Umfjöllun: Njarðvík - KR 88-77 Jón Júlíus Karlsson skrifar 21. febrúar 2013 18:30 Mynd/Valli Njarðvík vann góðan heimasigur gegn KR í Ljónagryfjunni í kvöld, 88-77, í Dominos-deild karla. Njarðvík lék vel í seinni hálfleik og tryggði sér mikilvæg tvo stig. Leikur Njarðvíkur og KR í Ljónagryfjunni í kvöld byrjaði fjörlega. Liðin skiptust á að leiða og munurinn í fyrsta leikluta var mest fimm stig þegar Njarðvík komst í 12-7 með góðum þrist frá Ólafi Helga Jónssyni. KR-ingar náðu að jafna leikinn áður en leikhlutinn var úti, staðan 19-19 eftir fyrsta leikhluta. Liðin voru ennþá jöfn þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. KR-ingar tóku frumkvæðið í öðrum leikhlut og náðu sex stiga forystu í stöðunni 26-32. Njarðvíkingar luku öðrum leikhluta með góðum kafla og komust yfir þegar skammt var eftir. KR-ingar skoruðu úr lokasókn leikhlutans og staðan 40-40 í hálfleik. Elvar Már Friðriksson steig upp í liði Njarðvíkur í þriðja leikhluta. Hann stýrði sóknarleik liðsins mjög vel og heimamenn voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann ásamt Ólafi Helga og Ágústi Orrasyni settu niður nokkra góða þrista og komu liðinu yfir í leiknum. Staðan 66-58 fyrir lokaleikhlutann. Njarðvíkingar létu kné fylgja kviði í lokaleikhlutanum og héldu áfam að leika vel. Ágúst Orrason var sjóðheitur fyrir utan teig og setti allt niður og áhorfendur í stúkunni létu vel í sér heyra. Njarðvík náði mest 15 stiga forystu um miðjan leikhlutann og þá tóku KR-ingar leikhlé. KR náði aðeins að minnka muninn en náðu aldrei að ógna forystu Njarðvíkinga sem unnu verðskuldaðan 88-77 sigur á heimavelli.Njarðvík-KR 88-77 (19-19, 21-21, 26-18, 22-19)Njarðvík: Nigel Moore 22/8 fráköst, Ágúst Orrason 18, Elvar Már Friðriksson 17/6 fráköst/7 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 12, Ólafur Helgi Jónsson 12/7 fráköst, Marcus Van 5/9 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 2.KR: Brandon Richardson 22/6 fráköst, Martin Hermannsson 16, Darshawn McClellan 9/5 fráköst, Finnur Atli Magnusson 7, Helgi Már Magnússon 7/4 fráköst, Kristófer Acox 6/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 5, Brynjar Þór Björnsson 5.Ágúst: Fátt betra en að vinna KR „Ég var að hitta vel í kvöld og ljóst að aukaæfingin er að skila sér," sagði Njarðvíkingurinn Ágúst Orrason eftir góðan heimasigur Njarðvíkur gegn KR í kvöld. Ágúst var sjóðheitur í liði Njarðvíkur og skoraði 18 stig. „Við fengum framlag frá mjög mörgum leikmönnum í kvöld. Við höfum verið að vinna vel í varnarleiknum að undanförnu og það var heldur betur að skila sér í kvöld. Við höldum KR í 77 stigum og það er ekki á færi hvaða liðs sem er. Svo vorum við heldur betur sjóðheitir fyrir utan teig – skotin voru að detta í dag." Njarðvík er eftir leiki kvöldsins í 7. sæti með 16 stig og eru aðeins tveimur stigum á eftir KR sem eru sæti fyrir ofan. „Þú getur ekki ímyndað þér hvað það er gaman að vinna KR fyrir framan fullt hús áhorfenda. Við erum ekki búnir að vera vinna nógu marga heimaleiki og kominn tími á heimasigur. Það er fátt betra en að vinna KR," segir Ágúst. „Við erum tveimur stigum frá 6. sætinu og ætlum okkur að ná því. Við ætlum að vinna rest. Markmiðin eru einföld hjá Njarðvík."Helgi: Úti á þekju í þriðja leikhluta „Þetta var lélegt. Í þriðja leikhluta þá hrynur leikur liðsins. Þetta er búið að gerast nokkrum sinnum í vetur. Við erum að spila fínan bolta í fyrri hálfleik og vorum með undirtökin en svo kemur þessi klassíski kafli í þriðja leikhluta þar sem við erum úti á þekju," sagði Helgi Magnússon, spilandi þjálfari KR eftir tap sinna manna gegn Njarðvík í kvöld. „Það var mun meiri stemmning í Njarðvíkurliðinu og við brotnum. Við þurfum svo sannarlega að laga þetta og það ekki seinna en fyrir næsta leik ef við ætlum okkur eitthvað í þessu móti." „Það eru landsliðsmenn í þessu liði og atvinnumenn sem voru ekki að stíga upp í kvöld og rífa upp leik liðsins. Við verðum að gera betur en það sem við sýndum í kvöld. Það skiptir engu máli hver það er – við þurfum allir að stíga upp og rífa hvern annan upp sem lið. Það erum við ekki að gera sem er áhyggjuefni."Bein textalýsing:40. min: Njarðvíkingar eru að tryggja sér sigur. Nigel Moore rekur síðasta naglann í kistu KR með góð skoti. 88-77 þegar 22 sekúndur eru eftir.39. min: Dæmt skref á Brynjar Þór og Njarðvík vinnur boltann.39. min: Njarðvíkingar virka taugaveiklaðir gegn pressuvörn KR. Staðan er 86-77 þegar ein og hálf mínúta er eftir.38. min: KR minnkar muninn niður í átta stig þegar tvær mínútur eru eftir. 83-75.38. min: Nigel Moore hjá Njarðvík með frábæra troðslu sem kveikir í áhorfendum. Staðan er 83-72 og tvær og hálf eftir af leiknum.37. min: KR minnkar muninn niður í 11 stig, 81-70.36. min: KR-ingar virðast eiga fá svör við góðum leik heimamanna. Staðan er 81-68 þegar fjórar mínútur eru eftir.35. min: Njarðvík komið með 15 stiga forystu þegar 5 mínútur eru eftir, 79-64. Frábær spilamennska hjá heimamönnum sem hafa spilað afar vel sóknarlega. KR-ingar þurfa að girða sig í brók á lokamínútunum til að fá stig úr þessum leik.33. min: Njarðvíkingum halda fá bönd fyrir utan þriggja stiga línuna og aftur er Ágúst á ferðinni með þrist, er kominn í 16 stig drengurinn. Staðan er 75-62 og KR-tekur leikhlé.32. min: Ágúst Orrason að setja niður þrist. Darshawn skorar tvo stig hinum megin. Staðan 72-62.31. min: Njarðvíkingar halda áfram að berjast af krafti. Van skorar úr sniðskoti of fær villu að auki. Staðan er 69-6030. min: Þriðja leikhluta lokið. Staðan er 66-58 fyrir heimamenn sem gíra sig upp fyrir lokaleikhlutann með að hlusta á J-Lo. Nigel Moore með 17 stig fyrir Njarðvík og Elvar Már með 15 stig. Brandon Richardson atkvæðamestur hjá KR með 13 stig.29. min: Heimamenn eru sjóðheitir fyrir utan. Ágúst Orrason að senda niður einn þrist. Staðan 64-54.28. min: Frábær kafli hjá Njarðvík sem leiða 61-52. Mikil barátta í heimamönnum. KR-ingar þurfa að stíga upp ætli þeir sér sigur.27. min: Njarðvík komið með 8 stiga forystu, 58-50. Ólafur Jón með þriðja þrist sinn í kvöld.26. min: KR-tekur leikhlé eftir slæman leikkafla. Strax eftir leikhléið skorar Elvar Már þrist fyrir Njarðvík og kemur þeim í 52-47.25. min: Heimamenn eru ekki á eitt sáttir við dómgæsluna. Stuðningsmenn fagna vel þegar dæmd er villa á KR-inga. Staðan er 49-47 fyrir Njarðvík sem hefur tekið fína rispu síðustu mínútur.23. min: Ólafur Helgi Jónsson skorar sinn annan þrist í leiknum. Staðan 45-46.22. min: KR-ingar byrja þriðja leikhluta betur og eru yfir, 42-46.20. min: Stigahæstir hjá Njarðvík eru Nigel Moore með 13 stig og Elvar Már Friðriksson kemur næstur með 8 stig. Hjá KR hefur Brandon Richardson skorað mest eða 7 stig og Kristófer Acox kemur þar á eftir með 6 stig. Fimm leikmenn í KR-liðinu eru með 5 stig. Gott liðsframlag hjá KR fram til þessa og sömu sögu er að segja af heimamönnum í Njarðvík.20. min: Hálfleikur. Staðan er 40-40 í hálfleik í spennandi og skemmtilegum leik hér í Ljónagryfjunni. KR-ingar skoruðu síðustu stig fyrri hálfleiks með góðri sókn.20. min: Kristófer Acox skorar fyrstu troðslu kvöldsins eftir langa sendingu fram völlinn. Hann hatar ekki að troða drengurinn. Staðan er 40-38 þegar skammt er eftir.19. min: Frábær leikkafli hjá Njarðvík. Nigel Moore skorar þrist og kemur Njarðvík yfir í 38-36. KR-ingar ekki sáttir með leik sinn og taka leikhlé.17. min: Elvar Friðriksson skorar þrist fyrir Njarðvík og er kominn í 8 stig. Njarðvíkingar skora svo í næstu sókn. Staðan er 35-36.16. min: Brynjar Þór Brynjarsson fær dæmda á sig tæknivillu fyrir að hindra Elvar Friðriksson í hraðri sök. Hárréttur dómur.15. min: KR-ingar hafa náð frumkvæðinu í leiknum og eru yfir 26-32 þegar Njarðvíkingar taka leikhlé.13. min: Darshawn McClellan skorar sín fyrstu stig í kvöld fyrir KR með góðu skoti. Staðan er 23-25.12. min: Ágúst Orrason kemur Njarðvík í 23-22 með flottum þrist. Liðin skiptast á að leiða leikinn.11. min: KR skorar fyrstu stig annars leikhluta og kemst yfir, 19-22.10. min: Fyrsta leikhluta er lokið. Staðan er jöfn 19-19. Maciej Baginski stigahæstur hjá Njarðvík með sjö stig. Brandon Richardson með fimm stig fyrir KR. Stigaskor virðist dreifist vel meðal leikmanna.9 min: Brandon Richardson skorar góðan þrist fyrir KR og kemur þeim yfir í 15-17.8. min: Staðan er 13-12 þegar tvær og hálf mínúta er eftir af fyrsta leikhluta.7. min: Liðunum gengur hálf illa að skora í augnablikinu. Staðan enn 12-7.5. min: Ólafur Helgi Jónsson með flottan þrist fyrir Njarðvík eftir góða sendingu frá Elvari Friðrikssyni. Staðan er 12-7 Njarðvík í vil.4. min: Helgi Magnússon skorar góða körfu og fær villu að auki. Hann skorar úr vítaskotinu. Staðan er 9-7 fyrir heimamenn.3. min: Staðan er jöfn 4-4 þegar þrjá mínútur eru liðnar af leiknum.1. min: Njarðvík skorar fyrstu tvo stigin, það gerir Marcus Van sem síðan á gott blokk á KR-inga í næstu sókn. Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Sjá meira
Njarðvík vann góðan heimasigur gegn KR í Ljónagryfjunni í kvöld, 88-77, í Dominos-deild karla. Njarðvík lék vel í seinni hálfleik og tryggði sér mikilvæg tvo stig. Leikur Njarðvíkur og KR í Ljónagryfjunni í kvöld byrjaði fjörlega. Liðin skiptust á að leiða og munurinn í fyrsta leikluta var mest fimm stig þegar Njarðvík komst í 12-7 með góðum þrist frá Ólafi Helga Jónssyni. KR-ingar náðu að jafna leikinn áður en leikhlutinn var úti, staðan 19-19 eftir fyrsta leikhluta. Liðin voru ennþá jöfn þegar gengið var til búningsherbergja í hálfleik. KR-ingar tóku frumkvæðið í öðrum leikhlut og náðu sex stiga forystu í stöðunni 26-32. Njarðvíkingar luku öðrum leikhluta með góðum kafla og komust yfir þegar skammt var eftir. KR-ingar skoruðu úr lokasókn leikhlutans og staðan 40-40 í hálfleik. Elvar Már Friðriksson steig upp í liði Njarðvíkur í þriðja leikhluta. Hann stýrði sóknarleik liðsins mjög vel og heimamenn voru sjóðheitir fyrir utan þriggja stiga línuna. Hann ásamt Ólafi Helga og Ágústi Orrasyni settu niður nokkra góða þrista og komu liðinu yfir í leiknum. Staðan 66-58 fyrir lokaleikhlutann. Njarðvíkingar létu kné fylgja kviði í lokaleikhlutanum og héldu áfam að leika vel. Ágúst Orrason var sjóðheitur fyrir utan teig og setti allt niður og áhorfendur í stúkunni létu vel í sér heyra. Njarðvík náði mest 15 stiga forystu um miðjan leikhlutann og þá tóku KR-ingar leikhlé. KR náði aðeins að minnka muninn en náðu aldrei að ógna forystu Njarðvíkinga sem unnu verðskuldaðan 88-77 sigur á heimavelli.Njarðvík-KR 88-77 (19-19, 21-21, 26-18, 22-19)Njarðvík: Nigel Moore 22/8 fráköst, Ágúst Orrason 18, Elvar Már Friðriksson 17/6 fráköst/7 stoðsendingar, Maciej Stanislav Baginski 12, Ólafur Helgi Jónsson 12/7 fráköst, Marcus Van 5/9 fráköst, Oddur Birnir Pétursson 2.KR: Brandon Richardson 22/6 fráköst, Martin Hermannsson 16, Darshawn McClellan 9/5 fráköst, Finnur Atli Magnusson 7, Helgi Már Magnússon 7/4 fráköst, Kristófer Acox 6/5 fráköst, Emil Þór Jóhannsson 5, Brynjar Þór Björnsson 5.Ágúst: Fátt betra en að vinna KR „Ég var að hitta vel í kvöld og ljóst að aukaæfingin er að skila sér," sagði Njarðvíkingurinn Ágúst Orrason eftir góðan heimasigur Njarðvíkur gegn KR í kvöld. Ágúst var sjóðheitur í liði Njarðvíkur og skoraði 18 stig. „Við fengum framlag frá mjög mörgum leikmönnum í kvöld. Við höfum verið að vinna vel í varnarleiknum að undanförnu og það var heldur betur að skila sér í kvöld. Við höldum KR í 77 stigum og það er ekki á færi hvaða liðs sem er. Svo vorum við heldur betur sjóðheitir fyrir utan teig – skotin voru að detta í dag." Njarðvík er eftir leiki kvöldsins í 7. sæti með 16 stig og eru aðeins tveimur stigum á eftir KR sem eru sæti fyrir ofan. „Þú getur ekki ímyndað þér hvað það er gaman að vinna KR fyrir framan fullt hús áhorfenda. Við erum ekki búnir að vera vinna nógu marga heimaleiki og kominn tími á heimasigur. Það er fátt betra en að vinna KR," segir Ágúst. „Við erum tveimur stigum frá 6. sætinu og ætlum okkur að ná því. Við ætlum að vinna rest. Markmiðin eru einföld hjá Njarðvík."Helgi: Úti á þekju í þriðja leikhluta „Þetta var lélegt. Í þriðja leikhluta þá hrynur leikur liðsins. Þetta er búið að gerast nokkrum sinnum í vetur. Við erum að spila fínan bolta í fyrri hálfleik og vorum með undirtökin en svo kemur þessi klassíski kafli í þriðja leikhluta þar sem við erum úti á þekju," sagði Helgi Magnússon, spilandi þjálfari KR eftir tap sinna manna gegn Njarðvík í kvöld. „Það var mun meiri stemmning í Njarðvíkurliðinu og við brotnum. Við þurfum svo sannarlega að laga þetta og það ekki seinna en fyrir næsta leik ef við ætlum okkur eitthvað í þessu móti." „Það eru landsliðsmenn í þessu liði og atvinnumenn sem voru ekki að stíga upp í kvöld og rífa upp leik liðsins. Við verðum að gera betur en það sem við sýndum í kvöld. Það skiptir engu máli hver það er – við þurfum allir að stíga upp og rífa hvern annan upp sem lið. Það erum við ekki að gera sem er áhyggjuefni."Bein textalýsing:40. min: Njarðvíkingar eru að tryggja sér sigur. Nigel Moore rekur síðasta naglann í kistu KR með góð skoti. 88-77 þegar 22 sekúndur eru eftir.39. min: Dæmt skref á Brynjar Þór og Njarðvík vinnur boltann.39. min: Njarðvíkingar virka taugaveiklaðir gegn pressuvörn KR. Staðan er 86-77 þegar ein og hálf mínúta er eftir.38. min: KR minnkar muninn niður í átta stig þegar tvær mínútur eru eftir. 83-75.38. min: Nigel Moore hjá Njarðvík með frábæra troðslu sem kveikir í áhorfendum. Staðan er 83-72 og tvær og hálf eftir af leiknum.37. min: KR minnkar muninn niður í 11 stig, 81-70.36. min: KR-ingar virðast eiga fá svör við góðum leik heimamanna. Staðan er 81-68 þegar fjórar mínútur eru eftir.35. min: Njarðvík komið með 15 stiga forystu þegar 5 mínútur eru eftir, 79-64. Frábær spilamennska hjá heimamönnum sem hafa spilað afar vel sóknarlega. KR-ingar þurfa að girða sig í brók á lokamínútunum til að fá stig úr þessum leik.33. min: Njarðvíkingum halda fá bönd fyrir utan þriggja stiga línuna og aftur er Ágúst á ferðinni með þrist, er kominn í 16 stig drengurinn. Staðan er 75-62 og KR-tekur leikhlé.32. min: Ágúst Orrason að setja niður þrist. Darshawn skorar tvo stig hinum megin. Staðan 72-62.31. min: Njarðvíkingar halda áfram að berjast af krafti. Van skorar úr sniðskoti of fær villu að auki. Staðan er 69-6030. min: Þriðja leikhluta lokið. Staðan er 66-58 fyrir heimamenn sem gíra sig upp fyrir lokaleikhlutann með að hlusta á J-Lo. Nigel Moore með 17 stig fyrir Njarðvík og Elvar Már með 15 stig. Brandon Richardson atkvæðamestur hjá KR með 13 stig.29. min: Heimamenn eru sjóðheitir fyrir utan. Ágúst Orrason að senda niður einn þrist. Staðan 64-54.28. min: Frábær kafli hjá Njarðvík sem leiða 61-52. Mikil barátta í heimamönnum. KR-ingar þurfa að stíga upp ætli þeir sér sigur.27. min: Njarðvík komið með 8 stiga forystu, 58-50. Ólafur Jón með þriðja þrist sinn í kvöld.26. min: KR-tekur leikhlé eftir slæman leikkafla. Strax eftir leikhléið skorar Elvar Már þrist fyrir Njarðvík og kemur þeim í 52-47.25. min: Heimamenn eru ekki á eitt sáttir við dómgæsluna. Stuðningsmenn fagna vel þegar dæmd er villa á KR-inga. Staðan er 49-47 fyrir Njarðvík sem hefur tekið fína rispu síðustu mínútur.23. min: Ólafur Helgi Jónsson skorar sinn annan þrist í leiknum. Staðan 45-46.22. min: KR-ingar byrja þriðja leikhluta betur og eru yfir, 42-46.20. min: Stigahæstir hjá Njarðvík eru Nigel Moore með 13 stig og Elvar Már Friðriksson kemur næstur með 8 stig. Hjá KR hefur Brandon Richardson skorað mest eða 7 stig og Kristófer Acox kemur þar á eftir með 6 stig. Fimm leikmenn í KR-liðinu eru með 5 stig. Gott liðsframlag hjá KR fram til þessa og sömu sögu er að segja af heimamönnum í Njarðvík.20. min: Hálfleikur. Staðan er 40-40 í hálfleik í spennandi og skemmtilegum leik hér í Ljónagryfjunni. KR-ingar skoruðu síðustu stig fyrri hálfleiks með góðri sókn.20. min: Kristófer Acox skorar fyrstu troðslu kvöldsins eftir langa sendingu fram völlinn. Hann hatar ekki að troða drengurinn. Staðan er 40-38 þegar skammt er eftir.19. min: Frábær leikkafli hjá Njarðvík. Nigel Moore skorar þrist og kemur Njarðvík yfir í 38-36. KR-ingar ekki sáttir með leik sinn og taka leikhlé.17. min: Elvar Friðriksson skorar þrist fyrir Njarðvík og er kominn í 8 stig. Njarðvíkingar skora svo í næstu sókn. Staðan er 35-36.16. min: Brynjar Þór Brynjarsson fær dæmda á sig tæknivillu fyrir að hindra Elvar Friðriksson í hraðri sök. Hárréttur dómur.15. min: KR-ingar hafa náð frumkvæðinu í leiknum og eru yfir 26-32 þegar Njarðvíkingar taka leikhlé.13. min: Darshawn McClellan skorar sín fyrstu stig í kvöld fyrir KR með góðu skoti. Staðan er 23-25.12. min: Ágúst Orrason kemur Njarðvík í 23-22 með flottum þrist. Liðin skiptast á að leiða leikinn.11. min: KR skorar fyrstu stig annars leikhluta og kemst yfir, 19-22.10. min: Fyrsta leikhluta er lokið. Staðan er jöfn 19-19. Maciej Baginski stigahæstur hjá Njarðvík með sjö stig. Brandon Richardson með fimm stig fyrir KR. Stigaskor virðist dreifist vel meðal leikmanna.9 min: Brandon Richardson skorar góðan þrist fyrir KR og kemur þeim yfir í 15-17.8. min: Staðan er 13-12 þegar tvær og hálf mínúta er eftir af fyrsta leikhluta.7. min: Liðunum gengur hálf illa að skora í augnablikinu. Staðan enn 12-7.5. min: Ólafur Helgi Jónsson með flottan þrist fyrir Njarðvík eftir góða sendingu frá Elvari Friðrikssyni. Staðan er 12-7 Njarðvík í vil.4. min: Helgi Magnússon skorar góða körfu og fær villu að auki. Hann skorar úr vítaskotinu. Staðan er 9-7 fyrir heimamenn.3. min: Staðan er jöfn 4-4 þegar þrjá mínútur eru liðnar af leiknum.1. min: Njarðvík skorar fyrstu tvo stigin, það gerir Marcus Van sem síðan á gott blokk á KR-inga í næstu sókn.
Dominos-deild karla Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal Körfubolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Svekktir Svíar telja Ísland í mikið léttari helmingi HM Handbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Fleiri fréttir Eltihrellir Caitlin Clark með uppsteyt í dómsal „Karfan er æði en lífið er skítt“ Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir „Fannst við eiga vinna leikinn” Njarðvík og Stjarnan með góða útisigra „Hefur tekið styttri tíma en ég bjóst við“ Uppgjörið: Keflavík - Grindavík 88-82 | Nýir þjálfarar fögnuðu sigri í háspennuleik Uppgjörið: Haukar - Valur 87-67 | Engin vandræði á toppliðinu Handtekinn fyrir að ofsækja Caitlin Clark „Ég vaknaði fimm í morgun, ég er það spenntur“ Biðja dómara afsökunar og fordæma rasísk ummæli Forðað frá gosi um miðja nótt og sáu hraunið flæða yfir húsin á pílumóti Kært vegna rasisma í Garðabæ Reynsluboltar taka við þjálfun Keflavíkur Unnu þriðja leikhluta 28-0 og jöfnuðu stærstu endurkomu sögunnar Átök í stúdíóinu: „LeBron er að eyðileggja Lakers“ Stöðvuðu tólf leikja sigurgöngu Cavs „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Mikilvægur sigur Alba Berlin í botnbaráttunni Hlynur náði ekki frákasti í fyrsta sinn í næstum því 27 ár Jón Axel spilaði uppi félagana í áttunda sigrinum í röð Græddi meira á fyrstu vikunni á Onlyfans en allan körfuboltaferilinn Geggjaðar troðslur áberandi í Bónus-deildinni „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti