Lækka skatta og afnema höftin 24. febrúar 2013 18:05 41. landsfundur Sjálfstæðisflokksins vill losa þjóðina undan gjaldeyrishöftum, lækka skatta og hætta aðildarviðræðum við ESB. Kanna þarf til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundinum sem lauk í Laugardalshöll í dag. Í þágu heimilanna leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að næsta ríkisstjórn setji eftirtalin verkefni í forgang. Sjaldan hefur verið mikilvægar að forgangsraða rétt og leysa þau verkefni fyrst sem ekki þola bið. 1. Að ráðast að rót vanda íslenskra heimila með skulda og skattalækkunum 2. Að auka verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi 3. Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og afnema gjaldeyrishöft 4. Að sýna ábyrgð og bæta opinberan rekstur, lækka skatta og endurskoða bótakerfi 5. Að tryggja grunnþjónustu fyrir alla landsmenn og standa vörð um velferðina Landsfundurinn telur eitt mikilvægasta verkefnið í efnahagslífi þjóðarinnar að losa Íslendinga undan gjaldeyrishöftum. Þá sé ljóst að íslenska krónan í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. „... ef Íslendingar eiga að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn." Kanna þurfi til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Lækkun skatta í þágu heimilannaLandsfundur ályktar að stefna beri að því að einfalda skattkerfið til muna og lækka skatthlutföll í áföngum. „Landsfundur telur að endurskoða beri allar skattahækkanir fráfarandi ríkisstjórnar sem tekið hafa gildi á líðandi kjörtímabili til lækkunar og einföldunar að nýju. Þá er einnig mikilvægt að þegar verði ráðist í heildarendurskoðun á skattaumhverfi atvinnurekstrar og heimila í landinu með það að markmiði að einfalda skattlagningu, fækka undanþágum og draga úr tekjutengingum." Aðildarviðræðum hættLandsfundurinn áréttar að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði hætt og ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Varnir Íslands séu best tryggðar með aðild Íslands að NATO og varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Ályktun Sjálfstæðismanna í heild sinni má sjá hér að neðan (pdf). Kosningar 2013 Tengdar fréttir Bjarni fékk 79% Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%. 24. febrúar 2013 14:00 Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27 Hanna Birna hlaut 95% Hanna Birna Kristjánsdóttir var í dag kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95% gildra atkvæða. 24. febrúar 2013 14:41 Setning um kristin gildi tekin úr ályktun Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að fella úr landsfundarályktun gærdagsins að lagasetning ætti að taka mið af kristnum gildum. 24. febrúar 2013 15:18 Sjálfstæðismenn kjósa Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi. 24. febrúar 2013 12:57 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
41. landsfundur Sjálfstæðisflokksins vill losa þjóðina undan gjaldeyrishöftum, lækka skatta og hætta aðildarviðræðum við ESB. Kanna þarf til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Ályktun þess efnis var samþykkt á fundinum sem lauk í Laugardalshöll í dag. Í þágu heimilanna leggur Sjálfstæðisflokkurinn áherslu á að næsta ríkisstjórn setji eftirtalin verkefni í forgang. Sjaldan hefur verið mikilvægar að forgangsraða rétt og leysa þau verkefni fyrst sem ekki þola bið. 1. Að ráðast að rót vanda íslenskra heimila með skulda og skattalækkunum 2. Að auka verðmætasköpun í íslensku atvinnulífi 3. Að stuðla að efnahagslegum stöðugleika og afnema gjaldeyrishöft 4. Að sýna ábyrgð og bæta opinberan rekstur, lækka skatta og endurskoða bótakerfi 5. Að tryggja grunnþjónustu fyrir alla landsmenn og standa vörð um velferðina Landsfundurinn telur eitt mikilvægasta verkefnið í efnahagslífi þjóðarinnar að losa Íslendinga undan gjaldeyrishöftum. Þá sé ljóst að íslenska krónan í höftum geti ekki verið framtíðargjaldmiðill þjóðarinnar. „... ef Íslendingar eiga að taka þátt í alþjóðlegri samkeppni og afla þjóðinni tekna á heimsmarkaði. Landsfundur telur að Sjálfstæðisflokknum beri skylda til þess að setja afnám gjaldeyrishafta efst á forgangslista komist hann í ríkisstjórn." Kanna þurfi til þrautar alla möguleika Íslands í gjaldmiðla- og gengismálum, þar með talið upptöku alþjóðlegrar myntar. Lækkun skatta í þágu heimilannaLandsfundur ályktar að stefna beri að því að einfalda skattkerfið til muna og lækka skatthlutföll í áföngum. „Landsfundur telur að endurskoða beri allar skattahækkanir fráfarandi ríkisstjórnar sem tekið hafa gildi á líðandi kjörtímabili til lækkunar og einföldunar að nýju. Þá er einnig mikilvægt að þegar verði ráðist í heildarendurskoðun á skattaumhverfi atvinnurekstrar og heimila í landinu með það að markmiði að einfalda skattlagningu, fækka undanþágum og draga úr tekjutengingum." Aðildarviðræðum hættLandsfundurinn áréttar að aðildarviðræðum við Evrópusambandið verði hætt og ekki teknar upp aftur nema að undangenginni þjóðaratkvæðagreiðslu. Varnir Íslands séu best tryggðar með aðild Íslands að NATO og varnarsamningi Íslands og Bandaríkjanna. Ályktun Sjálfstæðismanna í heild sinni má sjá hér að neðan (pdf).
Kosningar 2013 Tengdar fréttir Bjarni fékk 79% Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%. 24. febrúar 2013 14:00 Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27 Hanna Birna hlaut 95% Hanna Birna Kristjánsdóttir var í dag kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95% gildra atkvæða. 24. febrúar 2013 14:41 Setning um kristin gildi tekin úr ályktun Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að fella úr landsfundarályktun gærdagsins að lagasetning ætti að taka mið af kristnum gildum. 24. febrúar 2013 15:18 Sjálfstæðismenn kjósa Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi. 24. febrúar 2013 12:57 Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Bjarni fékk 79% Bjarni Benediktsson var í dag endurkjörinn formaður Sjálfstæðisflokksins á landsfundi flokksins í Laugardalshöll. Bjarni fékk 939 atkvæði af 1229 eða 78,9%. 24. febrúar 2013 14:00
Kristján Þór hafði betur Kristján Þór Júlíusson var í dag endurkjörinn 2. varaformaður Sjálfstæðisflokkisns eftir harða baráttu við Aldísi Hafsteinsdóttur, bæjarstjóra í Hveragerði. 24. febrúar 2013 15:27
Hanna Birna hlaut 95% Hanna Birna Kristjánsdóttir var í dag kjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins með 95% gildra atkvæða. 24. febrúar 2013 14:41
Setning um kristin gildi tekin úr ályktun Landsfundur Sjálfstæðisflokksins samþykkti rétt í þessu að fella úr landsfundarályktun gærdagsins að lagasetning ætti að taka mið af kristnum gildum. 24. febrúar 2013 15:18
Sjálfstæðismenn kjósa Kosið verður í stöðu formanns, varaformanns og 2. varaformanns á Landsfundi Sjálfstæðismanna í Laugardagshöll í dag. Fylgst verður með kosningunni hér á Vísi. 24. febrúar 2013 12:57