Körfubolti

Jón Arnór og félagar úr leik í Konungsbikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Jón Arnór Stefánsson
Jón Arnór Stefánsson Mynd/Stefán
Jón Arnór Stefánsson og félagar hans í CAI Zaragoza duttu út úr spænska Konungsbikarnum í körfubolta í kvöld eftir 24 stiga tap á móti Caja Laboral, 64-85, í leik liðanna í átta liða úrslitunum.

CAI Zaragoza var í góðum málum í hálfleik enda einu stigi yfir, 41-40, en leikur liðsins hrundi í þriðja leikhlutanum sem Caja Laboral vann 29-13. Caja Laboral vann síðan lokaleikhlutann 19-10 og þar með leikinn með 24 stigum.

Jón Arnór spilaði í 12 mínútur í leiknum og tókst ekki að skora. Hann klikkaði á öllum þremur skotum sínum en var með einn stolinn bolta.

Spænski kraftframherjinn Pablo Aguilar var langatkvæðamestur hjá Zaragoza-liðinu með 23 stig en Bandaríkjamaðurinn Joseph Jones og Hollendingurinn Henk Norel skoruðu báðir tíu stig.

Caja Laboral mætir Barcelona í undanúrslitunum á laugardaginn en Barcelona vann þriggja stiga sigur á Real Madrid í kvöld, 111-108




Fleiri fréttir

Sjá meira


×