Lýsti yfir goslokum í ylvolgum gíg Eldfells Kristján Már Unnarsson skrifar 2. febrúar 2013 16:23 Eyjamaðurinn Svavar Steingrímsson var í hópi sex manna, undir forystu Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors, sem fyrstir fóru ofan í gíg Eldfells að kvöldi 2. júlí árið 1973 til að kanna hvort eldgosinu á Heimaey væri lokið. Svavar lýsir þessari dirfskuför í þættinum „Um land allt", sem sýndur verður á Stöð 2 kl. 18.55 í kvöld, sunnudag, strax að loknum fréttum. Gosið var búið að standa yfir í rúma fimm mánuði en ekkert hafði orðið vart við virkni í gígnum frá 26. júní. Sex dögum síðar var ákveðið að kanna stöðuna. Svavar segir að í fyrstu hafi staðið til að síga ofan í gíginn en svo hafi þeir ákveðið að ganga niður þegar þeir sáu að þetta var bara brött brekka. Spurður hvort það hafi ekki verið heitt þarna niðri svarar Svavar að þar hafi verið ylvolgt. Þorbirni prófessor hafi raunar þótt svo hlýtt og notalegt að hann hafi sagt að réttast væri að tjalda í gígbotninum. Þessi ganga sexmenninganna ofan í gíginn átti eftir að marka tímamót því goslokin hafa ætíð síðan verið miðuð við þennan atburð. Þarna niðri í gígbotninum lýsti Þorbjörn Sigurgeirsson því yfir að gosinu væri lokið og daginn eftir sendi Almannavarnanefnd Vestmannaeyja út formlega tilkynningu sama efnis. Svavar segir að sumir hafi talið þessa för bölvaðan glannaskap og þeir væru að storka almættinu. „Þá verðum við bara að gera það upp seinna", segir hann og hlær. Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 27. janúar 2013 20:09 Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Eyjamaðurinn Svavar Steingrímsson var í hópi sex manna, undir forystu Þorbjörns Sigurgeirssonar prófessors, sem fyrstir fóru ofan í gíg Eldfells að kvöldi 2. júlí árið 1973 til að kanna hvort eldgosinu á Heimaey væri lokið. Svavar lýsir þessari dirfskuför í þættinum „Um land allt", sem sýndur verður á Stöð 2 kl. 18.55 í kvöld, sunnudag, strax að loknum fréttum. Gosið var búið að standa yfir í rúma fimm mánuði en ekkert hafði orðið vart við virkni í gígnum frá 26. júní. Sex dögum síðar var ákveðið að kanna stöðuna. Svavar segir að í fyrstu hafi staðið til að síga ofan í gíginn en svo hafi þeir ákveðið að ganga niður þegar þeir sáu að þetta var bara brött brekka. Spurður hvort það hafi ekki verið heitt þarna niðri svarar Svavar að þar hafi verið ylvolgt. Þorbirni prófessor hafi raunar þótt svo hlýtt og notalegt að hann hafi sagt að réttast væri að tjalda í gígbotninum. Þessi ganga sexmenninganna ofan í gíginn átti eftir að marka tímamót því goslokin hafa ætíð síðan verið miðuð við þennan atburð. Þarna niðri í gígbotninum lýsti Þorbjörn Sigurgeirsson því yfir að gosinu væri lokið og daginn eftir sendi Almannavarnanefnd Vestmannaeyja út formlega tilkynningu sama efnis. Svavar segir að sumir hafi talið þessa för bölvaðan glannaskap og þeir væru að storka almættinu. „Þá verðum við bara að gera það upp seinna", segir hann og hlær.
Einu sinni var... Eldgos og jarðhræringar Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 27. janúar 2013 20:09 Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30 Mest lesið Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Innlent Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Innlent Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Innlent Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar Innlent „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Innlent Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Erlent Myndbönd sýna flugvélina lenda harkalega og enda á hvolfi Erlent Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Innlent Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Innlent Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Innlent Fleiri fréttir Samtenging sjúkraskráa auki sjúklingaöryggi Vill svipta glæpamenn íslenskum ríkisborgararétti Tvö þúsund Íslendingar í hverri viku á Tenerife Vegabætur taldar auka straum ferðafólks um Norðausturland Fékk net í aðalskrúfuna og dreginn í land Strandveiðar augljóslega ekki ábatasamasta leiðin við veiðar „Mjög langur“ listi fjölmiðla sem hægt yrði að velja úr Fá að rukka fyrir geymslu á líkum Heilsugæslan sektuð af Persónuvernd og brotthvarf Gylfa Vongóð um að nýr meirihluti verði myndaður fyrir helgi Uppskar hlátur er hann ræddi klæðaburðinn Segir búið að teikna upp aðgerðir og boðar til aukafundar Vaxandi líkur á tíðindum innan nokkurra daga eða vikna Guðrún slapp naumlega við steinsmuguna Sáttasemjari fundaði með forystu Kennarasambandsins Bannar öðrum en heilbrigðisstarfsfólki að sprauta í varir Lögðu hald á marga blóðuga muni eftir ofsafengna árás Kærðir fyrir að stunda fólksflutninga í óleyfi Pallborðið: Fjórir berjast um formannssætið í VR Býður sig fram til formanns Rafiðnaðarsambandsins Persónuvernd leggur fimm milljóna sekt á Heilsugæsluna Bundið slitlag á síðasta kafla Norðausturvegar Eldur í mathöllinni í Hveragerði Bankasamruni hugnast ekki Neytendasamtökunum Enginn með stöðu sakbornings í rannsókninni á Mánagarði Hefur áhyggjur af Brynjari í sæti dómara Starfsmenn Sólheima óttaslegnir vegna óvæntra breytinga Þingmanni blöskrar viðbragðsleysi skólastjóra Gætu þurft að breyta þrjátíu kílómetrum aftur í malaveg Fimmta tilraun til að leyfa ráðstöfun útvarpsgjalds til annarra fjölmiðla Sjá meira
Þegar Eyjamenn reyndu að taka völdin af eldfjallinu Eldgosið á Heimaey árið 1973 var til umfjöllunar í þættinum "Um land allt" á Stöð 2 í kvöld. 27. janúar 2013 20:09
Eyjamenn lýsa því hvernig var að vakna upp við eldgos Þegar eldsprungan opnaðist á Heimaey þann 23. janúar fyrir fjörutíu árum í austurjaðri byggðarinnar þá var fjarlægðin frá næstu íbúðarhúsum litlu meiri en vegalengdin yfir Arnarhól í Reykjavík. 5200 manns í Vestmannaeyjum upplifðu þar einhverja ógnþrungnustu nótt Íslandssögunnar. Þennan atburð ætlar Stöð 2 næstu sunnudagskvöld að rifja upp í þættinum "Um land allt" með hjálp Eyjamanna sem stóðu í eldlínunni en fyrsti þátturinn var sýndur í kvöld. 20. janúar 2013 19:30