Fótbolti

Reynt að svindla í leik Liverpool og Debrecen í Meistaradeildinni

Dirk Kuyt skorar hér eina markið í leiknum  umtalaða.
Dirk Kuyt skorar hér eina markið í leiknum umtalaða.
Það vakti mikla athygli í rannsókn Europol á svindli í fótboltanum að þar var talað um einn Meistaradeildarleik á Englandi sem hefði verið spilaður á síðustu þremur til fjórum árum. Þar komu bara stærstu lið Englands til greina.

Danskt blað segist hafa fengið það staðfest hjá Europol að þarna sé um ræða leik Liverpool og Debrecen frá árinu 2009. Leikmenn Liverpool liggja þó ekki undir grun í málinu.

Þar átti markvörður Debrecen, Vukasin Poleksic, að sjá til þess að Liverpool myndi vinna leikinn með meira en tveimur mörkum. Hann gaf eitt mark en Liverpool náði ekki að skora fleiri mörk og leikurinn endaði 1-0.

Annar leikur með ungverska liðinu í Meistaradeildinni hefur einnig verið rannsakaður en þá tapaði Debrecen, 4-3, gegn Fiorentina.

Hinn þrítugi Poleksic er í tveggja ára banni hjá UEFA þar sem hann lét ekki vita af því er reynt var að fá hann til svindla.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×