Kallar Thatcher gamla norn Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. apríl 2013 09:02 Bresku blöðin fjalla ítarlega um feril Thatcher í dag. Nordicphotos/Getty Óhætt er að segja að Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sé minnst með ólíkum hætti. Íþróttastjörnur Breta hafa tjáð sig og eru skiptar skoðanir um Thatcher sem lést í gær 87 ára gömul. Thatcher, sem gengdi stöðu forsætisráðherra frá árinu 1979-1990, vakti ekki mikla lukku í fótboltaheiminum þegar hún vildi koma því til leiðar að allir áhorfendur á knattspyrnuleikjum þyrftu að ganga með kort til að sanna einkenni sitt. Þá var dauða Thatcher bókstaflega fagnað meðal sumra stuðningsmanna Liverpool í gær en forsætisráðherrann fyrrverandi var harðlega gagnrýnd fyrir afstöðu sína í Hillsborough-slysinu árið 1989. Þá létu 96 stuðningsmenn Liverpool lífið í bikarleik gegn Nottingham Forest í Sheffield. Stuðningsmönnum Liverpool var lengi vel sjálfum kennt um slysið. Í september á síðasta ári var þó gefin út skýrsla sem sýndi fram á sakleysi stuðningsmanna. Skipulagi og lögreglu hefði verið um að kenna. Thatcher stóð með lögregluyfirvöldum í málinu sem fullyrtu að ölvaðir stuðningsmenn utan við völlinn hefðu orsakað slysið. Þeirri sögu lögreglunnar treysti Thatcher. Thatcher ásamt íþróttamálaráðherra Breta og fleirum á Hillsborough-vellinum í Sheffield eftir harmleikinn í maí 1989.Nordicphotos/Getty Gary Lineker, næstmarkahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins í knattspyrnu, komst ágætlega að orði. „Fáir hafa klofið fólk í fylkingar á sama hátt og barónessan Thatcher. Elskuð og hötuð til jafns en enginn gleymir henni," sagði Gary Lineker á Twitter. Brian Moore, ruðningsstjarna Englendinga, tók aðeins dýpra í árinni. „Hvíldu í friði Margaret Thatcher. Ég kunni ekki að meta stjórnmálaskoðanir hennar en hún var algjör risi í stjórnmálaheiminum." Moore hlaut sterk viðbrögð frá hluta fylgjenda sinna á Twitter og svaraði fyrir sig: „Þeir sem eru ósáttir og spyrja hvers vegna ég úthúða ekki Thatcher og stjórnmálaaðferðum hennar, hér er svarið: Hún dó í gær og ég er ekki fáviti." Það þarf ekki að koma neinum á óvart að viðbrögð Joey Barton vöktu sérstaka athygli. Barton hefur ekki verið þekktur fyrir að skafa af skoðunum sínum. „Ríkið ætti ekki að standa að útför hennar. Margir hötuðu hana. Fólkir syrgir í suðri en fagnar í norðri," skrifaði Barton sem var ekki hættur. „Það er mín skoðun að fólk horfi á verk hennar með óbragð í munni. Það sem hún gerði verkamannastéttinni mun lifa áfram þótt henni sé kastað ofan í grafreitinn," skrifaði Barton og enn hélt hann áfram: „Ég gæti sagt hvíldu í friði en það væru ekki hreinskilin skilaboð. Ef himnaríki væri til væri ekkert bláss fyrir þessa gömlu norn þar," skrifaði Barton. Ruðningsgoðsögnin Will Carling tók upp hanskann fyrir Thatcher: „Sorglegt að heyra tíðindin af andláti Margaret Thatcher í morgun. Ég fylgist ekki mikið með stjórnmálum en hún var leiðtogi ólíkt mörgum sem hugsa aðeins um fjölmiðla og vinsældir." Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með. Fótbolti Bretland England Hillsborough-slysið Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira
Óhætt er að segja að Margrétar Thatcher, fyrrverandi forsætisráðherra Bretlands, sé minnst með ólíkum hætti. Íþróttastjörnur Breta hafa tjáð sig og eru skiptar skoðanir um Thatcher sem lést í gær 87 ára gömul. Thatcher, sem gengdi stöðu forsætisráðherra frá árinu 1979-1990, vakti ekki mikla lukku í fótboltaheiminum þegar hún vildi koma því til leiðar að allir áhorfendur á knattspyrnuleikjum þyrftu að ganga með kort til að sanna einkenni sitt. Þá var dauða Thatcher bókstaflega fagnað meðal sumra stuðningsmanna Liverpool í gær en forsætisráðherrann fyrrverandi var harðlega gagnrýnd fyrir afstöðu sína í Hillsborough-slysinu árið 1989. Þá létu 96 stuðningsmenn Liverpool lífið í bikarleik gegn Nottingham Forest í Sheffield. Stuðningsmönnum Liverpool var lengi vel sjálfum kennt um slysið. Í september á síðasta ári var þó gefin út skýrsla sem sýndi fram á sakleysi stuðningsmanna. Skipulagi og lögreglu hefði verið um að kenna. Thatcher stóð með lögregluyfirvöldum í málinu sem fullyrtu að ölvaðir stuðningsmenn utan við völlinn hefðu orsakað slysið. Þeirri sögu lögreglunnar treysti Thatcher. Thatcher ásamt íþróttamálaráðherra Breta og fleirum á Hillsborough-vellinum í Sheffield eftir harmleikinn í maí 1989.Nordicphotos/Getty Gary Lineker, næstmarkahæsti leikmaður í sögu enska landsliðsins í knattspyrnu, komst ágætlega að orði. „Fáir hafa klofið fólk í fylkingar á sama hátt og barónessan Thatcher. Elskuð og hötuð til jafns en enginn gleymir henni," sagði Gary Lineker á Twitter. Brian Moore, ruðningsstjarna Englendinga, tók aðeins dýpra í árinni. „Hvíldu í friði Margaret Thatcher. Ég kunni ekki að meta stjórnmálaskoðanir hennar en hún var algjör risi í stjórnmálaheiminum." Moore hlaut sterk viðbrögð frá hluta fylgjenda sinna á Twitter og svaraði fyrir sig: „Þeir sem eru ósáttir og spyrja hvers vegna ég úthúða ekki Thatcher og stjórnmálaaðferðum hennar, hér er svarið: Hún dó í gær og ég er ekki fáviti." Það þarf ekki að koma neinum á óvart að viðbrögð Joey Barton vöktu sérstaka athygli. Barton hefur ekki verið þekktur fyrir að skafa af skoðunum sínum. „Ríkið ætti ekki að standa að útför hennar. Margir hötuðu hana. Fólkir syrgir í suðri en fagnar í norðri," skrifaði Barton sem var ekki hættur. „Það er mín skoðun að fólk horfi á verk hennar með óbragð í munni. Það sem hún gerði verkamannastéttinni mun lifa áfram þótt henni sé kastað ofan í grafreitinn," skrifaði Barton og enn hélt hann áfram: „Ég gæti sagt hvíldu í friði en það væru ekki hreinskilin skilaboð. Ef himnaríki væri til væri ekkert bláss fyrir þessa gömlu norn þar," skrifaði Barton. Ruðningsgoðsögnin Will Carling tók upp hanskann fyrir Thatcher: „Sorglegt að heyra tíðindin af andláti Margaret Thatcher í morgun. Ég fylgist ekki mikið með stjórnmálum en hún var leiðtogi ólíkt mörgum sem hugsa aðeins um fjölmiðla og vinsældir." Sportið á Vísi er á Facebook. Fylgstu með.
Fótbolti Bretland England Hillsborough-slysið Mest lesið Danmörk - Ísland 31-28 | Strákarnir okkar spila um bronsið Handbolti Aldrei séð Dag svona reiðan Handbolti Alfreð í úrslitaleikinn eftir sigur á Degi Handbolti „Ég hugsa að þetta sé EM-met“ Handbolti Ræða Dags bar árangur og EHF lofar breytingum Handbolti Tennisstjörnurnar fela hluti í nærfötunum Sport „Margar ákvarðanir hjá dómurunum sem ég á erfitt með að lifa með“ Handbolti „Þetta er bara einn af mönnum mótsins hingað til“ Handbolti EM-Pallborðið: Rýndu í möguleika Íslands gegn Danmörku Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Danmörku: Hetjuleg frammistaða gegn heimsmeisturunum Handbolti Fleiri fréttir Sjáðu laglega afgreiðslu hins sjóðheita Barrys Sjóðheitur Dorgu frá í um tíu vikur Barry bjargaði stigi fyrir Everton Ekki gerst hjá Arsenal í átján ár Sjáðu draumamark Dorgu og öll hin í sigri United á Arsenal Varamaðurinn tryggði United sigur gegn Arsenal Aston Villa lifði af orrahríð fyrir norðan og náði Manchester City Hlín utan hóps er Lehmann kom að marki í fyrsta leik Estevao með mark og stoðsendingu gegn lánlausu Palace liði Sjáðu alla dramatíkina úr enska boltanum Van Dijk segir að það hafi „klárlega verið brotið á sér“ í sigurmarkinu „Sigurmark undir lokin er fullkomið fyrir okkur“ Liverpool-vandræðin halda áfram og Bournemouth með sigurmark í blálokin Stórbrotið sigurmark hjá Harry Wilson Haaland fékk smá hvíld í kærkomnum sigri City Hömruðu meðan járnið var heitt í sigri gegn Sunderland Sonur Wayne Rooney spilaði á Old Trafford Arsenal sagt vera að skoða kaup á Julián Álvarez í sumar Gæti farið frá Liverpool til Tottenham Íslenskir spéfuglar vöktu kátínu Spursara en reittu tvo til reiði Konaté syrgir föður sinn Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar Þættir um Manchester United í anda „The Crown“ Leikmenn City endurgreiða stuðningsmönnum Óttast að Grealish verði lengi frá Xabi Alonso myndi segja nei við öllum núna nema Liverpool Bauð Paul Scholes heim til sín til að ræða málin Leikmaður Liverpool lenti í eltihrelli Vilja sjá þessa stjóra í brúna hjá United Sjá meira