Íslendingar mega aldrei sætta sig við yfirgang 8. febrúar 2013 15:00 Sigmundur Davíð Gunnlaugsson flutti ræðu á flokksþingi Framsóknarflokksins. Mynd/ GVA. Sigmundur Davíð gerði deiluna í Icesave-málinu að umtalsefni á flokksþingi Framsóknarflokksins í Gullhömrum í Grafarvogi í dag. „Íslendingar eru, og verða vonandi alltaf, herlaus þjóð. En við sættum okkur ekki við yfirgang. Við heyjum baráttu okkar á grundvelli laga og réttar, vegna þess að við vitum að með lögum skal land byggja. Við megum aldrei láta undan ofríki sama hversu mikið ofurefli kann að vera við að etja," sagði Sigmundur Davíð. „Nú er nýlokið deilu sem flestir virðast sammála um að hafi verið ein stærsta milliríkjadeila í seinnitímasögu landsins. Að minnsta kosti sú stærsta frá því í landhelgisdeilunum, sagði Sigmundur Davíð. Það væri engin tilviljun að Framsóknarflokkurinn hafi haft forgöngu í baráttunni gegn því óréttlæti sem Íslendingar voru beittir ...ásamt hópum fólks sem var reiðubúið að leggja á sig óhemju vinnu til að verja hagsmuni samborgaranna," bætti Sigmundur Davíð við. Hann benti á að eftir að Íslendingar unnu fullnaðarsigur í Icesave-deilunni hafi menn haldið því fram að eftirgjöf í því máli hafi einungis komið til vegna nauðungar. Vegna þess að Norðurlöndin, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafi beitt okkur þvingunum. „Það er að vísu rétt að við vorum beitt þvingunum. En það réttlætti ekki eftirgjöf. Það sem er hins vegar verra er að baráttan fyrir því að látið yrði undan þvingunum var fyrst og fremst rekin hér heima. Í stað þess að bregðast hart við þegar alþjóðlegar stofnanir voru misnotaðar, í andstöðu við lög og rétt, var látið hjá líða að andmæla af krafti," sagði Sigmundur Davíð. Þess í stað hafi verið mögnuð upp hræðsla hér heima og settar fram endalausar heimsendaspár, algjörlega úr samræmi við raunveruleikann. „Hinir erlendu kúgarar þurftu í raun ekki að láta til sín taka. Þá skorti ekki málsvara hér heima sem voru reiðubúnir að ganga ótrúlega langt við að reyna að koma klyfjum á Íslendinga," sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð sagði að þeir hefðu verið margir hér heima sem hafi sagt að okkur bæri skylda til að borga, og enn fleiri sem hefðu haldið því fram að lagaleg staða okkar væri að minnsta kosti mjög veik. „Aðrir sögðu að okkur bæri siðferðisleg skylda til að taka á okkur klyfjarnar og jafnvel að börnin okkar hefðu gott af því að greiða himinháa vexti á skuldir gjaldþrota einkabanka. Þessu var fylgt eftir með því að reyna út í ystu æsar að halda nauðsynlegum gögnum leyndum, birta alrangar tölur um stöðu þjóðarbúsins og teyma fram innlenda og erlenda álitsgjafa til að segja Íslendingum að borga," sagði Sigmundur Davið. Svo hafi Íslendingum verð sagt, nánast daglega, hvers konar efnahagslegar hörmungar myndu dynja yfir ef ekki yrði látið undan. „Það virðist nánast grátbroslegt núna að minnast þess að svokallaðir sérfræðingar og stjórnmálamenn sögðu okkur hvað eftir annað að lífskjör myndu færast aftur um marga áratugi, hér yrði nokkurs konar efnahagslegur kjarnorkuvetur og landið yrði í hópi með einangruðustu og frumstæðustu ríkjum heims ef við neituðum að borga," sagði Sigmundur Davíð. Þetta hafi hins vegar ekki verið grátbroslegt á sínum tíma. Kosningar 2013 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Sjá meira
Sigmundur Davíð gerði deiluna í Icesave-málinu að umtalsefni á flokksþingi Framsóknarflokksins í Gullhömrum í Grafarvogi í dag. „Íslendingar eru, og verða vonandi alltaf, herlaus þjóð. En við sættum okkur ekki við yfirgang. Við heyjum baráttu okkar á grundvelli laga og réttar, vegna þess að við vitum að með lögum skal land byggja. Við megum aldrei láta undan ofríki sama hversu mikið ofurefli kann að vera við að etja," sagði Sigmundur Davíð. „Nú er nýlokið deilu sem flestir virðast sammála um að hafi verið ein stærsta milliríkjadeila í seinnitímasögu landsins. Að minnsta kosti sú stærsta frá því í landhelgisdeilunum, sagði Sigmundur Davíð. Það væri engin tilviljun að Framsóknarflokkurinn hafi haft forgöngu í baráttunni gegn því óréttlæti sem Íslendingar voru beittir ...ásamt hópum fólks sem var reiðubúið að leggja á sig óhemju vinnu til að verja hagsmuni samborgaranna," bætti Sigmundur Davíð við. Hann benti á að eftir að Íslendingar unnu fullnaðarsigur í Icesave-deilunni hafi menn haldið því fram að eftirgjöf í því máli hafi einungis komið til vegna nauðungar. Vegna þess að Norðurlöndin, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og Evrópusambandið hafi beitt okkur þvingunum. „Það er að vísu rétt að við vorum beitt þvingunum. En það réttlætti ekki eftirgjöf. Það sem er hins vegar verra er að baráttan fyrir því að látið yrði undan þvingunum var fyrst og fremst rekin hér heima. Í stað þess að bregðast hart við þegar alþjóðlegar stofnanir voru misnotaðar, í andstöðu við lög og rétt, var látið hjá líða að andmæla af krafti," sagði Sigmundur Davíð. Þess í stað hafi verið mögnuð upp hræðsla hér heima og settar fram endalausar heimsendaspár, algjörlega úr samræmi við raunveruleikann. „Hinir erlendu kúgarar þurftu í raun ekki að láta til sín taka. Þá skorti ekki málsvara hér heima sem voru reiðubúnir að ganga ótrúlega langt við að reyna að koma klyfjum á Íslendinga," sagði Sigmundur Davíð. Sigmundur Davíð sagði að þeir hefðu verið margir hér heima sem hafi sagt að okkur bæri skylda til að borga, og enn fleiri sem hefðu haldið því fram að lagaleg staða okkar væri að minnsta kosti mjög veik. „Aðrir sögðu að okkur bæri siðferðisleg skylda til að taka á okkur klyfjarnar og jafnvel að börnin okkar hefðu gott af því að greiða himinháa vexti á skuldir gjaldþrota einkabanka. Þessu var fylgt eftir með því að reyna út í ystu æsar að halda nauðsynlegum gögnum leyndum, birta alrangar tölur um stöðu þjóðarbúsins og teyma fram innlenda og erlenda álitsgjafa til að segja Íslendingum að borga," sagði Sigmundur Davið. Svo hafi Íslendingum verð sagt, nánast daglega, hvers konar efnahagslegar hörmungar myndu dynja yfir ef ekki yrði látið undan. „Það virðist nánast grátbroslegt núna að minnast þess að svokallaðir sérfræðingar og stjórnmálamenn sögðu okkur hvað eftir annað að lífskjör myndu færast aftur um marga áratugi, hér yrði nokkurs konar efnahagslegur kjarnorkuvetur og landið yrði í hópi með einangruðustu og frumstæðustu ríkjum heims ef við neituðum að borga," sagði Sigmundur Davíð. Þetta hafi hins vegar ekki verið grátbroslegt á sínum tíma.
Kosningar 2013 Mest lesið Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Innlent Móðan gæti orðið langvinn Innlent Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Innlent Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Innlent Flóðbylgjuhætta eftir stærðarinnar skjálfta í Rússlandi Erlent Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Borgarstjóri stendur með meintu hávaðaseggjunum: „Vel gert“ Innlent Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Fleiri fréttir Einn í gæsluvarðhald vegna hnífstunguárásar Hrósar Verzlingum fyrir „vel skipulagða“ útilegu Grunaður um að nauðga konu sem svaf í gestaherbergi Skilin eftir vegna yfirbókaðs flugs: „Þú setur ekki sautján ára ungling á standby“ Vísar gagnrýni stjórnarandstöðunnar á bug Körfubolta og frjálsíþróttalöggur á Norðurlandi vestra Gleði Verzlinga fór úr böndunum og þeim ekki boðið aftur Einn fluttur á slysadeild eftir að eldur kviknaði við Tryggvagötu Tekist á um brostin loforð ríkisstjórnarinnar Sungu svo falskt að lögreglan var kölluð til Móðan gæti orðið langvinn Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Framdi vopnað rán og leikur lausum hala í Reykjavík Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Hornfirskur miði vann rúmar níu milljónir „Nýta þetta kjörtímabil til að troða Íslandi inn í ESB með sem mestum blekkingum“ Leikrit ríkisstjórnarinnar og hnífamaður flúði í strætó Hnífstunga á Austurvelli „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Grunaður um að sparka ítrekað í höfuð samfanga Einum vísað til Albaníu en þrír enn í varðhaldi Allt að gerast á Húnavöku á Blönduósi um helgina Þorgerður til í fund og það strax Ráðherra bregst snögglega við og mikið stuð í Húnabyggð Hjólreiðamaður féll í Reykjadölum Lögregla og sérsveit handtóku fimm vegna gruns um frelsissviptingu Björgunarmenn sigu með fólk niður fjall við Ólafsfjörð Sjá meira