Nýju framboðin ræddu mögulegt samstarf 1. apríl 2013 12:19 Margrét Tryggvadóttir, frambjóðandi Dögunar Nokkur af nýju framboðunum til næstu Alþingiskosninga funduðu í gær og ræddu mögulegt samstarf. Ekki liggur fyrir hver niðurstaðan af fundinum var en Píratar eru nú að funda um næstu skref. Töluverður þrýstingur hefru verið á ný framboð um að mynda með sér bandalag eða sameinast fyrir næstu kosningar. Vegna þess að með því margfaldist möguleikarnir á því að framboðin fái yfir fimm prósenta fylgi sem þarf til að koma fulltrúa að á Alþingi. Síðasta skoðanakönnun MMR sýndi að Píratar voru með mesta fylgi nýju framboðanna eða 3,9 prósent og voru því næst því að ná manni inn. Samanlagt fylgi allra nýju framboðanna væri þó um 13 prósent og því gætu sameinuð framboð fræðilega verið þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Fulltrúa þriggja þessara framboða funduðu í gær og stefna að því að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu síðar í dag um efni fundarins og næstu skref. Í samtali við fréttastofu sagði Margrét Tryggvadóttir þingkona, sem nú býður sig fram fyrir flokkinn Dögun, að erfitt hefði verið að komast að niðurstöðu um framhaldið vegna mjög óljósra reglna um framboð og misvísandi upplýsinga frá innanríkisráðuneytinu og kjörstjórnum. Fréttastofa ræddi einnig við Birgittu Jónsdóttur sem býður sig fram fyrir Pírata. Hún sagði að ef litið væri raunsætt á málið væri ólíklegt að sjálfboðaliðar gætu safnað nægilega mörgum undirskriftum, sem þarf til að bjóða fram til alþingiskosninga á nýjan leik. Aðeins væru ellefu dagar þar til frestur til að skila þeim inn rennur út. Þá væri hún ekki viss um hvernig bandalag sem þetta myndi hugnast þeim sem hafa þegar kosið Pírata utan kjörfundar. Þá hefur hún sagt á Facebook-síðu sinni að með sumum framboðum eigi Píratar ekkert sameiginlegt. Hreinlegra væri að gera kröfur um að þau framboð sem ekki gætu náð yfir tveggja prósenta fylgi myndu draga framboð sitt til baka. Hún vildi þó ekkert segja um næstu skref en framhald málsins kæmi betur í ljós eftir fund Pírata í hádeginu. Þá hefur Flokkur Heimilanna, sem séra Halldór Gunnarsson í Holti hefur talað fyrir, boðað til opins fundar í dag um sameiningu stjórnmálasamataka með aðkomu sjö stjórnmálasamtaka á kosningaskrifstofunni að Vallarstræti 4, Reykjavík klukkan tvö. Kosningar 2013 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Nokkur af nýju framboðunum til næstu Alþingiskosninga funduðu í gær og ræddu mögulegt samstarf. Ekki liggur fyrir hver niðurstaðan af fundinum var en Píratar eru nú að funda um næstu skref. Töluverður þrýstingur hefru verið á ný framboð um að mynda með sér bandalag eða sameinast fyrir næstu kosningar. Vegna þess að með því margfaldist möguleikarnir á því að framboðin fái yfir fimm prósenta fylgi sem þarf til að koma fulltrúa að á Alþingi. Síðasta skoðanakönnun MMR sýndi að Píratar voru með mesta fylgi nýju framboðanna eða 3,9 prósent og voru því næst því að ná manni inn. Samanlagt fylgi allra nýju framboðanna væri þó um 13 prósent og því gætu sameinuð framboð fræðilega verið þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Fulltrúa þriggja þessara framboða funduðu í gær og stefna að því að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu síðar í dag um efni fundarins og næstu skref. Í samtali við fréttastofu sagði Margrét Tryggvadóttir þingkona, sem nú býður sig fram fyrir flokkinn Dögun, að erfitt hefði verið að komast að niðurstöðu um framhaldið vegna mjög óljósra reglna um framboð og misvísandi upplýsinga frá innanríkisráðuneytinu og kjörstjórnum. Fréttastofa ræddi einnig við Birgittu Jónsdóttur sem býður sig fram fyrir Pírata. Hún sagði að ef litið væri raunsætt á málið væri ólíklegt að sjálfboðaliðar gætu safnað nægilega mörgum undirskriftum, sem þarf til að bjóða fram til alþingiskosninga á nýjan leik. Aðeins væru ellefu dagar þar til frestur til að skila þeim inn rennur út. Þá væri hún ekki viss um hvernig bandalag sem þetta myndi hugnast þeim sem hafa þegar kosið Pírata utan kjörfundar. Þá hefur hún sagt á Facebook-síðu sinni að með sumum framboðum eigi Píratar ekkert sameiginlegt. Hreinlegra væri að gera kröfur um að þau framboð sem ekki gætu náð yfir tveggja prósenta fylgi myndu draga framboð sitt til baka. Hún vildi þó ekkert segja um næstu skref en framhald málsins kæmi betur í ljós eftir fund Pírata í hádeginu. Þá hefur Flokkur Heimilanna, sem séra Halldór Gunnarsson í Holti hefur talað fyrir, boðað til opins fundar í dag um sameiningu stjórnmálasamataka með aðkomu sjö stjórnmálasamtaka á kosningaskrifstofunni að Vallarstræti 4, Reykjavík klukkan tvö.
Kosningar 2013 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira