Sport

Engin Íslandsmet féllu í sundinu í dag

Anton Sveinn á ferðinni í gær.
Anton Sveinn á ferðinni í gær.
Íslandsmeistaramótið í sundi í 50 metra laug stendur nú yfir og lýkur mótinu á morgun. Engin Íslandsmet féllu í dag.

Anton Sveinn McKee, Ægi sigraði örugglega í "Aukagrein" sinni 50m. bringusundi karla á 29,17 sek. Hrafnhildur Lúthersdóttir, SH sigraði í 50m. bringusundi kvenna á 32,50s ek. tæpum 2 sekúndum á undan næsta keppanda.

Hér að neðan má svo sjá öll úrslit í dag.

Daniel Hannes Pálsson, Fjölni, varð Íslandsmeistari í 100 m flugsundi karla á 57,29 sek. eftir harða keppni við Orra Frey Guðmundsson SH sem synti á 57,32 sek. Aðeins 3/100 úr sekúndu sem skildu þá að. Daníel Hannes vann upp gott forskot Orra með öflugu sundi seinni 50metrana.

Snjólaug Tinna Hansdóttir, SH. vann öruggan sigur í 100m. flugsundi kvenna á 1:05,22mín.  Karen Sif Vilhjálmsdóttir, SH sigraði með yfirburðum í 200m. skriðsundi kvenna á 2:09,05mín.

Í 50m. skriðsundi karla varð fyrstur Alex Jóhannesson, KR á 23,84sek eftir harða baráttu við Orra Frey Guðmundsson, SH sem synti á 24,40sek. Þetta mun vera fyrsti Íslandsmeistaratitill KR í karlaflokki í mörg ár.

Í 100m baksundi kvenna sigraði Eygló Ósk Gústafsdóttir örugglega á 1:01,64mín. tæpum 6/10 úr sekúndu frá Íslandsmetinu sem hún setti í á danska meistarmótinu um páskana. Þetta er næstbesti tími Eyglóar.

Í 800m.

Í skriðsundi karla sigraði Óli Mortensen frá Færeyjum á 8:30,32mín. eftir harða keppni við Daniel Hannes Pálsson, Fjölni, á 8:31,07mín. þriðji varð Arnór Stefánsson, SH á 8:32,78mín. Sannarlega spennandi keppni í þessu sundi.

Sveit SH vann öruggan sigur í 4x100m. skriðsundi kvenna á 3:56,30mín. Sveitina skipuðu þær Snjólaug Tinna Hansdóttir, Hrafnhildur Lúthersdóttir, Ingibjörg k. Jónsdóttir og Karen Sif Vilhjálmsdóttir.

Hafnfirðingar unnu einnig 4x100m fjórsund karla þegar sveit SH kom í mark á 4:02,77mín. þrem sekúndum á undan Ægissveitinni.

Sveit SH skipuðu þeir Kolbeinn Hrafnkelsson, Aron Ö. Stefánsson,Sigurður F. Ólafsson og Orri Freyr Guðmundsson




Fleiri fréttir

Sjá meira


×