Körfubolti

Annað tap Drekanna á árinu

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Mynd/Valli
Sundsvall Dragons tapaði í dag fyrir Södertälje Kings í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta, 117-94.

Þetta var aðeins annað tap Sundsvall í deildinni á þessu ári en fyrir leikinn í dag hafði liðið spilað ellefu leiki frá áramótum.

Jakob Sigurðarson skoraði sautján stig fyrri Sundsvall og Hlynur Bæringsson tólf auk þess að taka sex fráköst. Bandaríkjamaðurinn Michael Cuffee var langstigahæstur í liði Sundsvall með 39 stig en það dugði ekki til.

Sundsvall er þó enn með örugga forystu á toppnum en liðið er með 50 stig. Uppsala og Södertälje koma næst með 42 stig hvort.

Þá var einnig spilað í Danmörku í adg. Værlöse vann Svendborg, 92-89, en Axel Kárason skoraði sex stig fyrir Værlöse í leiknum auk þess að taka fimm fráköst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×