Icesave skýrir fylgismun milli kannana Karen Kjartansdóttir skrifar 1. febrúar 2013 20:17 Icesave málið skýrir fylgismun á stjórnmálaflokkunum milli kannana. Þetta kom fram í máli formanna stjórnmálaflokkanna þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Sjálfstæðisflokkurinn missir sex prósentustig á tveimur vikum. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins segir það vissulega verri niðurstöðu en sést hefur að undanförnu í könnunum. Icesave málið hreyfi vissulega við fólki en mestu skipti sé hvernig staðið sé að málum á næstu mánuðum. „Eftir sem áður, Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn - kjölfestan í íslensku stjórnmálalífi. Mér finnst athyglisvert að sjá þessar miklu hreyfingar. Þær koma ekki mikið við fylgi Sjálfstæðisflokksins en ríkisstjórnarflokkarnir virðast vera að missa fylgi til Bjartar Framtíðar. Framsóknarflokkurinn er síðan auðvitað að styrkja sig," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurvegari þessarar könnunnar, ef svo má segja, er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Skýr afstaða flokksins í Icesave-málinu eflaust haft sitt að segja. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt og vonandi getur þetta haft góð áhrif á stjórnmálin, ef að hinir flokkarnir sjá í þessu tækifæri frekar en ógn. Ef þeir bregðast við með því að færa sig nær málflutningi okkar í stað þess að ráðast gegn okkur," segir Sigmundir Davíð. „Þó svo að Icesave hafi eflaust haft áhrif á þessa niðurstöðu þá geri ég ráð fyrir að fólk hafi líka sett það mál í samhengi við önnur sem við höfum verið að berjast fyrir. Ekki síst stöðu heimilanna." Eins og í síðustu könnun mælist Björt framtíð þriðja stærsta stjórnmálaaflið. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Þetta er í góðu samræmi við það sem við höfum lagt upp með. Við erum búin að vera að vinna að þessu í um tvö ár. Þetta er hægt og bítandi að bæta við sig og allt stefnir í rétta átt," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður Bjartar Framtíðar. Steingrímur J. Sigfússon sagði að vel mætti merkja og ákveðin púls sem væri í samfélaginu eftir Icesave-dóminn hann léti nægja í bili að flokkur hans bætti við sig fylgi. „Ef þessi niðurstaða sem þið sýnið hér þá blasir við að það yrði samstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Og ég held að þjóðin þurfi ekki á því að halda. Menn skulu bara rifja upp söguna, og forsöguna fyrir Icesacve. Af hverju lentum við í Icesave," segir Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar. Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Icesave málið skýrir fylgismun á stjórnmálaflokkunum milli kannana. Þetta kom fram í máli formanna stjórnmálaflokkanna þegar fréttastofa ræddi við þá í dag. Sjálfstæðisflokkurinn missir sex prósentustig á tveimur vikum. Bjarni Benediktsson, formaður flokksins segir það vissulega verri niðurstöðu en sést hefur að undanförnu í könnunum. Icesave málið hreyfi vissulega við fólki en mestu skipti sé hvernig staðið sé að málum á næstu mánuðum. „Eftir sem áður, Sjálfstæðisflokkurinn er langstærsti flokkurinn - kjölfestan í íslensku stjórnmálalífi. Mér finnst athyglisvert að sjá þessar miklu hreyfingar. Þær koma ekki mikið við fylgi Sjálfstæðisflokksins en ríkisstjórnarflokkarnir virðast vera að missa fylgi til Bjartar Framtíðar. Framsóknarflokkurinn er síðan auðvitað að styrkja sig," segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. Sigurvegari þessarar könnunnar, ef svo má segja, er Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, formaður Framsóknarflokksins. Skýr afstaða flokksins í Icesave-málinu eflaust haft sitt að segja. „Þetta er auðvitað mjög ánægjulegt og vonandi getur þetta haft góð áhrif á stjórnmálin, ef að hinir flokkarnir sjá í þessu tækifæri frekar en ógn. Ef þeir bregðast við með því að færa sig nær málflutningi okkar í stað þess að ráðast gegn okkur," segir Sigmundir Davíð. „Þó svo að Icesave hafi eflaust haft áhrif á þessa niðurstöðu þá geri ég ráð fyrir að fólk hafi líka sett það mál í samhengi við önnur sem við höfum verið að berjast fyrir. Ekki síst stöðu heimilanna." Eins og í síðustu könnun mælist Björt framtíð þriðja stærsta stjórnmálaaflið. „Mér líst bara mjög vel á þetta. Þetta er í góðu samræmi við það sem við höfum lagt upp með. Við erum búin að vera að vinna að þessu í um tvö ár. Þetta er hægt og bítandi að bæta við sig og allt stefnir í rétta átt," segir Heiða Kristín Helgadóttir, varaformaður Bjartar Framtíðar. Steingrímur J. Sigfússon sagði að vel mætti merkja og ákveðin púls sem væri í samfélaginu eftir Icesave-dóminn hann léti nægja í bili að flokkur hans bætti við sig fylgi. „Ef þessi niðurstaða sem þið sýnið hér þá blasir við að það yrði samstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokksins. Og ég held að þjóðin þurfi ekki á því að halda. Menn skulu bara rifja upp söguna, og forsöguna fyrir Icesacve. Af hverju lentum við í Icesave," segir Jóhanna Sigurðardóttir, formaður Samfylkingarinnar.
Kosningar 2013 Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira