Flokkarnir vilja lækka tryggingagjaldið sem hefur skilað millljörðum í kassann Lóa Pind Aldísardóttir skrifar 14. apríl 2013 18:56 Tryggingagjaldið, sem skilað hefur tugum milljarða króna í ríkissjóð - verður lækkað eftir kosningar, ef marka má loforð flokkanna. Nær öll framboð vilja lækka gjaldið. Sjálfstæðisflokkur og Hægri grænir eru meðal fárra sem vilja lækka bensínskatta og afnema þrepaskiptan tekjuskatt á launþega. Hægri flokkarnir skera sig úr - þegar kemur að loforðum um skattalækkanir. Vinstri stjórnin sem nú situr, þrepaskipti tekjuskattinum á kjörtímabilinu - þannig að fólk með minna en rúmar 240 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rösk 37% í staðgreiðslu - liðlega 40% af launum upp að 740 þúsund - en rúm 46% af tekjum þar yfir. Fréttastofa spurði alla flokka - Vill flokkurinn afnema þrepaskipta tekjuskattinn? Sjálfstæðisflokkur segir já, Sturla Jónsson segir já - Hægri grænir líka og vilja lækka hann í 20% á 4 árum. Allir hinir segja nei - en Píratar vilja fækka í 2 þrep og sumir vilja endurskoða tekjumörk eða persónuafslátt. Ríkið tekur tæpan helming af hverjum bensínlítra. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka skatta á bensín. Sjálfstæðisflokkur, Regnboginn, Hægri grænir og Sturla Jónsson segja JÁ. Flestir segja nei - en Píratar og Framsókn hafa ekki tekið afstöðu til málsins. Margir hafa kallað eftir því að tryggingagjald verði lækkað - það hækkaði hraustlega eftir hrun, fór úr 5,34 prósentum og er nú 7,69%. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka tryggingagjaldið. Framsókn, Alþýðufylking og Píratar svara ýmist óljóst eða hafa ekki tekið afstöðu til þess. Allir aðrir flokkar segja já - Sjálfstæðismenn segja strax, niður í 6,94% - sem myndi þýða um það bil 5 milljarða lækkun. Samfylking segir í haust. Björt framtíð strax. En það er ekki víst að allir átti sig á hvað ríkið fær miklar tekjur af tryggingagjaldi - áætlað er að það skili um 70 milljörðum í kassann fyrir síðasta ár af tæplega 540 milljarða heildartekjum ríkisins - óvíst að Sturla átti sig á því, hann vill afnema þennan skatt. Kosningar 2013 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Tryggingagjaldið, sem skilað hefur tugum milljarða króna í ríkissjóð - verður lækkað eftir kosningar, ef marka má loforð flokkanna. Nær öll framboð vilja lækka gjaldið. Sjálfstæðisflokkur og Hægri grænir eru meðal fárra sem vilja lækka bensínskatta og afnema þrepaskiptan tekjuskatt á launþega. Hægri flokkarnir skera sig úr - þegar kemur að loforðum um skattalækkanir. Vinstri stjórnin sem nú situr, þrepaskipti tekjuskattinum á kjörtímabilinu - þannig að fólk með minna en rúmar 240 þúsund krónur í tekjur á mánuði greiðir rösk 37% í staðgreiðslu - liðlega 40% af launum upp að 740 þúsund - en rúm 46% af tekjum þar yfir. Fréttastofa spurði alla flokka - Vill flokkurinn afnema þrepaskipta tekjuskattinn? Sjálfstæðisflokkur segir já, Sturla Jónsson segir já - Hægri grænir líka og vilja lækka hann í 20% á 4 árum. Allir hinir segja nei - en Píratar vilja fækka í 2 þrep og sumir vilja endurskoða tekjumörk eða persónuafslátt. Ríkið tekur tæpan helming af hverjum bensínlítra. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka skatta á bensín. Sjálfstæðisflokkur, Regnboginn, Hægri grænir og Sturla Jónsson segja JÁ. Flestir segja nei - en Píratar og Framsókn hafa ekki tekið afstöðu til málsins. Margir hafa kallað eftir því að tryggingagjald verði lækkað - það hækkaði hraustlega eftir hrun, fór úr 5,34 prósentum og er nú 7,69%. Við spurðum hvort flokkarnir hyggðust lækka tryggingagjaldið. Framsókn, Alþýðufylking og Píratar svara ýmist óljóst eða hafa ekki tekið afstöðu til þess. Allir aðrir flokkar segja já - Sjálfstæðismenn segja strax, niður í 6,94% - sem myndi þýða um það bil 5 milljarða lækkun. Samfylking segir í haust. Björt framtíð strax. En það er ekki víst að allir átti sig á hvað ríkið fær miklar tekjur af tryggingagjaldi - áætlað er að það skili um 70 milljörðum í kassann fyrir síðasta ár af tæplega 540 milljarða heildartekjum ríkisins - óvíst að Sturla átti sig á því, hann vill afnema þennan skatt.
Kosningar 2013 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira