Strætóbílstjórar í kappakstri reknir Finnur Thorlacius skrifar 4. mars 2013 10:30 Gaman um stund en síðan reknir Börn sem sátu í skólabílunum klöguðu bílstjórana. Skólastjóranum í grunnskóla í Des Moines í Bandaríkjunum var ekkert sérlega skemmt yfir kappakstrinum sem tveir bílstjórar skólabíla skólans stunduðu um daginn. Svo lítið reyndar að hann rak þá báða. Bílstjórarnir voru að aka börnunum heim frá skólaskemmtun á Valentínusardeginum. Í fyrstu var börnunum í skólabílunum skemmt en þegar leikar fóru að æsast varð þeim ekki um sel og báðu bílstjórana að hætta leiknum, en án árangurs. Þau klöguðu bílstjórana í kjölfarið með áðurnefndum afleiðingum. Bílstjórarnir verða þó ekki kærðir til lögreglu, enda erfitt að sanna sök þeirra án mælinga eða fullorðinna vitna. Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent
Börn sem sátu í skólabílunum klöguðu bílstjórana. Skólastjóranum í grunnskóla í Des Moines í Bandaríkjunum var ekkert sérlega skemmt yfir kappakstrinum sem tveir bílstjórar skólabíla skólans stunduðu um daginn. Svo lítið reyndar að hann rak þá báða. Bílstjórarnir voru að aka börnunum heim frá skólaskemmtun á Valentínusardeginum. Í fyrstu var börnunum í skólabílunum skemmt en þegar leikar fóru að æsast varð þeim ekki um sel og báðu bílstjórana að hætta leiknum, en án árangurs. Þau klöguðu bílstjórana í kjölfarið með áðurnefndum afleiðingum. Bílstjórarnir verða þó ekki kærðir til lögreglu, enda erfitt að sanna sök þeirra án mælinga eða fullorðinna vitna.
Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent