Bjartsýn þrátt fyrir kannanir Karen Kjartansdóttir skrifar 9. apríl 2013 19:00 Börn eiga að fá gjaldfrjálsar tannlækningar og leigjendur jafn góðan stuðning og þeir sem kaupa. Þessi loforð eru meðal þeirra sem Samfylkingarfólk gaf við opnun kosningaskrifstofu flokksins í dag. Formennirnir segjast hvergi bangnir þótt kannanir gefi ef til vill lítið tilefni til bjartsýni. Ríkið greiðir 90 milljarða í vexti á ári. Ef lánin væru greidd niður væri hægt að nota peningana í velferð. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli formannana. En kannanir sýna að það kosningamál sem kjósendur leggja áherslu á eru skuldir heimilanna hvað á að gera í þeim? „Hvað skuldamálin sérstaklega varðar leggjum við áherslu á að mæta sérstaklega þeim hópum sem fóru verst og keyptu íbúð rétt fyrir hrun og að tryggja jafnræði þeirra sem lentu í vanda og hafa ekki notið fulls jafnræðis, fólk hefur verið að fá ólíka úrslausn mála eftir því hvað það skuldaði til dæmis," segir Árni Páll Árnason formaður flokksins. Árni segir að einnig þurfi að bæta húsnæðislánakerfið en einnig sé mikilvægt að gefa fólk valkost með öflugum leigumarkaði. „Hjá okkur helst í hendur vinna og velferð. Við viljum kröftugt atvinnulíf sem skilar miklum arði svo við getum haldið úti öflugri velferð. Það er hin norræna leið." En er ekki erfitt að vera að ræða um velferð núna eftir nokkurra ára niðurskurð. „Nei okkur hefur tekist að ná að standa vörð um velferðina á þessum erfiðu tímum." En fylgið hefur minnkað og virðist Katrín Júlíusdóttir varaformaður jafnvel eiga hættu á að detta út af þingi. Óttast formennirnir að áhersla þeirra á Evrópumál í miðri Evrukrísu sé að gera þeim erfitt fyrir. „Ég tel þetta eitt af okkar stærstu málum því umræðan um aðild að Evrópusambandinu snýst um það að við viljum örugga framtíð. Við viljum framtíð sem býður upp á stöðugleika. Framtíð þar sem við vitum sirkabát hvað kostar að kaupa í matinn og þar sem eru ekki stöðugar kollsteypur." Kosningar 2013 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Börn eiga að fá gjaldfrjálsar tannlækningar og leigjendur jafn góðan stuðning og þeir sem kaupa. Þessi loforð eru meðal þeirra sem Samfylkingarfólk gaf við opnun kosningaskrifstofu flokksins í dag. Formennirnir segjast hvergi bangnir þótt kannanir gefi ef til vill lítið tilefni til bjartsýni. Ríkið greiðir 90 milljarða í vexti á ári. Ef lánin væru greidd niður væri hægt að nota peningana í velferð. Þetta var meðal þess sem kom fram í máli formannana. En kannanir sýna að það kosningamál sem kjósendur leggja áherslu á eru skuldir heimilanna hvað á að gera í þeim? „Hvað skuldamálin sérstaklega varðar leggjum við áherslu á að mæta sérstaklega þeim hópum sem fóru verst og keyptu íbúð rétt fyrir hrun og að tryggja jafnræði þeirra sem lentu í vanda og hafa ekki notið fulls jafnræðis, fólk hefur verið að fá ólíka úrslausn mála eftir því hvað það skuldaði til dæmis," segir Árni Páll Árnason formaður flokksins. Árni segir að einnig þurfi að bæta húsnæðislánakerfið en einnig sé mikilvægt að gefa fólk valkost með öflugum leigumarkaði. „Hjá okkur helst í hendur vinna og velferð. Við viljum kröftugt atvinnulíf sem skilar miklum arði svo við getum haldið úti öflugri velferð. Það er hin norræna leið." En er ekki erfitt að vera að ræða um velferð núna eftir nokkurra ára niðurskurð. „Nei okkur hefur tekist að ná að standa vörð um velferðina á þessum erfiðu tímum." En fylgið hefur minnkað og virðist Katrín Júlíusdóttir varaformaður jafnvel eiga hættu á að detta út af þingi. Óttast formennirnir að áhersla þeirra á Evrópumál í miðri Evrukrísu sé að gera þeim erfitt fyrir. „Ég tel þetta eitt af okkar stærstu málum því umræðan um aðild að Evrópusambandinu snýst um það að við viljum örugga framtíð. Við viljum framtíð sem býður upp á stöðugleika. Framtíð þar sem við vitum sirkabát hvað kostar að kaupa í matinn og þar sem eru ekki stöðugar kollsteypur."
Kosningar 2013 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira