Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - KR 95-80 | Grindavík 2-1 yfir Óskar Ófeigur Jónsson í Grindavík skrifar 7. apríl 2013 18:30 Mynd/Vilhelm Grindvíkingar tóku 2-1 forystu í undanúrslitaeinvígi sínu í úrslitakeppni Domnios-deildar karla í körfubolta eftir fimmtán stiga sigur á KR, 95-80, í þriðja leik liðanna í Röstinni í Grindavík í kvöld. Grindvíkingar voru miklu grimmari en í síðasta leik þegar þeir steinlágu í DHL-höllinni og þótt að gestirnir úr Vesturbænum hafi haldið sér inn í leiknum með góðum sprettum inn á milli voru heimamenn í Grindavík skrefinu á undan nær allan leikinn. Grindavík getur nú tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu með sigri á KR í DHl-höllinni á fimmtudagskvöldið en KR þarf að vinna tvo leiki í röð til þess að komast í lokaúrslitin. Samuel Zeglinski (32 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar), Aaron Broussard (21 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar) og Sigurður Gunnar Þorsteinsson (21 stig) áttu allir frábæran leik fyrir Grindavík en fyrir utan frábæran fyrri hálfleik hjá Martin Hermannssyni (skoraði þá 14 af 16 stigum sínum) var meðalmennskan ríkjandi hjá KR-ingum. Grindvíkingar byrju leikinn mun betur með Sigurð Gunnar Þorsteinsson og Samuel Zeglinski í fararbroddi sem báðir skoruðu tíu stig í fyrsta leikhlutanum. Grindavík komst í 15-8 og var 27-19 yfir eftir fyrsta leikhlutann. KR-ingar héldu sér inni á sóknarfráköstunum því ekkert gekk sem dæmi fyrir utan þriggja stiga línuna. Martin Hermannsson var frábær í öðrum leikhluta þar sem hann skoraði 12 stig og átti mikinn þátt í að KR-liðinu tókst að vinna upp muninn. Martin endaði hálfleikinn á því að jafna metin í 43-43 með frábærri körfu eftir að hafa keyrt upp allan völlinn. KR-ingar skoruðu fyrstu körfu seinni hálfleiks en þá náðu Grindvíkingar góðan sprett sem skilar þeim mest tíu stiga forskot áður en KR náði að minnka muninn niður í fjögur stig fyrir lokaleikhlutann, 69-65. Samuel Zeglinski var frábær á þessum góða kafla og var kominn með 22 stig eftir þrjá leikhluta. Grindvíkingar voru skrefinu á undan í lokaleikhlutanum og KR-ingar náðu aldrei að koma sér aftur inn í leikinn. Grindvíkingar kláruðu leikinn á vítalínunni.Grindavík-KR 95-80 (27-19, 16-24, 26-22, 26-15)Grindavík: Samuel Zeglinski 32/10 fráköst/8 stoðsendingar, Aaron Broussard 21/11 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/8 fráköst, Ryan Pettinella 8, Jóhann Árni Ólafsson 7/8 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4, Davíð Ingi Bustion 2.KR: Brandon Richardson 19/6 stoðsendingar, Martin Hermannsson 16, Brynjar Þór Björnsson 11/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 10/7 fráköst, Finnur Atli Magnusson 9/4 fráköst, Kristófer Acox 8/9 fráköst, Darshawn McClellan 5/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 2. Sverrir Þór: Ef við spilum áfram svona þá erum við í mjög góðum málumSverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, tók til í hausnum á sínum mönnum frá skellinum í öðrum leiknum og það var allt annað að sjá liðið í kvöld miðað við slakan leik liðsins í Vesturbænum á fimmtudagskvöldið. "Þetta var allt annar leikur. Við vorum að vinna vinnuna okkar og það var barátta í okkur. Við sýndum að okkur langaði í þetta og það er ástæðan fyrir þVí að við unnum. Þetta var tvennt ólíkt miðað við síðasta leik," sagði Sverrir Þór. "Ég býst alltaf við því að allir séu klárir en hugarfarið var ekki nógu gott í leiknum út í KR og við vorum ekki tilbúnir þegar leikurinn byrjaði. Við vorum það hinsvegar í kvöld, það mættu allir tilbúnir og lögðu á sig þessa vinnu sem þurfti til að sækja sigurinn," sagði Sverrir. "KR er lið sem hættir ekkert enda hörkulið með fullt af landsliðsmönnum. Maður getur ekki búist við því að labba í gegnum þá. Ég er gríðarlega ánægður með að hafa unnið leikinn," sagði Sverrir. "Siggi mætti mjög sterkur eftir lægð og ég vona að hann byrji núna á byrjuninni aftur og geri þetta upp á nýtt á fimmtudaginn. Við þurfum á honum að halda eins og hann spilaði í kvöld. Hann gerir þá liðið okkur miklu betra," sagði Sverrir um Ísafjarðartröllið Sigurð Gunnar Þorsteinsson sem var frábær. "Ég tek það ekkert af KR-ingum að þeir spiluðu vel í öðrum leiknum í DHL og frammistaða okkar í þeim leik dugar ekki á móti svona sterku liði. Ef við spilum eitthvað í líkingu við það sem við gerðum í kvöld og kannski aðeins betur þá erum við í mjög góðum málum með að klára einvígið," sagði Sverrir Þór að lokum. Helgi Már: Megum ekki leyfa þeim að komast svona auðveldlega inn í teigHelgi Már Magnússon og félagar í KR hittu ekki vel í kvöld á móti grimmum Grindvíkingum og urðu að sætta sig við tap. "Seinni hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur. Mér fannst þeir fá of mikið af auðveldum skotum undir okkar körfu, sniðskot og galopin skot. Lið á þessum kaliber setur slík skot að sjálfsögðu niður. Í framhaldinu var erfitt fyrir okkur að ná upp stemmningunni," sagði Helgi Már. "Við vorum að spila ágætlega en hittum illa og þar lá munurinn aðallega. Þeir voru að fá þessu auðveldu skot sem við náðum að loka á í síðasta leik," sagði Helgi Már. "Við hefðum alveg getað tekið þennan leik en við vorum að brjóta á þeim í endann og tókum með því áhættu. Það gekk ekki eftir og þeir unnu verðskuldað en við hefðum getað unnið þetta með aðeins betri leik og sérstaklega örlítið betri varnarleik," sagði Helgi Már. "Það vilja allir fá þessu auðveldu skot en það er okkar að verjast því. Við erum með ákveðið skipulag sem á að verjast því en það gekk því miður ekki upp í dag," sagði Helgi Már en hvað þarf að breytast mest fyrir næsta leik. "Við þurfum að gera það sem við ætlum að gera betur. Við vitum hvernig við ætlum að dekka þá og megum ekki leyfa þeim að komast svona auðveldlega inn í teig," sagði Helgi Már að lokum. Sigurður Gunnar: Ég fór loksins að lemja frá mérSigurður Gunnar Þorsteinsson, miðherji Grindavíkurliðsins, var flottur í kvöld, skoraði 10 stig í fyrsta leikhlutanum og endaði leikinn með 21 stig. KR-ingar réðu ekkert við hann undir körfunni. "Við mættum eins og karlmenn í kvöld og það var ekkert flóknara en það. Við vorum aumingjar í Vesturbænum en mættum eins og karlmenn í kvöld," sagði Sigurður Gunnar eftir leikinn. "Ég fór loksins að lemja frá mér og það skilaði sér. Við vissum hvað við þurftum að gera. Við þurftum að spila saman sem við gerðum ekki í Vesturbænum. Við stóluðum þá á einstaklingsframtakið og þá erum við bara lélegir. Ef við spilum svona eins og lið þá erum við frábærir," sagði Sigurður Gunnar. "Við þurfum bara að halda þessu áfram og gera nákvæmlega sömu hlutina. Þetta er ekki flókið," sagði Sigurður en gerði hann eitthvað öðruvísi í undirbúningnum fyrir leikinn í kvöld. "Ég mætti, eigum við ekki að orða það þannig. Það var alveg klárt mál að ég mætti ekki í síðustu leiki og þá getur maður ekki neitt. Ég var engan vegin ánægður með sjálfan mig," sagði Sigurður. Bein textalýsing frá Röstinni í Grindavík: Leik lokið | 95-80: Sannfærandi sigur Grindvíkinga. Grindavík getur nú tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu með sigri á KR í DHl-höllinni á fimmtudagskvöldið en KR þarf að vinna tvo leiki í röð til þess að komast í lokaúrslitin. Samuel Zeglinski (32 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar), Aaron Broussard (21 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar) og Sigurður Gunnar Þorsteinsson (21 stig) áttu allir frábæran leik fyrir Grindavík39. mín | 86-75: Þorleifur Ólafsson setur niður tvö víti og Grindavík er 11 stigum yfir þegar aðeins 61 sekúnda er eftir af leiknum. Þetta er komið því aðeins kraftaverkamínúta getur bjargað KR-ingum.39. mín | 84-75: KR-ingar hitta ekkert fyrir utan og þeim gengur illa að vinna upp muninn þrátt fyrir að ná að stoppa í vörninni. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, tekur leikhlé þegar 1:13 er eftir af leiknum. Grindavík er með boltann og níu stiga forystu.37. mín | 84-71: Grindvíkingar eru með þetta í hendi sér og Ryan Pettinella kemur þeim þrettán stigum yfir með því að taka sóknarfráköst og leggja boltann í körfuna.35. mín | 78-69: Grindavík er komið níu stigum yfir þear 5:54 eru eftir á klukkunni. KR tekur leikhlé og fer yfir hlutina enda eru heimamenn að gera sig líklega til að landa sigrinum á næstu minútum.33. mín | 76-69: Aaron Broussard fer sterkt á körfuna, skorar og fær víti að auki sem hann nýtir. Grindavík er fimm stigum yfir á ný. Broussard skorar aftur í næstu sókn og fer fyrir heimamönnum þessa stundina.32. mín | 69-67: Það er mikil barátta þessa stundina en leikmönnum gengur ekkert að skora. Kristófer Acox skoraði fyrstu stig leikhlutans á vítalínunni og minnkar muninn í tvö stig.Þriðji leikhluti búinn | 69-65: KR-ingar eru ekkert hættir og ná að minnka muninn í fjögur stig með því að skora sex síðustu stig leikhlutans. Brynjar Þór skoraði fimm stig á síðustu þremur mínútum þriðja leikhlutans og er kannski að hrökkva í gang.29. mín | 69-59: Grindvíkingar ná frábærum endaspretti í þriðja og Aaron Broussard kemur þeim tíu stigum yfir. Aaron Broussard er kominn með 15 stig.28. mín | 64-56: Aaron Broussard og Sigurður Gunnar skora tvær hraðaupphlaupskörfur í röð og Grindavík er komið átta stigum yfir.27. mín | 59-56: Helgi Már Magnússon skorar langþráðan þrist fyrir KR - í 16. tilraun.26. mín | 59-53: Samuel Zeglinski með þrist af löngu færi og Grindavík er komið fjórum stigum yfir. Zeglinski keyrir upp að körfunni í næstu sókn og skorar en hann er nú kominn með 19 stig. KR tekur leikhlé enda komið sex stigum undir. KR-ingar eru búnir að klikka á öllum fimmtán þriggja stiga skotum sínum í kvöld.25. mín | 54-51: Brynjar Þór kemst á vítalínuna og skorar sín fyrstu stig síðan í byrjun leik. Sigurður Gunnar svarar inn í teig eftir stoðsendingu frá Broussard.24. mín | 49-47: Jóhann Árni Ólafsson jafnar metin með þriggja stiga körfu. KR-ingar missa boltann en nú kemur Martin Hermannsson aftur inn. Sigurður Gunnar kemur Grindavík yfir.22. mín | 43-45: Helgi Már Magnússon skorar fyrstu körfu seinni hálfleiksins eftir 100 sekúndur og kemur KR tveimur stigum yfir.21. mín | 43-43: Liðin eru mistæk í fyrstu sóknum sínum í seinni hálfleiknum og það er ekkert skorað á fyrstu mínútu hálfeiksins. Spennan er mikil í Röstinni núna.Hálfleikur | 43-43: Martin Hermannsson fer upp allan völlinn og skorar glæsilega körfu. Það er jafnt í hálfleik. Martin hefur skorað 14 stig í fyrri hálfleiknum og Brandon Richardson er með 13 stig. Sigurður Gunnar Þorsteinsson er með 12 stig hjá Grindavík og Samuel Zeglinski hefur skorað 11 stig. Aaron Broussard er mepð 10 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.19. mín | 43-41: Aaron Broussard keyrir upp að körfu og fær tvö víti tæpum sex sekúndum fyrir hálfleik. Hann nýtir bæði skotin. KR tekur leikhlé og KR-ingar ætla að setja upp lokaskot hálfleiksins.19. mín | 38-39: KR-ingar skorar tvær hraðaupphlaupskörfur í röð og eru komnir yfir á ný. Martin er kominn með 10 stig í fyrri hálfleiknum.18. mín | 37-34: Grindavík skorar fjögur stig í röð, öll inn í teig, og ná aftur forystunni í leiknum.17. mín | 31-33: Martin Hermannsson kemst á vítalínuna og kemur KR tveimur stigum yfir með því að setja bæði vítin niður. Sex KR-stig í röð.16. mín | 31-31: Brandon Richardson jafnar leikinn fyrir KR og er kominn með tíu stig og fjórar stoðsendingaer. KR-ingar halda áfram að vera grimmari í fráköstunum og það á mikinn þátt í því að þeir eru búnir að vinna upp forskot Grindvíkinga.15. mín | 30-25: Grindvíkingurinn Ryan Pettinella skorar laglega körfu inn í teig og Ólafur Ólafsson fiskar ruðning á Finn en Finnur er þar með kominn með þrjár villur og þarf að stetjast á bekkinn.14. mín | 28-24: Brynjar Þór Björnsson hjá KR er ískaldur og eina karfa hans kom í upphafi leiks. KR-ingar taka hvert sóknarfrákastið á fætur öðru og halda sér á því inn í leiknum. Brynjar fær hvíld.12. mín | 28-24: Martin Hermannsson skorar körfu og fær víti að auki sem hann nýtir. Hann átti líka stoðsendingu á Jón Orra í sókninni á undan og er að koma sterkur inn.Fyrsti leikhluti búinn | 27-19: Aaron Broussard endar leikhlutann á því að setja niður þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rennur út. Fyrsta karfa hans í leiknum.9. mín | 24-16: Samuel Zeglinski smellir niður þrist úr horninu og er kominn með tíu stig eins og Sigurður Gunnar. Þeir eru báðir sjóðheitir í kvöld. KR-ingar taka leikhlé þegar 1:47 er eftir af fyrsta leikhlutanum.7. mín | 19-12: Sigurður Gunnar Þorsteinsson er kominn með tíu stig á fyrstu sjö mínútunum og fer á kostum undir körfunni.6. mín | 15-10: Martin Hermannsson, hetja KR í síðasta leik, kemur inn á völlinn í fyrsta sinn í kvöld.5. mín | 14-6: Jóhann Árni Ólafsson fær fyrstu villu Grindvíkinga við mikinn fögnuð KR-inga í stúkunni.5. mín | 12-6: Grindvíkingar eru að galopna KR-vörnina hvað eftir annað. Finnur Atli Magnússon er kominn með 4 stig hjá KR en líka 2 villur. Aaron Broussard er kominn með 3 stoðsendingar.3. mín | 10-4: Sigurður Gunnar Þorsteinsson fær aftur boltann undir körfunni og nú skorar hann og setur niður víti að auki.2. mín | 5-2: Samuel Zeglinski byrjar vel því nú spilar hann Sigurð Gunnar Þorsteinsson í dauðafæri og Sigurður skorar auðveldlega.Leikurinn er hafinn | 3-0: Samuel Zeglinski skorar fyrstu körfu leiksins fyrir Grindavík og það er þristur af löngu færi.Fyrir leik: Nú er þetta að bresta á. Grindvíkingar taka á móti sínum mönnum í kynningunni með risastórum Grindavíkurfána í stúkunni. Grindvíkingar fá mikinn og góðan stuðning í kvöld. Lokalag fyrir leik er "Killer Queen" með Queen.Fyrir leik: KR-ingar eru lengur inn í klefa og koma ekki inn í salinn fyrr en Michael Jackson er farinn að syngja "Beat it". Kynningin er hafin og KR-ingar eru kynntir fyrst.Fyrir leik: "Þeir skora og skora" hljómar í græjunum þegar Grindvíkingar koma inn í salinn eftir lokaræðuna frá Sverri Þór Sverrissyni þjálfara. Grindvíkingar eru einbeittir og greinilega staðráðnir í að spila miklu betur en í síðasta leik í DHL-höllinni.Fyrir leik: Þjálfarar liðanna hafa tilkynnt inn byrjunarliðin sín. Hjá Grindavík byrja þeir Jóhann Árni, Aaron, Samuel, Þorleifur og Sigurður Gunnar. Hjá KR byrja þeir Brynjar, Helgi Már, Brandon, Finnur Atli og Darshawn. Þetta eru sömu byrjunarlið og í hinum tveimur leikjunum.Fyrir leik: Ólafur Ólafsson er mættur á ný í Grindavíkurbúninginn en hann missti af síðasta leik vegna veikinda. Grindavík eru búið að vinna alla leikina sem Ólafur hefur spilað í úrslitakeppninni í ár.Fyrir leik: Röstin er að fyllast og það bíða allir spenntir eftir vonandi skemmtilegum leik. Grindvíkingar hafa verið að byrja vel í sigurleikjum sínum á móti KR og því mun fyrsti leikhlutinn gefa sterk skilaboð um þróun leiksins í kvöld.Fyrir leik: Dómarar kvöldsins eru þeir Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Björgvin Rúnarsson. Pétur Hrafn Sigurðsson er eftirlitsdómari.Fyrir leik: Staðan í einvíginu er 1-1. Grindavík vann fyrsta leikinn 95-87 en KR svaraði með því að vinna síðasta leik 90-72. Það lið sem vinnur í kvöld kemst í 2-1 í einvíginu og vantar þá bara einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu.Fyrir leik: Grindavík er búið að vinna báða heimaleiki sína á móti KR í vetur, fyrst 100-87 í deildinni og svo 95-87 í fyrsta leiknum í einvígi liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Grindavík er búið að vinna fyrsta leikhlutann í þessum leikjum með 28 stiga mun, 47-19 (24-9 og 23-10).Fyrir leik: Þetta er í þriðja sinn í vetur sem Grindavík mætir KR eftir tap í leiknum á undan og Grindvíkingar hafa unnið hina tvo. Þeir unnu KR 87-80 í nóvember eftir að hafa tapað fyrir Snæfelli í Lengjubikarnum í leiknum á undan og þeir unnu 100-87 sigur í lok febrúar eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum í leiknum á undan.Fyrir leik: Bræðurnir og KR-ingarnir Helgi Már Magnússon og Finnur Atli Magnússon voru saman með 32 fleiri framlagsstig í leik tvö en í tapinu í fyrsta leiknum í Grindavík. Finnur Atli fór úr -2 í framlagi í leik eitt (2 stig og 2 fráköst) í 24 í framlagi í leik tvö (16 stig og 10 fráköst). Helgi Már fór úr 11 í framlagi í leik eitt (12 stig og 8 fráköst) í 17 í framlagi í leik tvö (18 stig og 7 fráköst).Fyrir leik: Í síðustu þremur einvígum Grindavíkur og KR hafa bæði félög náð forystu í fyrstu þremur leikjum einvígins. Þannig var það í lokaúrslitunum 2009 (KR 1-0, Grindavík 2-1), í átta liða úrslitunum 2005 (KR 1-0, Grindavík 2-1) og í lokaúrslitunum 2000 (Grindavík 1-0, KR 2-1). Samkvæmt þeirri hefð þá ættu KR-ingar að vinna í kvöld. Dominos-deild karla Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Sjá meira
Grindvíkingar tóku 2-1 forystu í undanúrslitaeinvígi sínu í úrslitakeppni Domnios-deildar karla í körfubolta eftir fimmtán stiga sigur á KR, 95-80, í þriðja leik liðanna í Röstinni í Grindavík í kvöld. Grindvíkingar voru miklu grimmari en í síðasta leik þegar þeir steinlágu í DHL-höllinni og þótt að gestirnir úr Vesturbænum hafi haldið sér inn í leiknum með góðum sprettum inn á milli voru heimamenn í Grindavík skrefinu á undan nær allan leikinn. Grindavík getur nú tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu með sigri á KR í DHl-höllinni á fimmtudagskvöldið en KR þarf að vinna tvo leiki í röð til þess að komast í lokaúrslitin. Samuel Zeglinski (32 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar), Aaron Broussard (21 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar) og Sigurður Gunnar Þorsteinsson (21 stig) áttu allir frábæran leik fyrir Grindavík en fyrir utan frábæran fyrri hálfleik hjá Martin Hermannssyni (skoraði þá 14 af 16 stigum sínum) var meðalmennskan ríkjandi hjá KR-ingum. Grindvíkingar byrju leikinn mun betur með Sigurð Gunnar Þorsteinsson og Samuel Zeglinski í fararbroddi sem báðir skoruðu tíu stig í fyrsta leikhlutanum. Grindavík komst í 15-8 og var 27-19 yfir eftir fyrsta leikhlutann. KR-ingar héldu sér inni á sóknarfráköstunum því ekkert gekk sem dæmi fyrir utan þriggja stiga línuna. Martin Hermannsson var frábær í öðrum leikhluta þar sem hann skoraði 12 stig og átti mikinn þátt í að KR-liðinu tókst að vinna upp muninn. Martin endaði hálfleikinn á því að jafna metin í 43-43 með frábærri körfu eftir að hafa keyrt upp allan völlinn. KR-ingar skoruðu fyrstu körfu seinni hálfleiks en þá náðu Grindvíkingar góðan sprett sem skilar þeim mest tíu stiga forskot áður en KR náði að minnka muninn niður í fjögur stig fyrir lokaleikhlutann, 69-65. Samuel Zeglinski var frábær á þessum góða kafla og var kominn með 22 stig eftir þrjá leikhluta. Grindvíkingar voru skrefinu á undan í lokaleikhlutanum og KR-ingar náðu aldrei að koma sér aftur inn í leikinn. Grindvíkingar kláruðu leikinn á vítalínunni.Grindavík-KR 95-80 (27-19, 16-24, 26-22, 26-15)Grindavík: Samuel Zeglinski 32/10 fráköst/8 stoðsendingar, Aaron Broussard 21/11 fráköst/5 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 21/8 fráköst, Ryan Pettinella 8, Jóhann Árni Ólafsson 7/8 fráköst, Þorleifur Ólafsson 4, Davíð Ingi Bustion 2.KR: Brandon Richardson 19/6 stoðsendingar, Martin Hermannsson 16, Brynjar Þór Björnsson 11/4 fráköst, Helgi Már Magnússon 10/7 fráköst, Finnur Atli Magnusson 9/4 fráköst, Kristófer Acox 8/9 fráköst, Darshawn McClellan 5/6 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 2. Sverrir Þór: Ef við spilum áfram svona þá erum við í mjög góðum málumSverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, tók til í hausnum á sínum mönnum frá skellinum í öðrum leiknum og það var allt annað að sjá liðið í kvöld miðað við slakan leik liðsins í Vesturbænum á fimmtudagskvöldið. "Þetta var allt annar leikur. Við vorum að vinna vinnuna okkar og það var barátta í okkur. Við sýndum að okkur langaði í þetta og það er ástæðan fyrir þVí að við unnum. Þetta var tvennt ólíkt miðað við síðasta leik," sagði Sverrir Þór. "Ég býst alltaf við því að allir séu klárir en hugarfarið var ekki nógu gott í leiknum út í KR og við vorum ekki tilbúnir þegar leikurinn byrjaði. Við vorum það hinsvegar í kvöld, það mættu allir tilbúnir og lögðu á sig þessa vinnu sem þurfti til að sækja sigurinn," sagði Sverrir. "KR er lið sem hættir ekkert enda hörkulið með fullt af landsliðsmönnum. Maður getur ekki búist við því að labba í gegnum þá. Ég er gríðarlega ánægður með að hafa unnið leikinn," sagði Sverrir. "Siggi mætti mjög sterkur eftir lægð og ég vona að hann byrji núna á byrjuninni aftur og geri þetta upp á nýtt á fimmtudaginn. Við þurfum á honum að halda eins og hann spilaði í kvöld. Hann gerir þá liðið okkur miklu betra," sagði Sverrir um Ísafjarðartröllið Sigurð Gunnar Þorsteinsson sem var frábær. "Ég tek það ekkert af KR-ingum að þeir spiluðu vel í öðrum leiknum í DHL og frammistaða okkar í þeim leik dugar ekki á móti svona sterku liði. Ef við spilum eitthvað í líkingu við það sem við gerðum í kvöld og kannski aðeins betur þá erum við í mjög góðum málum með að klára einvígið," sagði Sverrir Þór að lokum. Helgi Már: Megum ekki leyfa þeim að komast svona auðveldlega inn í teigHelgi Már Magnússon og félagar í KR hittu ekki vel í kvöld á móti grimmum Grindvíkingum og urðu að sætta sig við tap. "Seinni hálfleikurinn var ekki nógu góður hjá okkur. Mér fannst þeir fá of mikið af auðveldum skotum undir okkar körfu, sniðskot og galopin skot. Lið á þessum kaliber setur slík skot að sjálfsögðu niður. Í framhaldinu var erfitt fyrir okkur að ná upp stemmningunni," sagði Helgi Már. "Við vorum að spila ágætlega en hittum illa og þar lá munurinn aðallega. Þeir voru að fá þessu auðveldu skot sem við náðum að loka á í síðasta leik," sagði Helgi Már. "Við hefðum alveg getað tekið þennan leik en við vorum að brjóta á þeim í endann og tókum með því áhættu. Það gekk ekki eftir og þeir unnu verðskuldað en við hefðum getað unnið þetta með aðeins betri leik og sérstaklega örlítið betri varnarleik," sagði Helgi Már. "Það vilja allir fá þessu auðveldu skot en það er okkar að verjast því. Við erum með ákveðið skipulag sem á að verjast því en það gekk því miður ekki upp í dag," sagði Helgi Már en hvað þarf að breytast mest fyrir næsta leik. "Við þurfum að gera það sem við ætlum að gera betur. Við vitum hvernig við ætlum að dekka þá og megum ekki leyfa þeim að komast svona auðveldlega inn í teig," sagði Helgi Már að lokum. Sigurður Gunnar: Ég fór loksins að lemja frá mérSigurður Gunnar Þorsteinsson, miðherji Grindavíkurliðsins, var flottur í kvöld, skoraði 10 stig í fyrsta leikhlutanum og endaði leikinn með 21 stig. KR-ingar réðu ekkert við hann undir körfunni. "Við mættum eins og karlmenn í kvöld og það var ekkert flóknara en það. Við vorum aumingjar í Vesturbænum en mættum eins og karlmenn í kvöld," sagði Sigurður Gunnar eftir leikinn. "Ég fór loksins að lemja frá mér og það skilaði sér. Við vissum hvað við þurftum að gera. Við þurftum að spila saman sem við gerðum ekki í Vesturbænum. Við stóluðum þá á einstaklingsframtakið og þá erum við bara lélegir. Ef við spilum svona eins og lið þá erum við frábærir," sagði Sigurður Gunnar. "Við þurfum bara að halda þessu áfram og gera nákvæmlega sömu hlutina. Þetta er ekki flókið," sagði Sigurður en gerði hann eitthvað öðruvísi í undirbúningnum fyrir leikinn í kvöld. "Ég mætti, eigum við ekki að orða það þannig. Það var alveg klárt mál að ég mætti ekki í síðustu leiki og þá getur maður ekki neitt. Ég var engan vegin ánægður með sjálfan mig," sagði Sigurður. Bein textalýsing frá Röstinni í Grindavík: Leik lokið | 95-80: Sannfærandi sigur Grindvíkinga. Grindavík getur nú tryggt sér sæti í úrslitaeinvíginu með sigri á KR í DHl-höllinni á fimmtudagskvöldið en KR þarf að vinna tvo leiki í röð til þess að komast í lokaúrslitin. Samuel Zeglinski (32 stig, 10 fráköst og 8 stoðsendingar), Aaron Broussard (21 stig, 11 fráköst og 5 stoðsendingar) og Sigurður Gunnar Þorsteinsson (21 stig) áttu allir frábæran leik fyrir Grindavík39. mín | 86-75: Þorleifur Ólafsson setur niður tvö víti og Grindavík er 11 stigum yfir þegar aðeins 61 sekúnda er eftir af leiknum. Þetta er komið því aðeins kraftaverkamínúta getur bjargað KR-ingum.39. mín | 84-75: KR-ingar hitta ekkert fyrir utan og þeim gengur illa að vinna upp muninn þrátt fyrir að ná að stoppa í vörninni. Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Grindavíkur, tekur leikhlé þegar 1:13 er eftir af leiknum. Grindavík er með boltann og níu stiga forystu.37. mín | 84-71: Grindvíkingar eru með þetta í hendi sér og Ryan Pettinella kemur þeim þrettán stigum yfir með því að taka sóknarfráköst og leggja boltann í körfuna.35. mín | 78-69: Grindavík er komið níu stigum yfir þear 5:54 eru eftir á klukkunni. KR tekur leikhlé og fer yfir hlutina enda eru heimamenn að gera sig líklega til að landa sigrinum á næstu minútum.33. mín | 76-69: Aaron Broussard fer sterkt á körfuna, skorar og fær víti að auki sem hann nýtir. Grindavík er fimm stigum yfir á ný. Broussard skorar aftur í næstu sókn og fer fyrir heimamönnum þessa stundina.32. mín | 69-67: Það er mikil barátta þessa stundina en leikmönnum gengur ekkert að skora. Kristófer Acox skoraði fyrstu stig leikhlutans á vítalínunni og minnkar muninn í tvö stig.Þriðji leikhluti búinn | 69-65: KR-ingar eru ekkert hættir og ná að minnka muninn í fjögur stig með því að skora sex síðustu stig leikhlutans. Brynjar Þór skoraði fimm stig á síðustu þremur mínútum þriðja leikhlutans og er kannski að hrökkva í gang.29. mín | 69-59: Grindvíkingar ná frábærum endaspretti í þriðja og Aaron Broussard kemur þeim tíu stigum yfir. Aaron Broussard er kominn með 15 stig.28. mín | 64-56: Aaron Broussard og Sigurður Gunnar skora tvær hraðaupphlaupskörfur í röð og Grindavík er komið átta stigum yfir.27. mín | 59-56: Helgi Már Magnússon skorar langþráðan þrist fyrir KR - í 16. tilraun.26. mín | 59-53: Samuel Zeglinski með þrist af löngu færi og Grindavík er komið fjórum stigum yfir. Zeglinski keyrir upp að körfunni í næstu sókn og skorar en hann er nú kominn með 19 stig. KR tekur leikhlé enda komið sex stigum undir. KR-ingar eru búnir að klikka á öllum fimmtán þriggja stiga skotum sínum í kvöld.25. mín | 54-51: Brynjar Þór kemst á vítalínuna og skorar sín fyrstu stig síðan í byrjun leik. Sigurður Gunnar svarar inn í teig eftir stoðsendingu frá Broussard.24. mín | 49-47: Jóhann Árni Ólafsson jafnar metin með þriggja stiga körfu. KR-ingar missa boltann en nú kemur Martin Hermannsson aftur inn. Sigurður Gunnar kemur Grindavík yfir.22. mín | 43-45: Helgi Már Magnússon skorar fyrstu körfu seinni hálfleiksins eftir 100 sekúndur og kemur KR tveimur stigum yfir.21. mín | 43-43: Liðin eru mistæk í fyrstu sóknum sínum í seinni hálfleiknum og það er ekkert skorað á fyrstu mínútu hálfeiksins. Spennan er mikil í Röstinni núna.Hálfleikur | 43-43: Martin Hermannsson fer upp allan völlinn og skorar glæsilega körfu. Það er jafnt í hálfleik. Martin hefur skorað 14 stig í fyrri hálfleiknum og Brandon Richardson er með 13 stig. Sigurður Gunnar Þorsteinsson er með 12 stig hjá Grindavík og Samuel Zeglinski hefur skorað 11 stig. Aaron Broussard er mepð 10 stig, 7 fráköst og 4 stoðsendingar.19. mín | 43-41: Aaron Broussard keyrir upp að körfu og fær tvö víti tæpum sex sekúndum fyrir hálfleik. Hann nýtir bæði skotin. KR tekur leikhlé og KR-ingar ætla að setja upp lokaskot hálfleiksins.19. mín | 38-39: KR-ingar skorar tvær hraðaupphlaupskörfur í röð og eru komnir yfir á ný. Martin er kominn með 10 stig í fyrri hálfleiknum.18. mín | 37-34: Grindavík skorar fjögur stig í röð, öll inn í teig, og ná aftur forystunni í leiknum.17. mín | 31-33: Martin Hermannsson kemst á vítalínuna og kemur KR tveimur stigum yfir með því að setja bæði vítin niður. Sex KR-stig í röð.16. mín | 31-31: Brandon Richardson jafnar leikinn fyrir KR og er kominn með tíu stig og fjórar stoðsendingaer. KR-ingar halda áfram að vera grimmari í fráköstunum og það á mikinn þátt í því að þeir eru búnir að vinna upp forskot Grindvíkinga.15. mín | 30-25: Grindvíkingurinn Ryan Pettinella skorar laglega körfu inn í teig og Ólafur Ólafsson fiskar ruðning á Finn en Finnur er þar með kominn með þrjár villur og þarf að stetjast á bekkinn.14. mín | 28-24: Brynjar Þór Björnsson hjá KR er ískaldur og eina karfa hans kom í upphafi leiks. KR-ingar taka hvert sóknarfrákastið á fætur öðru og halda sér á því inn í leiknum. Brynjar fær hvíld.12. mín | 28-24: Martin Hermannsson skorar körfu og fær víti að auki sem hann nýtir. Hann átti líka stoðsendingu á Jón Orra í sókninni á undan og er að koma sterkur inn.Fyrsti leikhluti búinn | 27-19: Aaron Broussard endar leikhlutann á því að setja niður þriggja stiga körfu um leið og leiktíminn rennur út. Fyrsta karfa hans í leiknum.9. mín | 24-16: Samuel Zeglinski smellir niður þrist úr horninu og er kominn með tíu stig eins og Sigurður Gunnar. Þeir eru báðir sjóðheitir í kvöld. KR-ingar taka leikhlé þegar 1:47 er eftir af fyrsta leikhlutanum.7. mín | 19-12: Sigurður Gunnar Þorsteinsson er kominn með tíu stig á fyrstu sjö mínútunum og fer á kostum undir körfunni.6. mín | 15-10: Martin Hermannsson, hetja KR í síðasta leik, kemur inn á völlinn í fyrsta sinn í kvöld.5. mín | 14-6: Jóhann Árni Ólafsson fær fyrstu villu Grindvíkinga við mikinn fögnuð KR-inga í stúkunni.5. mín | 12-6: Grindvíkingar eru að galopna KR-vörnina hvað eftir annað. Finnur Atli Magnússon er kominn með 4 stig hjá KR en líka 2 villur. Aaron Broussard er kominn með 3 stoðsendingar.3. mín | 10-4: Sigurður Gunnar Þorsteinsson fær aftur boltann undir körfunni og nú skorar hann og setur niður víti að auki.2. mín | 5-2: Samuel Zeglinski byrjar vel því nú spilar hann Sigurð Gunnar Þorsteinsson í dauðafæri og Sigurður skorar auðveldlega.Leikurinn er hafinn | 3-0: Samuel Zeglinski skorar fyrstu körfu leiksins fyrir Grindavík og það er þristur af löngu færi.Fyrir leik: Nú er þetta að bresta á. Grindvíkingar taka á móti sínum mönnum í kynningunni með risastórum Grindavíkurfána í stúkunni. Grindvíkingar fá mikinn og góðan stuðning í kvöld. Lokalag fyrir leik er "Killer Queen" með Queen.Fyrir leik: KR-ingar eru lengur inn í klefa og koma ekki inn í salinn fyrr en Michael Jackson er farinn að syngja "Beat it". Kynningin er hafin og KR-ingar eru kynntir fyrst.Fyrir leik: "Þeir skora og skora" hljómar í græjunum þegar Grindvíkingar koma inn í salinn eftir lokaræðuna frá Sverri Þór Sverrissyni þjálfara. Grindvíkingar eru einbeittir og greinilega staðráðnir í að spila miklu betur en í síðasta leik í DHL-höllinni.Fyrir leik: Þjálfarar liðanna hafa tilkynnt inn byrjunarliðin sín. Hjá Grindavík byrja þeir Jóhann Árni, Aaron, Samuel, Þorleifur og Sigurður Gunnar. Hjá KR byrja þeir Brynjar, Helgi Már, Brandon, Finnur Atli og Darshawn. Þetta eru sömu byrjunarlið og í hinum tveimur leikjunum.Fyrir leik: Ólafur Ólafsson er mættur á ný í Grindavíkurbúninginn en hann missti af síðasta leik vegna veikinda. Grindavík eru búið að vinna alla leikina sem Ólafur hefur spilað í úrslitakeppninni í ár.Fyrir leik: Röstin er að fyllast og það bíða allir spenntir eftir vonandi skemmtilegum leik. Grindvíkingar hafa verið að byrja vel í sigurleikjum sínum á móti KR og því mun fyrsti leikhlutinn gefa sterk skilaboð um þróun leiksins í kvöld.Fyrir leik: Dómarar kvöldsins eru þeir Kristinn Óskarsson, Rögnvaldur Hreiðarsson og Björgvin Rúnarsson. Pétur Hrafn Sigurðsson er eftirlitsdómari.Fyrir leik: Staðan í einvíginu er 1-1. Grindavík vann fyrsta leikinn 95-87 en KR svaraði með því að vinna síðasta leik 90-72. Það lið sem vinnur í kvöld kemst í 2-1 í einvíginu og vantar þá bara einn sigur til viðbótar til þess að tryggja sér sæti í úrslitaeinvíginu.Fyrir leik: Grindavík er búið að vinna báða heimaleiki sína á móti KR í vetur, fyrst 100-87 í deildinni og svo 95-87 í fyrsta leiknum í einvígi liðanna í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Grindavík er búið að vinna fyrsta leikhlutann í þessum leikjum með 28 stiga mun, 47-19 (24-9 og 23-10).Fyrir leik: Þetta er í þriðja sinn í vetur sem Grindavík mætir KR eftir tap í leiknum á undan og Grindvíkingar hafa unnið hina tvo. Þeir unnu KR 87-80 í nóvember eftir að hafa tapað fyrir Snæfelli í Lengjubikarnum í leiknum á undan og þeir unnu 100-87 sigur í lok febrúar eftir að hafa tapað fyrir Stjörnunni í bikarúrslitaleiknum í leiknum á undan.Fyrir leik: Bræðurnir og KR-ingarnir Helgi Már Magnússon og Finnur Atli Magnússon voru saman með 32 fleiri framlagsstig í leik tvö en í tapinu í fyrsta leiknum í Grindavík. Finnur Atli fór úr -2 í framlagi í leik eitt (2 stig og 2 fráköst) í 24 í framlagi í leik tvö (16 stig og 10 fráköst). Helgi Már fór úr 11 í framlagi í leik eitt (12 stig og 8 fráköst) í 17 í framlagi í leik tvö (18 stig og 7 fráköst).Fyrir leik: Í síðustu þremur einvígum Grindavíkur og KR hafa bæði félög náð forystu í fyrstu þremur leikjum einvígins. Þannig var það í lokaúrslitunum 2009 (KR 1-0, Grindavík 2-1), í átta liða úrslitunum 2005 (KR 1-0, Grindavík 2-1) og í lokaúrslitunum 2000 (Grindavík 1-0, KR 2-1). Samkvæmt þeirri hefð þá ættu KR-ingar að vinna í kvöld.
Dominos-deild karla Mest lesið Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ásdís Karen orðin samherji Hildar í Madríd Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Jafnt í toppslagnum í Skírisskógi Enski boltinn Fleiri fréttir „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Sjá meira