Árni og Bjarki berjast á Írlandi í kvöld Oddur Þorsteinsson skrifar 23. febrúar 2013 07:30 Bjarki Þór Pálsson. Árni Ísaksson ver veltivigtartitil sinn gegn Ali Arish hjá írsku bardagakeðjunni Cage Contender í kvöld. Árni vann titilinn 20. október síðastliðinn þegar hann sigraði Wayne Murrie með rothöggi í annarri lotu og varð þar með veltivigtarmeistari Cage Contender, sem er ein stærsta bardagakeðja Evrópu. Árni er þó ekki eini Íslendingurinn sem keppir þetta kvöld, því Bjarki Þór Pálsson mun keppa í öðrum áhugamannabardaga sínum fyrr um kvöldið á sama viðburði. Árni er annar tveggja íslenskra atvinnumanna í blönduðum bardagalistum (MMA), en ekki jafn þekktur og Gunnar Nelson, sem keppir í stærstu bardagakeðju í heimi, UFC. Bjarki Þór er einn af fáum Íslendingum sem keppa í áhugamannabardögum í MMA og ein bjartasta von Íslendinga í íþróttinni. Búast má við að Bjarki, ásamt fleiri upprennandi íslenskum bardagamönnum, muni hefja keppni í atvinnumannabardögum á allra næstu árum. Til að byrja með er hann að afla sér reynslu í áhugamannabardögum, en þar eru strangari reglur sem miða að því að vernda keppendur meira en atvinnumannareglur. Bakgrunnur Árna er í taílenskum hnefaleikum, eða Muay Thai, en andstæðingur hans, Ali Arish, er fyrst og fremst glímumaður, svo styrkleikar þeirra liggja á ólíkum sviðum. Arish er hættulegur andstæðingur, með 17 sigra og aðeins tvö töp. Hann hefur því meiri reynslu en Árni, sem hefur 12 sigra og fjögur töp. Arish hefur unnið sex sinnum með uppgjöf og fjórum sinnum með rothöggi og hann hefur unnið sex síðustu bardaga í röð. Þ.á.m. sigraði hann Wayne Murrie, síðasta andstæðing Árna, með rothöggi í fyrstu lotu, svo hann er hættulegur á öllum sviðum, þó aðalstyrkur hans kunni að vera í gólfglímunni. Það er ekki ósennilegt að Arish reyni að fella Árna, sigra hann með glímutækni og setja Árna í lás. Árni mun líklega reyna að halda bardaganum standandi, svo hann geti nýtt hnefaleikafærni sína, en þar sem hann þarf að varast þunga hnefa Arish kann að vera að hann reyni sjálfur að fella Arish, halda honum niðri og lenda nógu mörgum ósvöruðum höggum til að dómarinn stoppi hann. Bjarki Þór Pálsson hefur æft bardagalistir í rúm tvö ár og keppt í þremur áhugamannabardögum í hnefaleikum og unnið þá alla. Hann keppti í sínum fyrsta áhugamannabardaga í blönduðum bardagalistum seint á síðasta ári og vann hann. Eins og venjan virðist vera þegar Íslendingar keppa í MMA meiddist upprunalegi andstæðingur Bjarka, en í stað hans kom nýr andstæðingur, Paul Lawrence að nafni. Hann hefur barist fjórum sinnum, unnið þrjá og gert eitt jafntefli. Hann er örvhentur hnefaleikamaður og líklega ekki jafn sterkur í gólfglímu og Bjarki. Bjarki sagði í viðtali við bardagafregnir.is að honum finnst þægilegra að berjast í jörðinni, en vilji byrja á að spreyta sig gegn andstæðingum standandi. Þar sem grunnur Lawrence er í hnefaleikum má teljast líklegt að Bjarki reyni að fella Lawrence og setja hann í uppgjafartak. Bardagi Árna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og stefnt er á að sýna bardagi Bjarka í sömu útsendingu. Innlendar Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast“ Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sjá meira
Árni Ísaksson ver veltivigtartitil sinn gegn Ali Arish hjá írsku bardagakeðjunni Cage Contender í kvöld. Árni vann titilinn 20. október síðastliðinn þegar hann sigraði Wayne Murrie með rothöggi í annarri lotu og varð þar með veltivigtarmeistari Cage Contender, sem er ein stærsta bardagakeðja Evrópu. Árni er þó ekki eini Íslendingurinn sem keppir þetta kvöld, því Bjarki Þór Pálsson mun keppa í öðrum áhugamannabardaga sínum fyrr um kvöldið á sama viðburði. Árni er annar tveggja íslenskra atvinnumanna í blönduðum bardagalistum (MMA), en ekki jafn þekktur og Gunnar Nelson, sem keppir í stærstu bardagakeðju í heimi, UFC. Bjarki Þór er einn af fáum Íslendingum sem keppa í áhugamannabardögum í MMA og ein bjartasta von Íslendinga í íþróttinni. Búast má við að Bjarki, ásamt fleiri upprennandi íslenskum bardagamönnum, muni hefja keppni í atvinnumannabardögum á allra næstu árum. Til að byrja með er hann að afla sér reynslu í áhugamannabardögum, en þar eru strangari reglur sem miða að því að vernda keppendur meira en atvinnumannareglur. Bakgrunnur Árna er í taílenskum hnefaleikum, eða Muay Thai, en andstæðingur hans, Ali Arish, er fyrst og fremst glímumaður, svo styrkleikar þeirra liggja á ólíkum sviðum. Arish er hættulegur andstæðingur, með 17 sigra og aðeins tvö töp. Hann hefur því meiri reynslu en Árni, sem hefur 12 sigra og fjögur töp. Arish hefur unnið sex sinnum með uppgjöf og fjórum sinnum með rothöggi og hann hefur unnið sex síðustu bardaga í röð. Þ.á.m. sigraði hann Wayne Murrie, síðasta andstæðing Árna, með rothöggi í fyrstu lotu, svo hann er hættulegur á öllum sviðum, þó aðalstyrkur hans kunni að vera í gólfglímunni. Það er ekki ósennilegt að Arish reyni að fella Árna, sigra hann með glímutækni og setja Árna í lás. Árni mun líklega reyna að halda bardaganum standandi, svo hann geti nýtt hnefaleikafærni sína, en þar sem hann þarf að varast þunga hnefa Arish kann að vera að hann reyni sjálfur að fella Arish, halda honum niðri og lenda nógu mörgum ósvöruðum höggum til að dómarinn stoppi hann. Bjarki Þór Pálsson hefur æft bardagalistir í rúm tvö ár og keppt í þremur áhugamannabardögum í hnefaleikum og unnið þá alla. Hann keppti í sínum fyrsta áhugamannabardaga í blönduðum bardagalistum seint á síðasta ári og vann hann. Eins og venjan virðist vera þegar Íslendingar keppa í MMA meiddist upprunalegi andstæðingur Bjarka, en í stað hans kom nýr andstæðingur, Paul Lawrence að nafni. Hann hefur barist fjórum sinnum, unnið þrjá og gert eitt jafntefli. Hann er örvhentur hnefaleikamaður og líklega ekki jafn sterkur í gólfglímu og Bjarki. Bjarki sagði í viðtali við bardagafregnir.is að honum finnst þægilegra að berjast í jörðinni, en vilji byrja á að spreyta sig gegn andstæðingum standandi. Þar sem grunnur Lawrence er í hnefaleikum má teljast líklegt að Bjarki reyni að fella Lawrence og setja hann í uppgjafartak. Bardagi Árna verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og stefnt er á að sýna bardagi Bjarka í sömu útsendingu.
Innlendar Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Íslenski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir „Ef þú slakar á 1-3% er þetta fljótt að breytast“ Slot: Sá sem truflaði hafði örugglega ekkert illt í hyggju Guðrún Brá Íslandsmeistari eftir spennandi umspil Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Í beinni: Víkingur - Stjarnan | Hvernig er fræknum sigri fylgt eftir? Í beinni: Valur - Breiðablik | Risa leikur á Hlíðarenda Brøndby náði í sigur heimafyrir Dagbjartur Sigurbrandsson er Íslandsmeistari í golfi 2025 Davíð Smári: Ánægður með orkustigið Ísak nældi í gult í tapi Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Enska augnablikið: Hjátrú og alsæla Ólafur skoraði en Aalesund fékk skell Ísak skoraði en Lyngby tapaði Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Umræða um hártog Þróttarakonu í Bestu mörkunum Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Bæði systkinin í lokaráshóp á lokadegi Íslandsmótsins í golfi Hákon gaf syni Dagnýjar treyjuna sína Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Öll mörk Patricks Pedersen í efstu deild Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sjá meira