Umfjöllun og viðtöl: Fram - Haukar 25-17 | Níundi sigur Fram í röð Guðmundur Marinó Ingvarsson skrifar 16. mars 2013 00:01 Mynd/Vilhelm Fram vann öruggan sigur á deildarmeisturum Hauka x þegar liðin mættust í síðasta leik 19. umferðar N1 deildar karla í handbolta í dag. Sigur Fram var sanngjarn en Haukar voru aðeins yfir í stöðunni 1-0. Haukar urðu deildarmeistarar í vikunni, þegar FH mistókst að vinna HK, og virtist leikmenn liðsins vera saddir. Sóknarleikurinn var hægur og vörnin oft verið betri. Fram hafði, ólíkt Haukum, að nokkru að keppa því liðið leikur úrslitaleik við FH í næstu umferð um annað sæti deildarinnar. Haukar skoruðu fyrsta markið en Fram náði strax frumkvæðinu og komst í 3-1 og 5-2. Fram náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik 9-4 og 12-7 en slök nýting liðsins úr dauðafærum á loka mínútum fyrri hálfleiks gerði það að verkum að aðeins munaði þremur mörkum í hálfleik 12-9. Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks og munaði tveimur til þremur mörkum allt þar til í stöðunni 19-16 og fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þó munurinn væri ekki meiri virtust Haukar aldrei líklegir til að jafna leikinn. Haukar skoruðu eitt mark síðustu fimmtán mínútur leiksins og hefði Fram í raun getað unnið enn stærri sigur. Fram hefur nú unnið níu leiki í röð í deildinni og virðist til alls líklegt en Haukar þurfa að leika mikið betur þegar í úrslitakeppnina er komið ef liðið ætlar sér einhverja hluti. Einar: Vorum sannfærandi„Frábær sigur og frábær frammistaða. Það er stórkostlegt að vinna Haukana hérna í dag. við spiluðum mjög vel í 60 mínútur," sagði verulega sáttur Einar Jónsson þjálfari Fram að leiknum loknum. „Við náðum að rótera mannskapnum og eiginlega allt sem við lögðum upp með gekk upp. Það er ekki hægt annað en að vera mjög sáttur. „Við vorum sannfærandi og töluðum um það í hálfleik að það væri ekki mikið sem við þyrftum að laga. Það var helst að við klúðruðum svolítið af dauðafærum. Að öðru leyti spiluðum við mjög vel og vorum ótrúlegt en satt ekkert allt of hressir með að vera bara þremur mörkum yfir. Mér fannst við spila töluvert betur en tölurnar gáfu til kynna. „Við klárum leikinn mjög sannfærandi og ég er mjög ánægður með það," sagði Einar sem hefur stýrt Fram í níu sigurleikjum í röð. „Það er frábær stígandi í þessu hjá okkur og frábært að fá toppleik á móti FH í næstu umferð. Þetta er í okkar höndum ef við viljum þetta annað sæti en við hljótum að horfa líka til þess að reyna að byggja ofan á þessu frammistöðu í dag, a.m.k. gera jafn vel," sagði Einar. Aron: Vil sjá faglegt stolt„Þetta var mjög lélegur leikur af okkar hálfu. Við komum ekki nógu vel inn í þennan leik og forvinnan í vörninni var lítil. Við vorum að flýta okkur í sókninni og þvinga fram færin. Við tókum of mikla áhættu í hraðaupphlaupum og vorum hvað eftir annað að missa boltann klaufalega,“ sagði ósáttur Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. „Við gerum 7 tæknifeila í fyrri hálfleik og klúðrum ótrúlega mörgum góðum færum á vel spilandi markvörð Fram. Þetta verður eltingaleikur allan leikinn þó þetta sé alltaf leikur. Við erum tveim mörkum undir lengi vel og það vantaði herslumuninn upp á á þeim tíma í byrjun seinni hálfleiks. „Síðustu tíu mínúturnar dettur botninn alveg úr þessu og það er ekki boðlegt. Við missum þetta niður í fimm og þá ætla menn að taka ennþá meiri áhættu og þá missa menn algjörlega hausinn síðustu mínúturnar,“ sagði Aron sem sagði að sú staðreyna að Haukar séu orðnir deildarmeistarar hafi haft mikið að segja með hvernig liðið lék í dag. „Það er augljóst. Maður finnur það á spennustiginu fyrir leikinn. Það er sérstök tilfinning að vera búinn að vinna deildina og það eru einhverjir leikir eftir. Það hefur gerst áður hjá okkur. Hitt liðið hefur að einhverju að spila en ég vil að sjá þetta faglega stolt að menn hafi gaman að því að koma og spila handbolta. „Við mætum tilbúnir í úrslitakeppnina. Það er nægur tími frá síðasta leik í deild fram að úrslitakeppninni og þá byrjar glæný keppni. Við vinnum þessa deild þegar þrjár umferðir eru eftir og það segir til um eitthvað. Við sýndum mestan stöðugleika fram eftir vetri og erum búnir að vinna okkur inn að mega að tapa einhverjum leikjum. „Svoleiðis vil ég ekki fara inn í úrslitakeppnina. Ég vil að menn njóti þess að spila og leggi sig alla fram og vinni þessa leiki áður en við förum í úrslitakeppnina,“ sagði Aron. Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira
Fram vann öruggan sigur á deildarmeisturum Hauka x þegar liðin mættust í síðasta leik 19. umferðar N1 deildar karla í handbolta í dag. Sigur Fram var sanngjarn en Haukar voru aðeins yfir í stöðunni 1-0. Haukar urðu deildarmeistarar í vikunni, þegar FH mistókst að vinna HK, og virtist leikmenn liðsins vera saddir. Sóknarleikurinn var hægur og vörnin oft verið betri. Fram hafði, ólíkt Haukum, að nokkru að keppa því liðið leikur úrslitaleik við FH í næstu umferð um annað sæti deildarinnar. Haukar skoruðu fyrsta markið en Fram náði strax frumkvæðinu og komst í 3-1 og 5-2. Fram náði mest fimm marka forystu í fyrri hálfleik 9-4 og 12-7 en slök nýting liðsins úr dauðafærum á loka mínútum fyrri hálfleiks gerði það að verkum að aðeins munaði þremur mörkum í hálfleik 12-9. Haukar náðu að minnka muninn í tvö mörk í upphafi seinni hálfleiks og munaði tveimur til þremur mörkum allt þar til í stöðunni 19-16 og fimmtán mínútur voru til leiksloka. Þó munurinn væri ekki meiri virtust Haukar aldrei líklegir til að jafna leikinn. Haukar skoruðu eitt mark síðustu fimmtán mínútur leiksins og hefði Fram í raun getað unnið enn stærri sigur. Fram hefur nú unnið níu leiki í röð í deildinni og virðist til alls líklegt en Haukar þurfa að leika mikið betur þegar í úrslitakeppnina er komið ef liðið ætlar sér einhverja hluti. Einar: Vorum sannfærandi„Frábær sigur og frábær frammistaða. Það er stórkostlegt að vinna Haukana hérna í dag. við spiluðum mjög vel í 60 mínútur," sagði verulega sáttur Einar Jónsson þjálfari Fram að leiknum loknum. „Við náðum að rótera mannskapnum og eiginlega allt sem við lögðum upp með gekk upp. Það er ekki hægt annað en að vera mjög sáttur. „Við vorum sannfærandi og töluðum um það í hálfleik að það væri ekki mikið sem við þyrftum að laga. Það var helst að við klúðruðum svolítið af dauðafærum. Að öðru leyti spiluðum við mjög vel og vorum ótrúlegt en satt ekkert allt of hressir með að vera bara þremur mörkum yfir. Mér fannst við spila töluvert betur en tölurnar gáfu til kynna. „Við klárum leikinn mjög sannfærandi og ég er mjög ánægður með það," sagði Einar sem hefur stýrt Fram í níu sigurleikjum í röð. „Það er frábær stígandi í þessu hjá okkur og frábært að fá toppleik á móti FH í næstu umferð. Þetta er í okkar höndum ef við viljum þetta annað sæti en við hljótum að horfa líka til þess að reyna að byggja ofan á þessu frammistöðu í dag, a.m.k. gera jafn vel," sagði Einar. Aron: Vil sjá faglegt stolt„Þetta var mjög lélegur leikur af okkar hálfu. Við komum ekki nógu vel inn í þennan leik og forvinnan í vörninni var lítil. Við vorum að flýta okkur í sókninni og þvinga fram færin. Við tókum of mikla áhættu í hraðaupphlaupum og vorum hvað eftir annað að missa boltann klaufalega,“ sagði ósáttur Aron Kristjánsson þjálfari Hauka. „Við gerum 7 tæknifeila í fyrri hálfleik og klúðrum ótrúlega mörgum góðum færum á vel spilandi markvörð Fram. Þetta verður eltingaleikur allan leikinn þó þetta sé alltaf leikur. Við erum tveim mörkum undir lengi vel og það vantaði herslumuninn upp á á þeim tíma í byrjun seinni hálfleiks. „Síðustu tíu mínúturnar dettur botninn alveg úr þessu og það er ekki boðlegt. Við missum þetta niður í fimm og þá ætla menn að taka ennþá meiri áhættu og þá missa menn algjörlega hausinn síðustu mínúturnar,“ sagði Aron sem sagði að sú staðreyna að Haukar séu orðnir deildarmeistarar hafi haft mikið að segja með hvernig liðið lék í dag. „Það er augljóst. Maður finnur það á spennustiginu fyrir leikinn. Það er sérstök tilfinning að vera búinn að vinna deildina og það eru einhverjir leikir eftir. Það hefur gerst áður hjá okkur. Hitt liðið hefur að einhverju að spila en ég vil að sjá þetta faglega stolt að menn hafi gaman að því að koma og spila handbolta. „Við mætum tilbúnir í úrslitakeppnina. Það er nægur tími frá síðasta leik í deild fram að úrslitakeppninni og þá byrjar glæný keppni. Við vinnum þessa deild þegar þrjár umferðir eru eftir og það segir til um eitthvað. Við sýndum mestan stöðugleika fram eftir vetri og erum búnir að vinna okkur inn að mega að tapa einhverjum leikjum. „Svoleiðis vil ég ekki fara inn í úrslitakeppnina. Ég vil að menn njóti þess að spila og leggi sig alla fram og vinni þessa leiki áður en við förum í úrslitakeppnina,“ sagði Aron.
Olís-deild karla Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Veðjar öllum ágóðanum af bardaga sínum á sigur Tysons Sport Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Benni og Drungilas mæta á gamla heimavöllinn Sport Kelleher og Ferguson hetjurnar í fyrsta heimasigri Heimis Fótbolti Fleiri fréttir Mosfellingar í vandræðum í Grafarvogi en redduðu sér í lokin Anna Karólína varði þrjú víti en það dugði ekki til Guðjón Valur án Íslendinga en áfram í bikarnum Uppgjörið: Grótta - Haukar 25-42 | Haukar kjöldrógu Gróttu FH-ingar í fínum gír án Arons „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Sjá meira