Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Akureyri Guðmundur Marinó Ingvarsson í Austurbergi skrifar 2. mars 2013 00:01 vísir/stefán ÍR marði eins marks sigur á Akureyri í háspennu leik í Breiðholtinu í dag 20-19. ÍR náði þar með fimm stiga forskoti á Akureyri í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni þegar þrjár umferðir eru eftir. Gríðarleg spenna var í leiknum. ÍR náði í tvígang þriggja marka forystu, á elleftu mínútu og aftur á 34. mínútu en Akureyri náði að vinna upp forskotið í bæði skiptin og jafna leikinn. ÍR var yfir nánast allan leikinn. Akureyri var á undan í 3-2 og komst í 18-17 þegar ellefu mínútur voru eftir en því svaraði ÍR með þremur mörkum í röð. Akureyri minnkaði muninn í 20-19 þegar fimm mínútur voru eftir en hvorugu liðinu tókst að skora á síðustu fimm mínútum leiksins og fögnuðu ÍR-ingar innilega í leikslok. Bæði lið spiluðu góða vörn lengst af leiknum en fátt var um fína drætti í sóknarleiknum. Akureyri skoraði 9 mörk úr hraðaupphlaupum og aðeins tíu úr uppstilltum sóknarleik en ÍR náði að skora 15 mörk á teig og þar skildi á milli í lokin. Markvarsla liðanna var ekki eins og hún hefur verið best en Kristófer Fannar Guðmundsson var engu að síður hetja ÍR því hann varði tvö síðust skot Akureyri í leiknu, bæði úr góðum færum. Það munaði mikið um það hjá Akrureyri að einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu, Bergvin Gíslason, meiddist á öxl og gat lítið beitt sér í sókninni en harkaði af sér í vörninni. Bjarki: Akureyri átti ekki mikinn séns gegn vörninni„Mér fannst barátta í liðinu frá fyrstu til síðustu mínútu. Það voru hnökrar á sóknarleiknum. Hann gekk ekki alveg fannst mér. Varnarlega spiluðum við mjög vel á löngum köflum. Þegar við náðum að stilla upp í vörn áttu Akureyringarnir ekki mikinn séns. Það sem var að drepa okkur var sóknarleikurinn og þessi hröðu upphlaup sem við fáum á okkur,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari Akureyri. „Við setjum þá fimm stigum á eftir okkur og erum komnir langleiðina með fjórða sætið en það er ekkert tryggt í þessu. Það eru þrír leikir eftir og nóg eftir. „Þegar við komumst til baka í vörnina skoruðu Akureyringar ekki mikið en sóknarleikurinn var vægast sagt ekki góður. Menn voru staðir og við vorum í raun hættir að sækja á markið undir lokin og menn voru bara að senda á milli og þá er ekki furða á að höndin komi upp og leikur okkar riðlist. Þetta þurfum við til að fara í gegnum. „Akureyringar voru snöggir til baka og við fengum ekki mörg hraðaupphlaup þó við höfum fengið einhver. Við eigum að geta mun betur hraðaupphlaupslega séð og ég er með þannig leikmenn í liðinu sem er fljótir fram. Við þurfum vinna í því. Þessi leikur verður skoðaður aftur og það fljótlega,“ sagði Bjarki en ÍR og Akureyri mæta til leiks í bikarúrslitahelginni um næstu helgi og gætu mæst í úrslitaleik. Bjarni: Stoltur af mínu liði„Það var restin sem skildi á milli. Þeir nýttu sín færi og við klúðruðum tveimur í restina. Og þá var þetta búið,“ sagði Bjarni Fritzson annar tveggja spilandi þjálfara Akureyrar en hann lék með liðinu á ný eftir meiðsli. „Þetta var hnífjafn leikur allan leikinn og ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við mætum frábæru ÍR liði og mínir menn stóðu sig mjög vel og ég get ekki beðið um neitt meira. Við gáfum allt sem við gátum. „Við fáum gott færi undir lokin og markmaðurinn þeirra ver það vel. Í raun er ekkert meira um það að segja. „Við höldum áfram að berjast. Við getum tölfræðilega ennþá komist í úrslitakeppnina og við getum tölfræðilega ennþá fallið. Það er því um nóg að keppa hjá okkur. Núna fer deildin bara í pásu og við einbeitum okkur að bikarnum og það er ekkert nema jákvætt um það að segja. Það er nóg framundan hjá okkur. „Þetta er orðið langsótt því þetta var hálfgerður úrslitaleikur um að komast í úrslitakeppnina. Menn seldu sig dýrt og það er ekkert sem maður getur kvartað yfir hjá strákunum,“ sagði Bjarni að lokum. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
ÍR marði eins marks sigur á Akureyri í háspennu leik í Breiðholtinu í dag 20-19. ÍR náði þar með fimm stiga forskoti á Akureyri í baráttunni um síðasta sætið í úrslitakeppninni þegar þrjár umferðir eru eftir. Gríðarleg spenna var í leiknum. ÍR náði í tvígang þriggja marka forystu, á elleftu mínútu og aftur á 34. mínútu en Akureyri náði að vinna upp forskotið í bæði skiptin og jafna leikinn. ÍR var yfir nánast allan leikinn. Akureyri var á undan í 3-2 og komst í 18-17 þegar ellefu mínútur voru eftir en því svaraði ÍR með þremur mörkum í röð. Akureyri minnkaði muninn í 20-19 þegar fimm mínútur voru eftir en hvorugu liðinu tókst að skora á síðustu fimm mínútum leiksins og fögnuðu ÍR-ingar innilega í leikslok. Bæði lið spiluðu góða vörn lengst af leiknum en fátt var um fína drætti í sóknarleiknum. Akureyri skoraði 9 mörk úr hraðaupphlaupum og aðeins tíu úr uppstilltum sóknarleik en ÍR náði að skora 15 mörk á teig og þar skildi á milli í lokin. Markvarsla liðanna var ekki eins og hún hefur verið best en Kristófer Fannar Guðmundsson var engu að síður hetja ÍR því hann varði tvö síðust skot Akureyri í leiknu, bæði úr góðum færum. Það munaði mikið um það hjá Akrureyri að einn besti leikmaður liðsins á tímabilinu, Bergvin Gíslason, meiddist á öxl og gat lítið beitt sér í sókninni en harkaði af sér í vörninni. Bjarki: Akureyri átti ekki mikinn séns gegn vörninni„Mér fannst barátta í liðinu frá fyrstu til síðustu mínútu. Það voru hnökrar á sóknarleiknum. Hann gekk ekki alveg fannst mér. Varnarlega spiluðum við mjög vel á löngum köflum. Þegar við náðum að stilla upp í vörn áttu Akureyringarnir ekki mikinn séns. Það sem var að drepa okkur var sóknarleikurinn og þessi hröðu upphlaup sem við fáum á okkur,“ sagði Bjarki Sigurðsson þjálfari Akureyri. „Við setjum þá fimm stigum á eftir okkur og erum komnir langleiðina með fjórða sætið en það er ekkert tryggt í þessu. Það eru þrír leikir eftir og nóg eftir. „Þegar við komumst til baka í vörnina skoruðu Akureyringar ekki mikið en sóknarleikurinn var vægast sagt ekki góður. Menn voru staðir og við vorum í raun hættir að sækja á markið undir lokin og menn voru bara að senda á milli og þá er ekki furða á að höndin komi upp og leikur okkar riðlist. Þetta þurfum við til að fara í gegnum. „Akureyringar voru snöggir til baka og við fengum ekki mörg hraðaupphlaup þó við höfum fengið einhver. Við eigum að geta mun betur hraðaupphlaupslega séð og ég er með þannig leikmenn í liðinu sem er fljótir fram. Við þurfum vinna í því. Þessi leikur verður skoðaður aftur og það fljótlega,“ sagði Bjarki en ÍR og Akureyri mæta til leiks í bikarúrslitahelginni um næstu helgi og gætu mæst í úrslitaleik. Bjarni: Stoltur af mínu liði„Það var restin sem skildi á milli. Þeir nýttu sín færi og við klúðruðum tveimur í restina. Og þá var þetta búið,“ sagði Bjarni Fritzson annar tveggja spilandi þjálfara Akureyrar en hann lék með liðinu á ný eftir meiðsli. „Þetta var hnífjafn leikur allan leikinn og ég er ótrúlega stoltur af mínu liði. Við mætum frábæru ÍR liði og mínir menn stóðu sig mjög vel og ég get ekki beðið um neitt meira. Við gáfum allt sem við gátum. „Við fáum gott færi undir lokin og markmaðurinn þeirra ver það vel. Í raun er ekkert meira um það að segja. „Við höldum áfram að berjast. Við getum tölfræðilega ennþá komist í úrslitakeppnina og við getum tölfræðilega ennþá fallið. Það er því um nóg að keppa hjá okkur. Núna fer deildin bara í pásu og við einbeitum okkur að bikarnum og það er ekkert nema jákvætt um það að segja. Það er nóg framundan hjá okkur. „Þetta er orðið langsótt því þetta var hálfgerður úrslitaleikur um að komast í úrslitakeppnina. Menn seldu sig dýrt og það er ekkert sem maður getur kvartað yfir hjá strákunum,“ sagði Bjarni að lokum.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Íslenski boltinn Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Íslenski boltinn „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Íslenski boltinn Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Handbolti Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel Körfubolti „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Handbolti Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Íslenski boltinn Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Enski boltinn Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu Handbolti Fleiri fréttir „Náðum að opna hlutina vel fyrir Ása“ „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Uppgjörið: FH - Fram 36-20 | FH ætlaði augljóslega ekki í snemmbúið sumarfrí Andri Már magnaður í naumu tapi Alfreð kom öllum á óvart með vali sínu „Hætti þessari fortíðarþráhyggju minni með Vestmannaeyjar“ Embla og Eva Björk í ham þegar Stjarnan komst yfir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu Sjá meira
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti
Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn Körfubolti