Sigmundur Davíð: Raunhæfur möguleiki á að hafa veruleg áhrif 1. mars 2013 10:35 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. „Ég vona að þetta sé tilkomið vegna þess að fólk hefur trú á við náum árangri og getum gert hlutina vel," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, en flokkurinn er mælast með 26,1 prósent í könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. Raunar hefur Framsóknarflokkurinn ekki mælst jafn hár í yfir áratug, því má segja að árangurinn í könnuninni sæti allverulegum tíðindum. Flokkurinn hefur farið stigvaxandi í skoðanakönnunum undanfarnar vikur. Sigmundur Davíð stígur varlega til jarðar og áréttar að hér sé aðeins um könnun að ræða. „En það sem er jákvætt við þetta er að það er raunhæfur möguleiki á því að við náum það miklu fylgi að við getum haft veruleg áhrif." Spurður um skýringar á þessari skyndilegu fylgisaukningu síðustu vikur svarar Sigmundur að það sé erfitt að útskýra samhengið á milli kannana og raunveruleikans. Hann segist þó fyrst hafa orðið var við breytingar á fylgi eftir að Íslendingar unnu Icesave-málið, en Framsóknarflokkurinn var ávallt á móti því máli. „Það var kannski það sem vantaði upp á," segir Sigmundur Davíð en svo virðist sem traust almennings á flokknum hafi aukist töluvert eftir sigurinn í Icesave-málinu. Þá hefur Framsóknarflokkurinn einnig sett skuldamál heimilanna á oddinn. Sá málflutningur virðist ná í gegn til almennings að mati Sigmundar. „Og vonandi bregðast aðrir flokkar við þessum lausnum frekar en að ráðast gegn þeim flokki sem er í uppsveiflu," segir Sigmundur Davíð að lokum. Kosningar 2013 Tengdar fréttir Guðmundur Steingrímsson: Ekkert fast í hendi "Það er greinilega allt á fleygiferð,“ segir Guðmundur Steingrímsson, annar formaður Bjartrar Framtíðar sem lækkar allnokkuð í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 1. mars 2013 10:30 Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. 1. mars 2013 06:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
„Ég vona að þetta sé tilkomið vegna þess að fólk hefur trú á við náum árangri og getum gert hlutina vel," segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins, en flokkurinn er mælast með 26,1 prósent í könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. Raunar hefur Framsóknarflokkurinn ekki mælst jafn hár í yfir áratug, því má segja að árangurinn í könnuninni sæti allverulegum tíðindum. Flokkurinn hefur farið stigvaxandi í skoðanakönnunum undanfarnar vikur. Sigmundur Davíð stígur varlega til jarðar og áréttar að hér sé aðeins um könnun að ræða. „En það sem er jákvætt við þetta er að það er raunhæfur möguleiki á því að við náum það miklu fylgi að við getum haft veruleg áhrif." Spurður um skýringar á þessari skyndilegu fylgisaukningu síðustu vikur svarar Sigmundur að það sé erfitt að útskýra samhengið á milli kannana og raunveruleikans. Hann segist þó fyrst hafa orðið var við breytingar á fylgi eftir að Íslendingar unnu Icesave-málið, en Framsóknarflokkurinn var ávallt á móti því máli. „Það var kannski það sem vantaði upp á," segir Sigmundur Davíð en svo virðist sem traust almennings á flokknum hafi aukist töluvert eftir sigurinn í Icesave-málinu. Þá hefur Framsóknarflokkurinn einnig sett skuldamál heimilanna á oddinn. Sá málflutningur virðist ná í gegn til almennings að mati Sigmundar. „Og vonandi bregðast aðrir flokkar við þessum lausnum frekar en að ráðast gegn þeim flokki sem er í uppsveiflu," segir Sigmundur Davíð að lokum.
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Guðmundur Steingrímsson: Ekkert fast í hendi "Það er greinilega allt á fleygiferð,“ segir Guðmundur Steingrímsson, annar formaður Bjartrar Framtíðar sem lækkar allnokkuð í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 1. mars 2013 10:30 Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. 1. mars 2013 06:00 Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Nýtt vopn í búri fjármálaráðherra Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Sjá meira
Guðmundur Steingrímsson: Ekkert fast í hendi "Það er greinilega allt á fleygiferð,“ segir Guðmundur Steingrímsson, annar formaður Bjartrar Framtíðar sem lækkar allnokkuð í nýrri könnun Fréttablaðsins sem birtist í dag. 1. mars 2013 10:30
Fylgi Sjálfstæðisflokksins dalar Stuðningur við Sjálfstæðisflokkinn mælist minni í kjölfar landsfundar en í lok janúar. Framsóknarflokkurinn þarf lítið að bæta sig til að verða stærsti flokkurinn. Fylgi Bjartrar framtíðar hrynur milli skoðanakannana. Vinstri græn virðast heldur vera að ná vopnum sínum. 1. mars 2013 06:00