Kjósendur refsa flokkunum fyrir óvinsæla ríkisstjórn Höskuldur Kári Schram skrifar 15. apríl 2013 18:48 Fylgi ríkisstjórnarflokkanna heldur áfram að minnka samkvæmt könnun MMR. Flokkarnir eru nú samanlagt með rúmlega sautján prósenta fylgi og Vinstri grænir við það að þurrkast út. Könnun MMR var gerð dagana 11. til 14. apríl og náði til rúmlega 900 einstaklinga á aldrinum 18-67 ára. Fylgi Bjartrar framtíðar stendur nánast í stað milli kannana en framsóknarflokkurinn heldur hins áfram að bæta við sig fylgi. Sjálfstæðismenn bæta einnig við sig fylgi og eru nú með tæp 23 prósent. Lýðræðisvaktin mælist með 3 prósent en Samfylkingin tapar fylgi og fer úr tæpum 13 prósentum í rúm 10. Dögun er hástökkvarinn að þessu sinni en flokkurinn nærri tvöfaldar fylgi sitt milli kannana og er nú með 3,6 prósent. Vinstri grænir tapa fylgi og eru nú orðnir minni en Píratar sem halda áfram að bæta við sig fylgi. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur annað hvort staðið í stað eða minnkað á milli þeirra kannana sem gerðar hafa verið. Í síðustu kosningum voru flokkarnir samanlagt með ríflega 50 prósenta fylgi en það mælist nú rúmlega 17 prósent. Vinstri grænir eru ekki langt frá því að þurrkast út. „Já, staðan er ekki góð. Við liggjum mjög lágt núna og ég er auðvitað ekki sátt við þetta fylgi sem við erum að fá í skoðanakönnunum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. „Ég held að það sé að sýna sig á Íslandi, eins og hefur gerst í mörgum löndum, að það er ekki til vinsælda fallið að glíma við þau erfiðu verkefni sem verið hafa á borði stjórnmálanna undanfarin ár. Og ég held að við séum að gjalda fyrir það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þetta hefur verið auðvitað verið erfitt kjörtímabil og það var ljóst að það yrði það fyrir hvaða flokk sem á því tæki. Auðvitað skýrir það vafalaust eitthvað af þessu fylgistapi,“ segir Katrín. Veður það persónulegt áfall fyrir þig ef flokkurinn fær tíu til tólf prósenta fylgi í kosningunum? „Það er áfall fyrir jafnaðarmenn í landinu ef að burðarflokkur jafnaðarmanna er ekki að ná að standa það sterkt að hann geti ekki áfram haft lykiláhrif á landsstjórnina. Það er bara áfall fyrir okkur öll,“ segir Árni Páll. Þið skiptuð um formann, til þess jafnvel að koma í veg fyrir fylgishrun, það virðist ekki að vera virka heldur? „Nú verður hreyfingin að svara því. Formaðurinn sem var ákvað að láta af störfum og ég gaf kost á mér. Ég taldi aldrei að það yrði töfralausn að sjá tölur í fylgi, það er miklu flóknara en svo. Ég held að áhrif einstaklinga í því séu ofmetin,“ segir Katrín. Kosningar 2013 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira
Fylgi ríkisstjórnarflokkanna heldur áfram að minnka samkvæmt könnun MMR. Flokkarnir eru nú samanlagt með rúmlega sautján prósenta fylgi og Vinstri grænir við það að þurrkast út. Könnun MMR var gerð dagana 11. til 14. apríl og náði til rúmlega 900 einstaklinga á aldrinum 18-67 ára. Fylgi Bjartrar framtíðar stendur nánast í stað milli kannana en framsóknarflokkurinn heldur hins áfram að bæta við sig fylgi. Sjálfstæðismenn bæta einnig við sig fylgi og eru nú með tæp 23 prósent. Lýðræðisvaktin mælist með 3 prósent en Samfylkingin tapar fylgi og fer úr tæpum 13 prósentum í rúm 10. Dögun er hástökkvarinn að þessu sinni en flokkurinn nærri tvöfaldar fylgi sitt milli kannana og er nú með 3,6 prósent. Vinstri grænir tapa fylgi og eru nú orðnir minni en Píratar sem halda áfram að bæta við sig fylgi. Fylgi ríkisstjórnarflokkanna hefur annað hvort staðið í stað eða minnkað á milli þeirra kannana sem gerðar hafa verið. Í síðustu kosningum voru flokkarnir samanlagt með ríflega 50 prósenta fylgi en það mælist nú rúmlega 17 prósent. Vinstri grænir eru ekki langt frá því að þurrkast út. „Já, staðan er ekki góð. Við liggjum mjög lágt núna og ég er auðvitað ekki sátt við þetta fylgi sem við erum að fá í skoðanakönnunum,“ segir Katrín Jakobsdóttir, formaður VG. „Ég held að það sé að sýna sig á Íslandi, eins og hefur gerst í mörgum löndum, að það er ekki til vinsælda fallið að glíma við þau erfiðu verkefni sem verið hafa á borði stjórnmálanna undanfarin ár. Og ég held að við séum að gjalda fyrir það,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar. „Þetta hefur verið auðvitað verið erfitt kjörtímabil og það var ljóst að það yrði það fyrir hvaða flokk sem á því tæki. Auðvitað skýrir það vafalaust eitthvað af þessu fylgistapi,“ segir Katrín. Veður það persónulegt áfall fyrir þig ef flokkurinn fær tíu til tólf prósenta fylgi í kosningunum? „Það er áfall fyrir jafnaðarmenn í landinu ef að burðarflokkur jafnaðarmanna er ekki að ná að standa það sterkt að hann geti ekki áfram haft lykiláhrif á landsstjórnina. Það er bara áfall fyrir okkur öll,“ segir Árni Páll. Þið skiptuð um formann, til þess jafnvel að koma í veg fyrir fylgishrun, það virðist ekki að vera virka heldur? „Nú verður hreyfingin að svara því. Formaðurinn sem var ákvað að láta af störfum og ég gaf kost á mér. Ég taldi aldrei að það yrði töfralausn að sjá tölur í fylgi, það er miklu flóknara en svo. Ég held að áhrif einstaklinga í því séu ofmetin,“ segir Katrín.
Kosningar 2013 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Innlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Fleiri fréttir Framúrskarandi Íslendingur loksins orðinn Íslendingur Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Sjá meira