Ekki á leið í loforðakapphlaup Haukur Viðar Alfreðsson skrifar 15. apríl 2013 16:57 Katrín er ósátt við fylgið en gefst ekki upp. Mynd/Stefán „Ég er mjög ósátt við fylgið,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna (VG) og oddviti flokksins í Reykjavík - norður, en samkvæmt nýjustu könnun MMR um fylgi flokkanna mælist VG með 6,7 prósent fylgi. Það er talsverð lækkun frá síðustu könnun, þegar flokkurinn mældist með 8,1 prósent. Katrín var á leið á fund þegar fréttamaður Vísis náði tali af henni. „Ég á bara bágt með að skilja þetta þegar við sjáum það í skoðanakönnunum að kjósendur setji til að mynda málefni heilbrigðisþjónustunnar og velferðarkerfisins á oddinn eins og við erum að gera. Kjósendur eru að segja það í öðrum könnunum að þeir vilji ekki fleiri álver og vilji sjá fjölbreyttari atvinnustefnu, nákvæmlega eins og okkar stefna er. Þá auðvitað finnst mér það áhyggjuefni að sá flokkur sem hefur verið lengst til vinstri inni á þingi og hefur verið eini flokkurinn sem hefur tekið upp græna fánann sé við það að detta út af þingi.“ Það var þó enginn uppgjafartónn í formanninum þrátt fyrir fylgistapið. „Við auðvitað höldum áfram okkar kosningabaráttu og vonum að hún eigi eftir að skila sér. Við höldum okkar stefnu að því leyti að við ætlum ekki í neitt loforðakapphlaup. Það er bara kjósenda að vega og meta okkar stefnu. Við verðum að treysta á að fólk veiti þessum sjónarmiðum fylgi. En núna er ég að detta inn á fund,“ segir Katrín hress í bragði. Kosningar 2013 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
„Ég er mjög ósátt við fylgið,“ segir Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna (VG) og oddviti flokksins í Reykjavík - norður, en samkvæmt nýjustu könnun MMR um fylgi flokkanna mælist VG með 6,7 prósent fylgi. Það er talsverð lækkun frá síðustu könnun, þegar flokkurinn mældist með 8,1 prósent. Katrín var á leið á fund þegar fréttamaður Vísis náði tali af henni. „Ég á bara bágt með að skilja þetta þegar við sjáum það í skoðanakönnunum að kjósendur setji til að mynda málefni heilbrigðisþjónustunnar og velferðarkerfisins á oddinn eins og við erum að gera. Kjósendur eru að segja það í öðrum könnunum að þeir vilji ekki fleiri álver og vilji sjá fjölbreyttari atvinnustefnu, nákvæmlega eins og okkar stefna er. Þá auðvitað finnst mér það áhyggjuefni að sá flokkur sem hefur verið lengst til vinstri inni á þingi og hefur verið eini flokkurinn sem hefur tekið upp græna fánann sé við það að detta út af þingi.“ Það var þó enginn uppgjafartónn í formanninum þrátt fyrir fylgistapið. „Við auðvitað höldum áfram okkar kosningabaráttu og vonum að hún eigi eftir að skila sér. Við höldum okkar stefnu að því leyti að við ætlum ekki í neitt loforðakapphlaup. Það er bara kjósenda að vega og meta okkar stefnu. Við verðum að treysta á að fólk veiti þessum sjónarmiðum fylgi. En núna er ég að detta inn á fund,“ segir Katrín hress í bragði.
Kosningar 2013 Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira