velti því fyrir mér hvort að það gæti orðið til gagns fyrir flokkinn minn. Ég er ekki viss um það að það verði til gagns fyrir flokkinn minn - og fyrir þjóðmálin almennt - ég er ekki sannfærður. "Ef þú segist vera að íhuga að segja af þér formennsku, ertu þá ekki í rauninni búinn að vera? „Ég held ekki. Ég held að við séum á þannig tímum núna, að menn verði einfaldlega að vera tilbúnir að tala um hlutina hreint út. Og það skiptir máli fyrir mitt fólk í mínum flokki að vita nákvæmlega hvar ég stend á þessum tímapunkti. Ég held að það hljóti allir að sjá, eins og ég nefndi hérna áðan, það væri næstum því ómannlegt að horfast í augu við þá stöðu sem er uppi núna og taka sér ekki að minnsta kosti tvo til þrjá daga í að velta því fyrir sér hvernig maður spilar best úr henni þannig að þau markmið sem maður er að vinna að nái fram. Ég er í þessu fyrir land og þjóð, á grundvelli sjálfstæðisstefnunnar, og ef það kemur í ljós að ég sannfærist um það að ég sé einhverskonar þröskuldur í vegi þess að sú stefna nái fram að ganga til heilla fyrir þjóðina, nú þá verður þessu auðsvarað."Það er svona tilfinningin að þú sért búin að taka ákvörðun í hjarta þínu, er það ekki rétt? „Nei það er ekki rétt hjá þér. Ég kom fyrst og fremst hingað til að ræða um stöðuna bara nákvæmlega eins og hún er. Þessi könnun sem þið viljið bera undir mig hérna, hún kom út í morgun og áður en ég sá þessa könnun var ég ekkert að velta þessum hlutum fyrir mér. En á endanum er ég bara mannlegur og þá hlýtur maður að velta því fyrir sér hver staðan er og ég hef áhyggjur af fylgi flokksins. Ég vil allt gera til að auka það, ég hef svo mikinn áhuga og brennandi ástríðu fyrir því að við komum okkur aftur af stað sem þjóð."Og liggur þá ákvörðun fyrir á morgun (í dag)? „Mjög fljótlega, við skulum bara orða það þannig."Horfa má á viðtalið hér.
Kosningar 2013 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Innlent Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Erlent Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ Innlent Fleiri fréttir Hróshringur formanna: „Það liggur fyrir mér að verða markþjálfi“ „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Kannast ekkert við ólgu innan flokksins vegna landsfundar Yazan Tamimi er maður ársins Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Fyrsti símafundurinn við utanríkisráðherra Úkraínu Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Hér eru brennurnar á höfuðborgarsvæðinu Flokkur fólksins dalar eftir kosningar Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Varnargarðsmenn maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Breytingar á fylgi stjórnarflokka, norðurljósadýrð og undirbúningur Kryddsíldar Vara við svikapósti í nafni Skattsins Hvar er opið um áramótin? Köstuðu flugeldum upp á svalir fólks Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Nokkura bíla árekstur á Vatnaleið Flestir ánægðir með Kristrúnu en mest óánægja með Bjarna Táningspiltur mögulega með reykeitrun eftir flugeldafikt Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Samfélag í sárum, ný könnun og kíkt á bak við tjöldin Vilja ekki fresta fundi í ljósi nýs raunveruleika í pólitík 3,7 milljónir fiska drápust eða var fargað Gæsluvarðhald í stóru fíkniefnamáli framlengt Laun hjúkrunarfræðinga nú sambærileg við BHM Öflugasta eftirlit í áratugi veltur á fjármögnun stjórnvalda Jón Steindór aðstoðar Daða Má Ríkisráð fundar ekki á morgun eins og hefð er fyrir Sjá meira