Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 28-25 Stefán Árni Pálsson skrifar 4. febrúar 2013 14:21 FH vann frábæran sigur, 28-25, á Aftureldingu í N-1 deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í Hafnafirði. Það var frekar mikill vandræðagangur á leik liðanna til að byrja með og áttu þau bæði erfitt með að fóta sig. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 5-5 og fátt um fína drætti. Leikmenn Aftureldingar voru meira og minna útaf í fyrri hálfleiknum en liðið fékk ótal tveggja mínútna brotvísanir dæmdar á sig í hálfleiknum. Samt sem áður stóðu gestirnir alltaf í Fimleikafélaginu og gerðu í raun mun betur. Þegar fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleiknum var staðan 13-8 fyrir gestunum og þá var Einari Andra, þjálfara FH, nóg boðið og hann tók leikhlé. Þvílík stemmning í liðið Aftureldingar sem skilaði sér í frábærum varnarleik og öguðum sóknarleik. FH-ingar náðu aðeins að rétt úr kútnum fyrir lok hálfleiksins og var staðan 14-11 fyrir Aftureldingu í hálfleik. Gestirnir héldum áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og leiddu 17-14 þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Munurinn hélst sá sami á liðunum næstu mínútur og þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 20-17 fyrir Aftureldingu. Á stuttum kafla skoruðu FH-ingar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 21-18 í 22-21 sér í vil. FH-ingar náðu að nýta sér reynslu sína það sem eftir lifði leiks og kláruðu leikinn með frábærum sigri 28-25. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var stórkostlegur í kvöld en hann gerði tíu mörk og leiddi lið sitt til sigurs. Reynir: Það vantaði allt malt í okkur„Við spiluðum bara mjög vel svona lungann af leiknum en það dugði ekki til í kvöld," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum með undirtökin fyrstu fimmtíu mínútur leiksins en eftir það urðu menn yfirspenntir og það fór með þennan leik í kvöld." „Við förum að taka rangar ákvarðanir, skjótum illa og það vantaði hreinlega bara meira malt í okkur í kvöld." „Við erum búnir að æfa gríðarlega vel í fríinu og liðið er í toppstandi, eins og kannski sást í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Reyni hér að ofan. Einar Andri: Fundum einhvern aukakraft undir lokin„Þetta var langt frá því að vera auðveldur sigur og ég verð að hrósa Aftureldingu fyrir frábæran leik í kvöld," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þeir gerðu okkur virkilega erfitt fyrir og voru í raun betra liðið á vellinum í 48 mínútur, en þá tókum við völdin." „Við héldum alltaf áfram og höfðum alltaf trú á verkefninu, síðan undir lokin fundum við einhvern auka kraft til að fara með þetta alla leið." „Þeir komu okkur kannski örlítið á óvart til að byrja með þegar þeir nálguðust leikinn af mikilli hörku og það sló mína menn aðeins útaf laginu, við verðum að viðurkenna það."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira
FH vann frábæran sigur, 28-25, á Aftureldingu í N-1 deildar karla í handknattleik en leikurinn fór fram í Kaplakrika í Hafnafirði. Það var frekar mikill vandræðagangur á leik liðanna til að byrja með og áttu þau bæði erfitt með að fóta sig. Þegar hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 5-5 og fátt um fína drætti. Leikmenn Aftureldingar voru meira og minna útaf í fyrri hálfleiknum en liðið fékk ótal tveggja mínútna brotvísanir dæmdar á sig í hálfleiknum. Samt sem áður stóðu gestirnir alltaf í Fimleikafélaginu og gerðu í raun mun betur. Þegar fimm mínútur voru eftir að fyrri hálfleiknum var staðan 13-8 fyrir gestunum og þá var Einari Andra, þjálfara FH, nóg boðið og hann tók leikhlé. Þvílík stemmning í liðið Aftureldingar sem skilaði sér í frábærum varnarleik og öguðum sóknarleik. FH-ingar náðu aðeins að rétt úr kútnum fyrir lok hálfleiksins og var staðan 14-11 fyrir Aftureldingu í hálfleik. Gestirnir héldum áfram uppteknum hætti í upphafi síðari hálfleiks og leiddu 17-14 þegar átta mínútur voru liðnar af hálfleiknum. Munurinn hélst sá sami á liðunum næstu mínútur og þegar síðari hálfleikurinn var hálfnaður var staðan 20-17 fyrir Aftureldingu. Á stuttum kafla skoruðu FH-ingar fjögur mörk í röð og breyttu stöðunni úr 21-18 í 22-21 sér í vil. FH-ingar náðu að nýta sér reynslu sína það sem eftir lifði leiks og kláruðu leikinn með frábærum sigri 28-25. Ásbjörn Friðriksson, leikmaður FH, var stórkostlegur í kvöld en hann gerði tíu mörk og leiddi lið sitt til sigurs. Reynir: Það vantaði allt malt í okkur„Við spiluðum bara mjög vel svona lungann af leiknum en það dugði ekki til í kvöld," sagði Reynir Þór Reynisson, þjálfari Aftureldingar, eftir tapið í kvöld. „Við vorum með undirtökin fyrstu fimmtíu mínútur leiksins en eftir það urðu menn yfirspenntir og það fór með þennan leik í kvöld." „Við förum að taka rangar ákvarðanir, skjótum illa og það vantaði hreinlega bara meira malt í okkur í kvöld." „Við erum búnir að æfa gríðarlega vel í fríinu og liðið er í toppstandi, eins og kannski sást í kvöld." Hægt er að sjá myndband af viðtalinu við Reyni hér að ofan. Einar Andri: Fundum einhvern aukakraft undir lokin„Þetta var langt frá því að vera auðveldur sigur og ég verð að hrósa Aftureldingu fyrir frábæran leik í kvöld," sagði Einar Andri Einarsson, þjálfari FH, eftir sigurinn. „Þeir gerðu okkur virkilega erfitt fyrir og voru í raun betra liðið á vellinum í 48 mínútur, en þá tókum við völdin." „Við héldum alltaf áfram og höfðum alltaf trú á verkefninu, síðan undir lokin fundum við einhvern auka kraft til að fara með þetta alla leið." „Þeir komu okkur kannski örlítið á óvart til að byrja með þegar þeir nálguðust leikinn af mikilli hörku og það sló mína menn aðeins útaf laginu, við verðum að viðurkenna það."Hægt er að sjá myndband af viðtalinu með því að ýta hér.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Stjarnan - Tindastóll 91-86 | Stjarnan tryggði oddaleik eftir háspennu Körfubolti Sjáðu ljótt brot Hlyns sem gerði Audda reiðan Körfubolti Uppgjörið: Afturelding - KR 4-3 | Heimasigur eftir tvöfalda endurkomu Íslenski boltinn Glódís fagnaði titlunum í þýskum þjóðbúningi á troðfullu torgi Fótbolti Rombley fluttur á sjúkrahús með sjúkrabíl Körfubolti Sigurður Breki á spítala eftir harkalegt samstuð Íslenski boltinn Uppgjörið: Fram - Vestri 1-0 | Frammarar stöðvuðu sigurgöngu Vestra Íslenski boltinn „Ég var ekki sáttur með sjálfan mig“ Körfubolti Átti Henderson að fá rautt spjald? Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - KA 0-0 | Ekkert samba í sólinni Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sigur hjá Kolstad í fyrsta leik úrslitanna Óðinn markahæstur í fyrsta leik úrslitaeinvígisins Löggan óskaði Hildigunni til hamingju Mögnuð stemmning þegar Valskonur tryggðu sér Evrópubikarinn Sýning hjá Viktori Gísla í stórsigri Wisla Plock „Ég ætla að leyfa stelpunum að njóta í kvöld“ Uppgjörið: Valur - Porrino 25-24 | Valskonur Evrópumeistarar fyrstar kvennaliða Táraðist vegna ólýsanlegrar gleði „Ég byrjaði bara að gráta, ég réði ekki við neitt“ Arnór stýrði sínum mönnum í undanúrslit „Orðið sem ég nota er forréttindapési“ Elvar í aðalhlutverki þegar Melsungen tók stórt skref í titilslagnum „Ég get ekki beðið“ Stærsti íþróttaviðburður sem fram hafi farið hér á landi Svona var blaðamannafundur Vals fyrir seinni úrslitaleikinn „Í lokin snýst þetta alltaf um okkur sjálfa“ Ótrúlegur Donni kom ekki í veg fyrir tap Aldís Ásta Svíþjóðarmeistari Íslendingar gerðu gæfumuninn í Íslendingaslögum Uppgjörið: Valur - Fram 33-37 | Bláir leiða úrslitaeinvígið EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Patrekur verður svæðisfulltrúi Guðmundur Bragi frábær í stórsigri Jöfnuðu metin gegn Dortmund Allt opið hjá Degi sem kveður franska stórliðið Birtir gamla mynd af sér í Barcelona-treyju: „Stór draumur að rætast“ Varð að þegja yfir samningnum við Barcelona í margar vikur ÍBV sækir Jakob úr föllnu liði Gróttu Viktor Gísli búinn að semja við Barcelona Dóttir Lauge fæddist löngu fyrir tímann Sjá meira