Körfubolti

Fjórir sigrar í röð hjá Norrköping - Sundsvall aftur á sigurbraut

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Hlynur Bæringsson
Hlynur Bæringsson Mynd/Valli
Pavel Ermolinskij og félagar í Norrköping Dolphins unnu sinn fjórða sigur í röð í sænsku úrvalsdeildinni í körfubolta í kvöld þegar liðið vann 91-88 útisigur á KFUM Nässjö, sama liði og vann óvæntan sigur á Sundsvall Dragons í síðustu umferð. Drekarnir komust aftur á sigurbraut með sigri á 08 Stockholm HR í kvöld.

Pavel Ermolinskij var með 1 stig, 5 fráköst og 2 stoðsendingar á 20 mínútum í kvöld en hann klikkaði á öllum þremur skotum sínum utan af velli og 5 af 6 vítum sínum. Norrköping vann þrjá fyrstu leikhlutana í kvöld en Nässjö-liðið gerði leikinn spennandi í lokin.

Hlynur Næringsson var þremur stoðsendingum frá þrennunni þegar Sundsvall Dragons vann tólf stiga heimasigur á 08 Stockholm HR í kvöld, 93-81. Hlynur var með 16 stig, 14 fráköst og 7 stoðsendingar í leiknum en Jakob Örn Sigurðarson bætti við 18 stigum. Sundsvall-liðið tryggði sér sigur með því að vinna fjórða leikhlutann 28-11.

Sundsvall Dragons er áfram á toppi sænsku deildarinnar en Norrköping Dolphins er komið upp í 3. sætið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×