Strætóbílstjórar í kappakstri reknir Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 10:30 Gaman um stund en síðan reknir Börn sem sátu í skólabílunum klöguðu bílstjórana. Skólastjóranum í grunnskóla í Des Moines í Bandaríkjunum var ekkert sérlega skemmt yfir kappakstrinum sem tveir bílstjórar skólabíla skólans stunduðu um daginn. Svo lítið reyndar að hann rak þá báða. Bílstjórarnir voru að aka börnunum heim frá skólaskemmtun á Valentínusardeginum. Í fyrstu var börnunum í skólabílunum skemmt en þegar leikar fóru að æsast varð þeim ekki um sel og báðu bílstjórana að hætta leiknum, en án árangurs. Þau klöguðu bílstjórana í kjölfarið með áðurnefndum afleiðingum. Bílstjórarnir verða þó ekki kærðir til lögreglu, enda erfitt að sanna sök þeirra án mælinga eða fullorðinna vitna. Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent
Börn sem sátu í skólabílunum klöguðu bílstjórana. Skólastjóranum í grunnskóla í Des Moines í Bandaríkjunum var ekkert sérlega skemmt yfir kappakstrinum sem tveir bílstjórar skólabíla skólans stunduðu um daginn. Svo lítið reyndar að hann rak þá báða. Bílstjórarnir voru að aka börnunum heim frá skólaskemmtun á Valentínusardeginum. Í fyrstu var börnunum í skólabílunum skemmt en þegar leikar fóru að æsast varð þeim ekki um sel og báðu bílstjórana að hætta leiknum, en án árangurs. Þau klöguðu bílstjórana í kjölfarið með áðurnefndum afleiðingum. Bílstjórarnir verða þó ekki kærðir til lögreglu, enda erfitt að sanna sök þeirra án mælinga eða fullorðinna vitna.
Mest lesið Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Ekið á konu á Langholtsvegi Innlent Lögreglan lýsir eftir Birni Þorláki Innlent Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér Erlent Undrandi á ráðningu ráðgjafa Innlent Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu Innlent Fleiri Epstein-skjöl birt: Prinsinn bað um „óviðeigandi vinkonur“ Erlent