Frambjóðandi Framsóknar vildi endurupptöku kynferðisbrotamáls Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. apríl 2013 13:12 Meðferðarheimilið Árbót í Aðaldal. Hjálmar Bogi Hafliðason, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifaði undir ákorun til stjórnvalda um að beita sér fyrir endurupptöku máls Jóns Dagbjartssonar, starfsmanns meðferðarheimilisins Árbótar í Aðaldal, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2010 fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. Málið fór fyrir Hæstarétt, sem þyngdi dóminn um hálft ár. Stúlkurnar voru vistaðar á meðferðarheimilinu á vegum barnaverndaryfirvalda og voru sextán og átján ára þegar brotin voru framin, en í dómi Hæstaréttar kemur fram að þau hafi verið gróf. Málið vakti mikla athygli og þótti dómurinn sögulegur vegna þess að aldrei fyrr hafði sannast fyrir dómi að börn hefðu sætt kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns uppeldisstofnunar á Íslandi. Í áskoruninni, sem alls 358 skrifuðu undir, var þess krafist að mál Jóns fengi „sanngjarna meðferð sem hann sannanlega fékk ekki á meðan það var rekið fyrir dómstólum“. „Þú færð náttúrlega engin svör, það er ekki það,“ sagði Hjálmar Bogi þegar fréttastofa Vísis spurði hann hvers vegna nafn hans væri að finna á listanum. „Ég ætla ekkert að kommenta á það.“Starfaði sjálfur á meðferðarheimilinu Hjálmar, sem starfar sem grunnskólakennari á Húsavík, skipar 5. sæti fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi. Miðað við fylgi flokksins í nýjustu könnunum er Hjálmar Bogi því öruggur inn sem varaþingmaður. Þrátt fyrir að vilja ekki tjá sig um veru sína á listanum segist Hjálmar Bogi þekkja Jón Dagbjartsson. „Ég bara þekki hann. Ég var sjálfur starfsmaður á þessu heimili á sínum tíma. Það er ekkert leyndarmál. Var þar tvö sumur sem sumarstarfsmaður.“ Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hjálmar Bogi Hafliðason, frambjóðandi Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi, skrifaði undir ákorun til stjórnvalda um að beita sér fyrir endurupptöku máls Jóns Dagbjartssonar, starfsmanns meðferðarheimilisins Árbótar í Aðaldal, sem var dæmdur í tveggja ára fangelsi árið 2010 fyrir kynferðisbrot gegn tveimur unglingsstúlkum. Málið fór fyrir Hæstarétt, sem þyngdi dóminn um hálft ár. Stúlkurnar voru vistaðar á meðferðarheimilinu á vegum barnaverndaryfirvalda og voru sextán og átján ára þegar brotin voru framin, en í dómi Hæstaréttar kemur fram að þau hafi verið gróf. Málið vakti mikla athygli og þótti dómurinn sögulegur vegna þess að aldrei fyrr hafði sannast fyrir dómi að börn hefðu sætt kynferðisofbeldi af hálfu starfsmanns uppeldisstofnunar á Íslandi. Í áskoruninni, sem alls 358 skrifuðu undir, var þess krafist að mál Jóns fengi „sanngjarna meðferð sem hann sannanlega fékk ekki á meðan það var rekið fyrir dómstólum“. „Þú færð náttúrlega engin svör, það er ekki það,“ sagði Hjálmar Bogi þegar fréttastofa Vísis spurði hann hvers vegna nafn hans væri að finna á listanum. „Ég ætla ekkert að kommenta á það.“Starfaði sjálfur á meðferðarheimilinu Hjálmar, sem starfar sem grunnskólakennari á Húsavík, skipar 5. sæti fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi. Miðað við fylgi flokksins í nýjustu könnunum er Hjálmar Bogi því öruggur inn sem varaþingmaður. Þrátt fyrir að vilja ekki tjá sig um veru sína á listanum segist Hjálmar Bogi þekkja Jón Dagbjartsson. „Ég bara þekki hann. Ég var sjálfur starfsmaður á þessu heimili á sínum tíma. Það er ekkert leyndarmál. Var þar tvö sumur sem sumarstarfsmaður.“
Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira