Segir Sigurð hafa komið rannsókninni efnislega af stað 21. febrúar 2013 11:38 Björgvin G. Sigurðsson. Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir skýrslugjöf Sigurðar Inga Þórðarsonar varpa skýrara ljósi á málsatvik er tengjast stóra FBI-málinu svokallaða. Nefndin kannar málið þar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afturkallaði svokallaða réttarbeiðni FBI mannanna þegar þeir voru hér á landi sumarið 2011. Ögmundur leit svo á að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks á fölskum forsendum. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari segja rannsóknina á Wikileaks þó sömu lögreglurannsókn og þá sem tengdist tölvuárásinni, og upprunalega beiðnin snérist um. Þarna er því ákveðinn meiningarmunur á milli ráðuneytis og embættismannanna. Björgvin segir skýrslu Sigurðar meðal annars varpa ljósi á uppruna málsins, „hann setti sig í samband við bandaríska sendiráðið og bandarísku alríkislögregluna og kom málinu efnislega af stað," segir Björgvin í samtali við fréttastofu og vísar til þess að Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendiráðinu í júní árið 2011 og hélt því fram að hann byggi yfir upplýsingum um yfirvofandi tölvuárás Lulzec hópsins svokallaða, sem átti að beinast að stjórnarráðinu. Í kjölfarið samþykkti innanríkisráðuneytið réttarbeiðni handa fulltrúum FBI til þess að athafna sig hér á landi. Þá voru allar tölvuvarnir stórefldar eins og fram kom í máli Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra, þegar nefndin kom síðasta saman. Hann sagðist þá trúa því að árásinni hefði verið afstýrt. Björgvin segir vitnisburð Sigurðar sýna það með enn skýrari hætti að starfsmenn FBI hefðu verið hér á fölskum forsendum þegar þeir tóku fjölmörg viðtöl við Sigurð hér á landi í ágúst sumarið 2011. Björgvin áréttaði einnig að Sigurður hefði afþakkað aðstoð íslenskra yfirvalda vegna þessara viðtala sem tóku tugi klukkustunda og áttu sér stað víðsvega um heiminn að sögn Björgvins. Björgvin segir Sigurð ennfremur hafa staðfest það sem Ögmundur sagði á Alþingi, og Vísir hafði áður greint frá, að bandaríska alríkislögreglan hefði reynt að nota hann sem tálbeitu gegn Wikileaks. Björgvin bætti svo við að hann teldi að Ögmundur hefði brugðist hárrétt við í málinu með því að endurnýja ekki réttarbeiðnina. Þá telur hann ekki að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli ráðuneytisins og ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Þess má geta að rannsóknin vegna tölvuárásarinnar er enn í rannsókn hjá ríkislögreglustjóra. Mál Sigga hakkara Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira
Björgvin G. Sigurðsson, formaður allsherjar- og menntamálanefndar, segir skýrslugjöf Sigurðar Inga Þórðarsonar varpa skýrara ljósi á málsatvik er tengjast stóra FBI-málinu svokallaða. Nefndin kannar málið þar sem Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra afturkallaði svokallaða réttarbeiðni FBI mannanna þegar þeir voru hér á landi sumarið 2011. Ögmundur leit svo á að þeir væru hér á landi að rannsaka Wikileaks á fölskum forsendum. Ríkislögreglustjóri og ríkissaksóknari segja rannsóknina á Wikileaks þó sömu lögreglurannsókn og þá sem tengdist tölvuárásinni, og upprunalega beiðnin snérist um. Þarna er því ákveðinn meiningarmunur á milli ráðuneytis og embættismannanna. Björgvin segir skýrslu Sigurðar meðal annars varpa ljósi á uppruna málsins, „hann setti sig í samband við bandaríska sendiráðið og bandarísku alríkislögregluna og kom málinu efnislega af stað," segir Björgvin í samtali við fréttastofu og vísar til þess að Sigurður gaf sig fram í bandaríska sendiráðinu í júní árið 2011 og hélt því fram að hann byggi yfir upplýsingum um yfirvofandi tölvuárás Lulzec hópsins svokallaða, sem átti að beinast að stjórnarráðinu. Í kjölfarið samþykkti innanríkisráðuneytið réttarbeiðni handa fulltrúum FBI til þess að athafna sig hér á landi. Þá voru allar tölvuvarnir stórefldar eins og fram kom í máli Jóns Bjartmarz, yfirlögregluþjóns hjá ríkislögreglustjóra, þegar nefndin kom síðasta saman. Hann sagðist þá trúa því að árásinni hefði verið afstýrt. Björgvin segir vitnisburð Sigurðar sýna það með enn skýrari hætti að starfsmenn FBI hefðu verið hér á fölskum forsendum þegar þeir tóku fjölmörg viðtöl við Sigurð hér á landi í ágúst sumarið 2011. Björgvin áréttaði einnig að Sigurður hefði afþakkað aðstoð íslenskra yfirvalda vegna þessara viðtala sem tóku tugi klukkustunda og áttu sér stað víðsvega um heiminn að sögn Björgvins. Björgvin segir Sigurð ennfremur hafa staðfest það sem Ögmundur sagði á Alþingi, og Vísir hafði áður greint frá, að bandaríska alríkislögreglan hefði reynt að nota hann sem tálbeitu gegn Wikileaks. Björgvin bætti svo við að hann teldi að Ögmundur hefði brugðist hárrétt við í málinu með því að endurnýja ekki réttarbeiðnina. Þá telur hann ekki að trúnaðarbrestur hafi orðið á milli ráðuneytisins og ríkissaksóknara og ríkislögreglustjóra. Þess má geta að rannsóknin vegna tölvuárásarinnar er enn í rannsókn hjá ríkislögreglustjóra.
Mál Sigga hakkara Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Yfir 50 látist af völdum óþekktra veikinda í Austur-Kongó Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Fleiri fréttir Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Sjá meira