Fótbolti

Sir Alex sá Real Madrid fara illa með Barca í kvöld

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alex Ferguson og Mike Phelan.
Alex Ferguson og Mike Phelan. Mynd/Nordic Photos/Getty
Sir Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United og aðstoðarmaður hans Mike Phelan voru mættir á Nou Camp í Barcelona í kvöld og sáu Real Madrid vinna 3-1 sigur á erkifjendum sínum í Barcelona í átta liða úrslitum spænska bikarsins.

Real Madrid mætir á Old Trafford í næstu viku en þá fer fram seinni leikur liðanna í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Liðin gerðu 1-1 jafntefli í fyrri leiknum á Santiago Bernabeu.

Sir Alex sá kennslustund í skyndisóknum hjá lærisveinum Jose Mourinho í kvöld auk þess að hans gamli "nemi" Cristiano Ronaldo fór á kostum og skoraði tvö fyrstu mörk Real Madrid í leiknum.

Real Madrid spilaði frábæran leik og sýndi hversu magnað liðið getur verið á góðum degi. Það er því hægt að vera með getgátur um það að Ferguson fljúgi nokkuð stressaður heim til Manchester í fyrramálið.


Tengdar fréttir

Real sló Barcelona út á Nývangi - Ronaldo með tvö

Barcelona vinnur ekki þrennuna í ár því liðið féll í kvöld út úr spænska bikarnum eftir 1-3 tap á heimavelli á móti erkifjendunum í Real Madrid. Real Madrid vann því 4-2 samanlagt og er komið áfram í undanúrslit keppninnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×