Jákvæðar fréttir af Framsókn en neikvæðar af Sjálfstæðisflokki Karen Kjartansdóttir skrifar 5. apríl 2013 18:36 Sjálfstæðisflokknum heppnast ekki að koma skilaboðum til kjósenda og takast á við erfið mál. Hann er eini flokkurinn sem fær meiri neikvæða umfjöllun en jákvæða. Þetta segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar, sem hefur farið yfir um þrjú þúsund fréttir og greinar sem birtust um stjórnmálaflokka í mars. Framsókn fær lang jákvæðustu umfjöllunina. Í mars birtust um 3000 fréttir og greinar í fjölmiðlum um stjórnmálaflokkana. Fjölmiðlavaktin hefur farið vandlega yfir þær og flokkað niður. Flestar voru um stjórnarflokkana. Rúmlega 1500 voru um Samfylkinguna, langflestar voru hlutlausar eða 82,3 prósent. 6,7 prósent voru neikvæðar og 10,5 prósent voru jákvæðar. Svipað var upp á teningnum þegar kom að Vinstri grænum sem var fjallað um 1300 sinnum. Um Sjálfstæðisflokkinn voru svo skrifaðar um 1000 fréttir. Það vekur athygli greinenda að oftar var umfjöllun af flokknum neikvæð en jákvæð en slíkt er mjög fátítt. Nær 10 prósent umfjöllunar var neikvæð en rúmlega 8 prósent jákvæð. Um 800 sinnum er fjallað um Framsókn og blasir allt önnur staða blasir við henni en Sjálfstæðisflokknum. Enginn fær jafn jákvæða umfjöllun og Framsókn eða um 17 prósent en 6,8 prósent umfjölluninnar er neikvæð. Björt framtíð fær minnsta umfjöllun eða um 440 greinar. En eins og sást í dæmunum að ofan er það ekki magn heldur framsetning sem skiptir máli og ættu þeir að geta vel við unað með rúmlega helmingi fleiri jákvæðar umfjallanir en neikvæðar. „Þetta má túlka þannig að Framsóknarflokknum er að takast að koma á framfæri skilaboðum til kjósanda sem hafa greinileg áhrif á viðhorf kjósenda ef maður að ber þetta saman við skoðanakannanir sem við fylgjumst mjög grant með, á síðustu dögum og vikum," segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar. Magnús segir umfjöllun hafa mjög greinileg áhrif á fylgi. Það hafi til dæmis komið berlega í ljós þegar fréttir birtust um styrki FL-group til Sjálfstæðsflokksins skömmu fyrir kosningar 2009. „Þá sáum við greinilega að þetta hafði áhrif á fylgi þeirra í skoðanakönnunum á þeim tíma og þeim tókst ekki vel að vinna úr þeim málum sem komu upp þá." Mjög neikvæð umræða hafi til dæmis myndast í kringum landsfundinn og slíkt dragi dilk á eftir sér. „Það er ekki mjög langt til kosninga og mín spá er sú að þetta eigi ekki eftir að breytast mikið." Helsta von Sjálfstæðismanna sé því að vandamál komi upp hjá öðrum flokkum. „Hvað varðar Framsóknaflokkinn þá er það mitt mat að flokknum hafi tekist að búa til skýra mynd í hugum kjósenda fyrir hvað þeir standa. Síðan má ekki gleyma einu og það er að Framsóknarflokkurinn er flokkur sem hefur endurnýjað sig töluvert mikið sem hlýtur að hafa eitthvaða að segja líka," segir Magnús. Kosningar 2013 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Sjálfstæðisflokknum heppnast ekki að koma skilaboðum til kjósenda og takast á við erfið mál. Hann er eini flokkurinn sem fær meiri neikvæða umfjöllun en jákvæða. Þetta segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar, sem hefur farið yfir um þrjú þúsund fréttir og greinar sem birtust um stjórnmálaflokka í mars. Framsókn fær lang jákvæðustu umfjöllunina. Í mars birtust um 3000 fréttir og greinar í fjölmiðlum um stjórnmálaflokkana. Fjölmiðlavaktin hefur farið vandlega yfir þær og flokkað niður. Flestar voru um stjórnarflokkana. Rúmlega 1500 voru um Samfylkinguna, langflestar voru hlutlausar eða 82,3 prósent. 6,7 prósent voru neikvæðar og 10,5 prósent voru jákvæðar. Svipað var upp á teningnum þegar kom að Vinstri grænum sem var fjallað um 1300 sinnum. Um Sjálfstæðisflokkinn voru svo skrifaðar um 1000 fréttir. Það vekur athygli greinenda að oftar var umfjöllun af flokknum neikvæð en jákvæð en slíkt er mjög fátítt. Nær 10 prósent umfjöllunar var neikvæð en rúmlega 8 prósent jákvæð. Um 800 sinnum er fjallað um Framsókn og blasir allt önnur staða blasir við henni en Sjálfstæðisflokknum. Enginn fær jafn jákvæða umfjöllun og Framsókn eða um 17 prósent en 6,8 prósent umfjölluninnar er neikvæð. Björt framtíð fær minnsta umfjöllun eða um 440 greinar. En eins og sást í dæmunum að ofan er það ekki magn heldur framsetning sem skiptir máli og ættu þeir að geta vel við unað með rúmlega helmingi fleiri jákvæðar umfjallanir en neikvæðar. „Þetta má túlka þannig að Framsóknarflokknum er að takast að koma á framfæri skilaboðum til kjósanda sem hafa greinileg áhrif á viðhorf kjósenda ef maður að ber þetta saman við skoðanakannanir sem við fylgjumst mjög grant með, á síðustu dögum og vikum," segir Magnús Heimisson, forstöðumaður fjölmiðlagreiningar Fjölmiðlavaktarinnar. Magnús segir umfjöllun hafa mjög greinileg áhrif á fylgi. Það hafi til dæmis komið berlega í ljós þegar fréttir birtust um styrki FL-group til Sjálfstæðsflokksins skömmu fyrir kosningar 2009. „Þá sáum við greinilega að þetta hafði áhrif á fylgi þeirra í skoðanakönnunum á þeim tíma og þeim tókst ekki vel að vinna úr þeim málum sem komu upp þá." Mjög neikvæð umræða hafi til dæmis myndast í kringum landsfundinn og slíkt dragi dilk á eftir sér. „Það er ekki mjög langt til kosninga og mín spá er sú að þetta eigi ekki eftir að breytast mikið." Helsta von Sjálfstæðismanna sé því að vandamál komi upp hjá öðrum flokkum. „Hvað varðar Framsóknaflokkinn þá er það mitt mat að flokknum hafi tekist að búa til skýra mynd í hugum kjósenda fyrir hvað þeir standa. Síðan má ekki gleyma einu og það er að Framsóknarflokkurinn er flokkur sem hefur endurnýjað sig töluvert mikið sem hlýtur að hafa eitthvaða að segja líka," segir Magnús.
Kosningar 2013 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira