"Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður" Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. janúar 2013 11:26 Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar, segir son sinn þurfa að taka því rólega í hálfan mánuð. Halldór var fluttur á sjúkrahús í Aspen í Colorado í gær eftir slæma lendingu í keppni á X-leikunum. Halldór reyndi stökk með þreföldum snúningi í síðustu tilraun sinni og virtist ætla að taka mikla áhættu. „Hann lenti á gagnauganu blessaður. Þetta skeður," sagði móðir Halldórs, Kristín S. Eiríksdóttir. Hún viðurkennir að hún og faðir Halldórs séu orðin ýmsu vön enda hættuleg stökk daglegt brauð hjá syni þeirra.Halldór virtist hress á myndunum sem hann setti á netið í gær.„Jú jú. Ég segi samt ekki að manni sé sama," segir Kristín og hlær. Halldór missti meðvitund við lendinguna en komst fljótt til meðvitundar á ný. Hann var fluttur á brott á sjúkrabörum en lyfti fingri til marks um að í lagi væri með hann. „Hann hringdi í mig í gær og hann er kominn út (af sjúkrahúsinu)," segir Kristín. „Hann er í lagi en má ekkert gera í hálfan mánuð segja þeir. Á að taka því rólega. Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður. Hann fékk heilahristing en braut ekki neitt. Svo var hann meiddur í hálsi fyrir og þeir sáu gömlu meiðslin. Þeir sáu að það var ekki í lagi með hálsinn á honum. Þess vegna settu þeir þetta á hann," segir Kristín. Þar vísar hún í hálskragann sem Halldór skartar á mynd sem hann dreifði til aðdáenda sinna á samskiptamiðlunum Facebook og Twitter í gærkvöldi. Tengdar fréttir Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Fleiri fréttir Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ „Hann er sonur minn“ Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Dagskráin: EM-pallborð, Körfuboltakvöld og barátta í Síkinu og Vesturbæ Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Sjá meira
Kristín S. Eiríksdóttir, móðir snjóbrettakappans Halldórs Helgasonar, segir son sinn þurfa að taka því rólega í hálfan mánuð. Halldór var fluttur á sjúkrahús í Aspen í Colorado í gær eftir slæma lendingu í keppni á X-leikunum. Halldór reyndi stökk með þreföldum snúningi í síðustu tilraun sinni og virtist ætla að taka mikla áhættu. „Hann lenti á gagnauganu blessaður. Þetta skeður," sagði móðir Halldórs, Kristín S. Eiríksdóttir. Hún viðurkennir að hún og faðir Halldórs séu orðin ýmsu vön enda hættuleg stökk daglegt brauð hjá syni þeirra.Halldór virtist hress á myndunum sem hann setti á netið í gær.„Jú jú. Ég segi samt ekki að manni sé sama," segir Kristín og hlær. Halldór missti meðvitund við lendinguna en komst fljótt til meðvitundar á ný. Hann var fluttur á brott á sjúkrabörum en lyfti fingri til marks um að í lagi væri með hann. „Hann hringdi í mig í gær og hann er kominn út (af sjúkrahúsinu)," segir Kristín. „Hann er í lagi en má ekkert gera í hálfan mánuð segja þeir. Á að taka því rólega. Hann slapp með skrekkinn eins og stundum áður. Hann fékk heilahristing en braut ekki neitt. Svo var hann meiddur í hálsi fyrir og þeir sáu gömlu meiðslin. Þeir sáu að það var ekki í lagi með hálsinn á honum. Þess vegna settu þeir þetta á hann," segir Kristín. Þar vísar hún í hálskragann sem Halldór skartar á mynd sem hann dreifði til aðdáenda sinna á samskiptamiðlunum Facebook og Twitter í gærkvöldi.
Tengdar fréttir Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53 Mest lesið „Hann er sonur minn“ Fótbolti Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ Handbolti Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Sport Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Handbolti Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason Handbolti „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ Körfubolti Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Enski boltinn Faxi ekki sár út í Íslendinga: „Ísland getur gert stóra hluti á EM“ Handbolti Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Sport „Virkar eins og maður sé að væla“ Handbolti Fleiri fréttir Konaté syrgir föður sinn „Virkar eins og maður sé að væla“ „Hann er sonur minn“ Mátti ekki hlaupa maraþonhlaup með barnið sitt á sér Van Dijk: Sýndi Slot vanvirðingu með þessari spurningu Dagskráin: EM-pallborð, Körfuboltakvöld og barátta í Síkinu og Vesturbæ Arfleifð Cool Runnings lifir áfram á Ólympíuleikunum Besta sætið um sóknarleikinn: „Að mínu mati dugar þetta ekki til“ „Of margir sem reyndu að bjarga leiknum“ Hákon og félagar léku manni fleiri í klukkutíma en töpuðu samt „Langar að biðja Stólana afsökunar á því sem ég lét út úr mér í síðustu umferð“ „Held að fólk ætti bara að fara virða okkur“ Uppgjörið: Keflavík - Ármann 93-102 | Ármenningar unnu í Keflavík Uppgjörið: Álftanes - ÍA 89-83 | Justin James afþiðnaði á réttum tíma Kári: Það koma dalir á hverju tímabili Danir svöruðu fyrir Portúgalstapið og unnu Evrópumeistarana Leik lokið: ÍR - Stjarnan 109-118 | Stjörnumenn áfram á sigurbraut Uppgjörið: Valur - Þór Þ. 80-71 | Valsmenn unnu framlengdan leik Elvar vildi ekki stela fjölskyldubílnum Sancho tryggði Aston Villa áfram í Evrópudeildinni Varsjáarvíti í uppbótartíma tryggði Brann stig í Íslendingaslag Hakkar í sig þá sem vildu reka Alfreð Gíslason „Mig kitlar svakalega í puttana“ Hættu við að dæma víti og Norðmenn unnu Spánverja „Ísland í betra formi en við höfum sýnt“ Alisha Lehmann verður nýr liðsfélagi Hlínar EM í dag: Slagsmál í Malmö og dónar í dinner Strákarnir hans Arons unnu risasigur Fimm daga fangelsi fyrir að klæðast Borat skýlu á Meistaradeildarleik Alfreð og hans menn með fullt hús stiga eftir hádramatík Sjá meira
Halldór Helgason missti meðvitund Snjóbrettakappinn Halldór Helgason var fluttur á sjúkrahús eftir slæmt fall við keppni á X-games leikunum í Aspen í Colorado-fylki í Bandaríkjunum í nótt. 26. janúar 2013 10:53