Dansari og keiluspilari féllu á lyfjaprófi Hjörtur Hjartarson skrifar 15. apríl 2013 22:01 Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. Á meðal þeirra sem hafa fallið á árinu eru íþróttamenn í dansi og keilu. Alls hafa 23 íþróttamenn verið dæmdir fyrir lyfjamisnotkun undanfarin 12 ár. Í flestum tilfellum tóku íþróttamennirnir inn efedrín eða stera. Í fimm tilfellum greindust kannabisefni í líkama íþróttamanna en þrátt fyrir að flokkast ekki sem frammistöðu aukandi lyf eru þau ólögleg. Einungis fjórir einstaklingar hafa hlotið keppnisbönn fyrir lyfjamisnotkun frá 2007 og því óvenju mörg mál á borði lyfjanefndar nú. Það hefur þó þrisvar sinnum gerst að fjórir íþróttamenn hafi fallið á lyfjaprófi á sama árinu. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ sagði í samtali við fréttastofu í dag að um 50 lyfjapróf hafi verið tekin það sem af er ári sem er svipað og undanfarin ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu koma íþróttamennirnir sem um ræðir úr ólíkum áttum. Þeir keppa undir merkjum fimm mismundandi sérsambanda, þar á meðal Körfuknattleikssambandi Íslands, Danssambandi Íslands og Keilusambandi Íslands. Skúli vildi ekki tjá sig um hvaða ólöglegu efni hefðu greinst hjá íþróttamönnunum sem um ræðir nema að þau væru öll á bannlista. Málin fimm eru mislangt komin í kerfinu, fjögur hafa þegar verið send til dómstóls ÍSÍ og má reikna má með að dómur falli í tveimur þeirra í næstu viku. Íþróttir Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira
Fimm íþróttamenn hafa fallið á lyfjaprófi Íþróttasambands Íslands það sem af er ári. Frá 2001 hafa að meðaltali innan við tveir fallið á lyfjaprófum sambandsins á hverju ári. Á meðal þeirra sem hafa fallið á árinu eru íþróttamenn í dansi og keilu. Alls hafa 23 íþróttamenn verið dæmdir fyrir lyfjamisnotkun undanfarin 12 ár. Í flestum tilfellum tóku íþróttamennirnir inn efedrín eða stera. Í fimm tilfellum greindust kannabisefni í líkama íþróttamanna en þrátt fyrir að flokkast ekki sem frammistöðu aukandi lyf eru þau ólögleg. Einungis fjórir einstaklingar hafa hlotið keppnisbönn fyrir lyfjamisnotkun frá 2007 og því óvenju mörg mál á borði lyfjanefndar nú. Það hefur þó þrisvar sinnum gerst að fjórir íþróttamenn hafi fallið á lyfjaprófi á sama árinu. Skúli Skúlason, formaður lyfjaráðs ÍSÍ sagði í samtali við fréttastofu í dag að um 50 lyfjapróf hafi verið tekin það sem af er ári sem er svipað og undanfarin ár. Samkvæmt heimildum fréttastofu koma íþróttamennirnir sem um ræðir úr ólíkum áttum. Þeir keppa undir merkjum fimm mismundandi sérsambanda, þar á meðal Körfuknattleikssambandi Íslands, Danssambandi Íslands og Keilusambandi Íslands. Skúli vildi ekki tjá sig um hvaða ólöglegu efni hefðu greinst hjá íþróttamönnunum sem um ræðir nema að þau væru öll á bannlista. Málin fimm eru mislangt komin í kerfinu, fjögur hafa þegar verið send til dómstóls ÍSÍ og má reikna má með að dómur falli í tveimur þeirra í næstu viku.
Íþróttir Mest lesið Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Enski boltinn Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti „Haaland er þetta góður“ Enski boltinn „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Íslenski boltinn Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Körfubolti Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan Fótbolti Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Fleiri fréttir Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Arna og Sædís nánast öruggar með silfrið Bölvun fylgir úrslitaleik Meistaradeildarinnar Hólmbert skoraði í Suður-Kóreu og stjórnaði sigursöngvum eftir leik Fórnar titlinum sínum fyrir baráttu kvenna Leggur til breytingar og vill að fótboltinn læri af handboltanum Leikmaður í NHL lá hreyfingarlaus á ísnum Verður besta sjöþrautakona Íslands villiköttur eða bolabítur? Úlfarnir ráku Pereira Patrick Vieira ekki lengur þjálfari Mikaels Egils Mark frá Messi kom ekki í veg fyrir oddaleik Sjá meira