Nýju framboðin ræddu mögulegt samstarf 1. apríl 2013 12:19 Margrét Tryggvadóttir, frambjóðandi Dögunar Nokkur af nýju framboðunum til næstu Alþingiskosninga funduðu í gær og ræddu mögulegt samstarf. Ekki liggur fyrir hver niðurstaðan af fundinum var en Píratar eru nú að funda um næstu skref. Töluverður þrýstingur hefru verið á ný framboð um að mynda með sér bandalag eða sameinast fyrir næstu kosningar. Vegna þess að með því margfaldist möguleikarnir á því að framboðin fái yfir fimm prósenta fylgi sem þarf til að koma fulltrúa að á Alþingi. Síðasta skoðanakönnun MMR sýndi að Píratar voru með mesta fylgi nýju framboðanna eða 3,9 prósent og voru því næst því að ná manni inn. Samanlagt fylgi allra nýju framboðanna væri þó um 13 prósent og því gætu sameinuð framboð fræðilega verið þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Fulltrúa þriggja þessara framboða funduðu í gær og stefna að því að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu síðar í dag um efni fundarins og næstu skref. Í samtali við fréttastofu sagði Margrét Tryggvadóttir þingkona, sem nú býður sig fram fyrir flokkinn Dögun, að erfitt hefði verið að komast að niðurstöðu um framhaldið vegna mjög óljósra reglna um framboð og misvísandi upplýsinga frá innanríkisráðuneytinu og kjörstjórnum. Fréttastofa ræddi einnig við Birgittu Jónsdóttur sem býður sig fram fyrir Pírata. Hún sagði að ef litið væri raunsætt á málið væri ólíklegt að sjálfboðaliðar gætu safnað nægilega mörgum undirskriftum, sem þarf til að bjóða fram til alþingiskosninga á nýjan leik. Aðeins væru ellefu dagar þar til frestur til að skila þeim inn rennur út. Þá væri hún ekki viss um hvernig bandalag sem þetta myndi hugnast þeim sem hafa þegar kosið Pírata utan kjörfundar. Þá hefur hún sagt á Facebook-síðu sinni að með sumum framboðum eigi Píratar ekkert sameiginlegt. Hreinlegra væri að gera kröfur um að þau framboð sem ekki gætu náð yfir tveggja prósenta fylgi myndu draga framboð sitt til baka. Hún vildi þó ekkert segja um næstu skref en framhald málsins kæmi betur í ljós eftir fund Pírata í hádeginu. Þá hefur Flokkur Heimilanna, sem séra Halldór Gunnarsson í Holti hefur talað fyrir, boðað til opins fundar í dag um sameiningu stjórnmálasamataka með aðkomu sjö stjórnmálasamtaka á kosningaskrifstofunni að Vallarstræti 4, Reykjavík klukkan tvö. Kosningar 2013 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Nokkur af nýju framboðunum til næstu Alþingiskosninga funduðu í gær og ræddu mögulegt samstarf. Ekki liggur fyrir hver niðurstaðan af fundinum var en Píratar eru nú að funda um næstu skref. Töluverður þrýstingur hefru verið á ný framboð um að mynda með sér bandalag eða sameinast fyrir næstu kosningar. Vegna þess að með því margfaldist möguleikarnir á því að framboðin fái yfir fimm prósenta fylgi sem þarf til að koma fulltrúa að á Alþingi. Síðasta skoðanakönnun MMR sýndi að Píratar voru með mesta fylgi nýju framboðanna eða 3,9 prósent og voru því næst því að ná manni inn. Samanlagt fylgi allra nýju framboðanna væri þó um 13 prósent og því gætu sameinuð framboð fræðilega verið þriðja stærsta stjórnmálaafl landsins. Fulltrúa þriggja þessara framboða funduðu í gær og stefna að því að senda frá sér sameiginlega yfirlýsingu síðar í dag um efni fundarins og næstu skref. Í samtali við fréttastofu sagði Margrét Tryggvadóttir þingkona, sem nú býður sig fram fyrir flokkinn Dögun, að erfitt hefði verið að komast að niðurstöðu um framhaldið vegna mjög óljósra reglna um framboð og misvísandi upplýsinga frá innanríkisráðuneytinu og kjörstjórnum. Fréttastofa ræddi einnig við Birgittu Jónsdóttur sem býður sig fram fyrir Pírata. Hún sagði að ef litið væri raunsætt á málið væri ólíklegt að sjálfboðaliðar gætu safnað nægilega mörgum undirskriftum, sem þarf til að bjóða fram til alþingiskosninga á nýjan leik. Aðeins væru ellefu dagar þar til frestur til að skila þeim inn rennur út. Þá væri hún ekki viss um hvernig bandalag sem þetta myndi hugnast þeim sem hafa þegar kosið Pírata utan kjörfundar. Þá hefur hún sagt á Facebook-síðu sinni að með sumum framboðum eigi Píratar ekkert sameiginlegt. Hreinlegra væri að gera kröfur um að þau framboð sem ekki gætu náð yfir tveggja prósenta fylgi myndu draga framboð sitt til baka. Hún vildi þó ekkert segja um næstu skref en framhald málsins kæmi betur í ljós eftir fund Pírata í hádeginu. Þá hefur Flokkur Heimilanna, sem séra Halldór Gunnarsson í Holti hefur talað fyrir, boðað til opins fundar í dag um sameiningu stjórnmálasamataka með aðkomu sjö stjórnmálasamtaka á kosningaskrifstofunni að Vallarstræti 4, Reykjavík klukkan tvö.
Kosningar 2013 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira