Icesave skýrir fylgismun milli kannana Karen Kjartansdóttir skrifar 1. febrúar 2013 20:17 Icesave málið skýrir fylgismun á stjórnmálaflokkunum milli kannana. Þetta kom fram í máli formanna stjórnmálaflokkanna þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Sjálfstæðisflokkurinn missir sex prósentustig á tveimur vikum. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins segir það vissulega verri niðurstöðu en sést hefur að undanförnu í könnunum. Icesave málið hreyfi vissulega við fólki en mestu skipti sé hvernig staðið sé að málum á næstu mánuðum. „Eftir sem áður, Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn - kjölfestan í íslensku stjórnmálalífi. Mér finnst athyglisvert að sjá þessar miklu hreyfingar. Þær koma ekki mikið við fylgi Sjálfstæðisflokksins en ríkisstjórnarflokkarnir virðast vera að missa fylgi til Bjartar Framtíðar. Framsóknarflokkurinn er síðan auðvitað að styrkja sig," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurvegari þessarar könnunnar, ef svo má segja, er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Skýr afstaða flokksins í Icesave-málinu eflaust haft sitt að segja. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt og vonandi getur þetta haft góð áhrif á stjórnmálin, ef að hinir flokkarnir sjá í þessu tækifæri frekar en ógn. Ef þeir bregðast við með því að færa sig nær málflutningi okkar í stað þess að ráðast gegn okkur," segir Sigmundir Davíð. „Þó svo að Icesave hafi eflaust haft áhrif á þessa niðurstöðu þá geri ég ráð fyrir að fólk hafi líka sett það mál í samhengi við önnur sem við höfum verið að berjast fyrir. Ekki síst stöðu heimilanna." Eins og í síðustu könnun mælist Björt framtíð þriðja stærsta stjórnmálaaflið. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Þetta er í góðu samræmi við það sem við höfum lagt upp með. Við erum búin að vera að vinna að þessu í um tvö ár. Þetta er hægt og bítandi að bæta við sig og allt stefnir í rétta átt," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður Bjartar Framtíðar. Steingrímur J. Sigfússon sagði að vel mætti merkja og ákveðin púls sem væri í samfélaginu eftir Icesave-dóminn hann léti nægja í bili að flokkur hans bætti við sig fylgi. „Ef þessi niðurstaða sem þið sýnið hér þá blasir við að það yrði samstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Og ég held að þjóðin þurfi ekki á því að halda. Menn skulu bara rifja upp söguna, og forsöguna fyrir Icesacve. Af hverju lentum við í Icesave," segir Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. Kosningar 2013 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira
Icesave málið skýrir fylgismun á stjórnmálaflokkunum milli kannana. Þetta kom fram í máli formanna stjórnmálaflokkanna þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Sjálfstæðisflokkurinn missir sex prósentustig á tveimur vikum. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins segir það vissulega verri niðurstöðu en sést hefur að undanförnu í könnunum. Icesave málið hreyfi vissulega við fólki en mestu skipti sé hvernig staðið sé að málum á næstu mánuðum. „Eftir sem áður, Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn - kjölfestan í íslensku stjórnmálalífi. Mér finnst athyglisvert að sjá þessar miklu hreyfingar. Þær koma ekki mikið við fylgi Sjálfstæðisflokksins en ríkisstjórnarflokkarnir virðast vera að missa fylgi til Bjartar Framtíðar. Framsóknarflokkurinn er síðan auðvitað að styrkja sig," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurvegari þessarar könnunnar, ef svo má segja, er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Skýr afstaða flokksins í Icesave-málinu eflaust haft sitt að segja. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt og vonandi getur þetta haft góð áhrif á stjórnmálin, ef að hinir flokkarnir sjá í þessu tækifæri frekar en ógn. Ef þeir bregðast við með því að færa sig nær málflutningi okkar í stað þess að ráðast gegn okkur," segir Sigmundir Davíð. „Þó svo að Icesave hafi eflaust haft áhrif á þessa niðurstöðu þá geri ég ráð fyrir að fólk hafi líka sett það mál í samhengi við önnur sem við höfum verið að berjast fyrir. Ekki síst stöðu heimilanna." Eins og í síðustu könnun mælist Björt framtíð þriðja stærsta stjórnmálaaflið. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Þetta er í góðu samræmi við það sem við höfum lagt upp með. Við erum búin að vera að vinna að þessu í um tvö ár. Þetta er hægt og bítandi að bæta við sig og allt stefnir í rétta átt," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður Bjartar Framtíðar. Steingrímur J. Sigfússon sagði að vel mætti merkja og ákveðin púls sem væri í samfélaginu eftir Icesave-dóminn hann léti nægja í bili að flokkur hans bætti við sig fylgi. „Ef þessi niðurstaða sem þið sýnið hér þá blasir við að það yrði samstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Og ég held að þjóðin þurfi ekki á því að halda. Menn skulu bara rifja upp söguna, og forsöguna fyrir Icesacve. Af hverju lentum við í Icesave," segir Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kosningar 2013 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Fólk deili lyfseðlum og „míkródósi“: „Við getum ekki réttlætt þá meðferð“ Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum Sjá meira