Jovan fær eins leiks bann Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 27. mars 2013 10:22 Jovan Zdravevski. Mynd/Valli Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. Jovan Zdravevski fékk brottrekstrarvillu í lok fyrri hálfleiks í leik tvö eftir viðskipti við Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliða Keflavíkur en bæði hann og aðrir Stjörnumenn voru mjög ósáttir með þann dóm. Stjarnan vann fyrsta leikinn í einvíginu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en Keflavík tryggði sér oddaleik í Garðabæ á morgun með því að vinna leik tvö. Jovan Zdravevski er lykilmaður í liði Stjörnunnar og því mikill missir fyrir liðið að hann verði ekki með. Jovan hefur skorað 36 stig á 46 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu á móti Keflavík þar sem 6 af 10 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið.Hér fyrir neðan er niðurstaða dómsins: "Fyrir liggur að leikmaður nr. 5 í liði Stjörnunnar hlaut brottrekstrarvillu í ofangreindum leik og var vísað af leikvelli. Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. reglugerðarum aga- og úrskurðarmál er nefndin bundin af ákvörðun dómara leiks, t .d. varðandi brottvísun Ekki er til staðar myndbandsupptaka af umræddu atviki og þá er ekki öðrum gögnum að dreifa um málið sem kynnu að styðja við þau sjónarmið sem fram koma í greinargerð körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Er því hvorki hægt að fallast á kröfu um frávísun málsins né að agaviðurlögum verði ekki beitt. Samkvæmt c-lið 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál segir að ef einstaklingi hafi verið vísað af leikvelli eða keppnisstað fyrir alvarlega grófan leik eða, ósæmilega framkomu skuli aga- og úrskurðarnefnd úrskurða viðkomandi í eins eða tveggja leikja bann. Við slíka ákvörðun skal nefndin líta til ásetnings, afleiðinga og hver sé brotaþoli. Með hliðsjón af framangreindu er það mat nefndarinnar að hinn kærði sæti eins leiks banni og tekur úrskurðurinn gildi strax við birtingu, sbr. 4. mgr. 9. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál." Það er hægt að sjá allan dóminn hér. Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira
Jovan Zdravevski verður ekki með Stjörnunni í oddaleiknum á móti Keflavík í morgun því Aga- og úrskurðarnefnd KKÍ hefur úrskurðað hann í eins leiks bann. Jovan Zdravevski fékk brottrekstrarvillu í lok fyrri hálfleiks í leik tvö eftir viðskipti við Magnús Þór Gunnarsson, fyrirliða Keflavíkur en bæði hann og aðrir Stjörnumenn voru mjög ósáttir með þann dóm. Stjarnan vann fyrsta leikinn í einvíginu á móti Keflavík í átta liða úrslitum Dominos-deildar karla í körfubolta en Keflavík tryggði sér oddaleik í Garðabæ á morgun með því að vinna leik tvö. Jovan Zdravevski er lykilmaður í liði Stjörnunnar og því mikill missir fyrir liðið að hann verði ekki með. Jovan hefur skorað 36 stig á 46 mínútum í fyrstu tveimur leikjunum í einvíginu á móti Keflavík þar sem 6 af 10 þriggja stiga skotum hans rötuðu rétta leið.Hér fyrir neðan er niðurstaða dómsins: "Fyrir liggur að leikmaður nr. 5 í liði Stjörnunnar hlaut brottrekstrarvillu í ofangreindum leik og var vísað af leikvelli. Samkvæmt 2. mgr. 6. gr. reglugerðarum aga- og úrskurðarmál er nefndin bundin af ákvörðun dómara leiks, t .d. varðandi brottvísun Ekki er til staðar myndbandsupptaka af umræddu atviki og þá er ekki öðrum gögnum að dreifa um málið sem kynnu að styðja við þau sjónarmið sem fram koma í greinargerð körfuknattleiksdeildar Stjörnunnar. Er því hvorki hægt að fallast á kröfu um frávísun málsins né að agaviðurlögum verði ekki beitt. Samkvæmt c-lið 13. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál segir að ef einstaklingi hafi verið vísað af leikvelli eða keppnisstað fyrir alvarlega grófan leik eða, ósæmilega framkomu skuli aga- og úrskurðarnefnd úrskurða viðkomandi í eins eða tveggja leikja bann. Við slíka ákvörðun skal nefndin líta til ásetnings, afleiðinga og hver sé brotaþoli. Með hliðsjón af framangreindu er það mat nefndarinnar að hinn kærði sæti eins leiks banni og tekur úrskurðurinn gildi strax við birtingu, sbr. 4. mgr. 9. gr. reglugerðar um aga- og úrskurðarmál." Það er hægt að sjá allan dóminn hér.
Dominos-deild karla Mest lesið Kristófer Acox kallar sig glæpamann Körfubolti Svona var blaðamannafundur Arnars Fótbolti Rooney að kenna að Liverpool er komið á sigurbrautina á ný? Enski boltinn Arnar Gunnlaugsson las yfir vælandi fýlupúkum hjá Real Madrid Fótbolti Mál Alberts truflar landsliðið ekki Fótbolti Littler kjörinn kynþokkafyllsti íþróttamaður heims Sport Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Fótbolti „Ég myndi ekki óska neinum þess að lenda í þessu“ Fótbolti Besta tenniskona heims tekur þátt í nýrri „Baráttu kynjanna“ Sport Fékk faðmlag frá konu Diogo Jota í miðju maraþoni Enski boltinn Fleiri fréttir Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Sjá meira