Talsmaður lögreglunnar sagðist í samtali við breska ríkisútvarpið vera hissa á þeim fréttum – það hafi ekki komið frá lögreglunni.
Þá kom einnig fram í máli talsmannsins að lögreglan hafi sinnt nokkrum útköllum að undanförnu þar sem til deilna hefur komið á milli Pistorius og kærustunnar, Reevu Steenkamp. Þau höfðu verið kærustupar í tvo mánuði.
Spretthlauparinn mun mæta fyrir dómstóla í dag þar sem hann verður ákærður fyrir morð.