Liðsmenn Milan gengu af velli vegna kynþáttafordóma | Myndband Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 3. janúar 2013 22:15 Kevin-Prince Boateng Nordicphotos/Getty Æfingaleikur AC Milan og Pro Patria, sem leikur í fjórðu efstu deild á Ítalíu, varði í aðeins 26 mínútur. Þá fékk Kevin-Prince Boateng, leikmaður Milan, nóg af kynþáttaníð stuðningsmanna heimaliðsins. Boateng, sem leikur með landsliði Gana, tók boltann upp á 26. mínútu og skaut honum í átt að stuðningsmönnum Pro Patria í stúkunni. Han reif sig í kjölfarið úr treyju sinni og gekk útaf vellinum á hinum enda hans.Myndband af atvikinu má sjá hér. Liðsfélagar Milan fylgdu í kjölfarið og skipti engum toga þótt leikmenn heimaliðsins reyndu að malda í móinn og telja stjörnur gestaliðsins af ákvörðun sinni. Auk Boateng er talið að Urby Emanuelson, Sulley Muntari og M'Baye Niang hafi orðið fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Pro Patria. Boateng tjáði sig um atvikið á Twitter-síðu sinni í dag. „Það er leitt að svona hlutir eigi sér enn stað," og bætti við: „Stöðvum rasisma fyrir fullt og allt." Massimiliano Allegri, þjálfari Mílanóliðsins, sagði í viðtali við Gazzetta dello Sport að ákvörðun leikmanna sinna hefði átt rétt á sér. „Ég er vonsvikinn og dapur en ég held að það hafi verið rétt ákvörðun að snúa ekki aftur út á völlinn af virðingu við leikmenn okkar og aðra þeldökka leikmenn," sagði Allegri. Massimo Ambrosini, fyrirliði AC Milan, bað aðra áhorfendur en þá sem illa létu afsökunar. „Við lofum að snúa aftur (og spila leikinn) og biðjum félagið og leikmenn Pro Patria afsökunar. Við gátum hins vegar ekkert annað gert," sagði Ambrosini. Bað hann einnig fjölskyldur og börn sem ætluðu að gera sér glaðan dag afsökunar. Ítalski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira
Æfingaleikur AC Milan og Pro Patria, sem leikur í fjórðu efstu deild á Ítalíu, varði í aðeins 26 mínútur. Þá fékk Kevin-Prince Boateng, leikmaður Milan, nóg af kynþáttaníð stuðningsmanna heimaliðsins. Boateng, sem leikur með landsliði Gana, tók boltann upp á 26. mínútu og skaut honum í átt að stuðningsmönnum Pro Patria í stúkunni. Han reif sig í kjölfarið úr treyju sinni og gekk útaf vellinum á hinum enda hans.Myndband af atvikinu má sjá hér. Liðsfélagar Milan fylgdu í kjölfarið og skipti engum toga þótt leikmenn heimaliðsins reyndu að malda í móinn og telja stjörnur gestaliðsins af ákvörðun sinni. Auk Boateng er talið að Urby Emanuelson, Sulley Muntari og M'Baye Niang hafi orðið fyrir kynþáttafordómum af hálfu stuðningsmanna Pro Patria. Boateng tjáði sig um atvikið á Twitter-síðu sinni í dag. „Það er leitt að svona hlutir eigi sér enn stað," og bætti við: „Stöðvum rasisma fyrir fullt og allt." Massimiliano Allegri, þjálfari Mílanóliðsins, sagði í viðtali við Gazzetta dello Sport að ákvörðun leikmanna sinna hefði átt rétt á sér. „Ég er vonsvikinn og dapur en ég held að það hafi verið rétt ákvörðun að snúa ekki aftur út á völlinn af virðingu við leikmenn okkar og aðra þeldökka leikmenn," sagði Allegri. Massimo Ambrosini, fyrirliði AC Milan, bað aðra áhorfendur en þá sem illa létu afsökunar. „Við lofum að snúa aftur (og spila leikinn) og biðjum félagið og leikmenn Pro Patria afsökunar. Við gátum hins vegar ekkert annað gert," sagði Ambrosini. Bað hann einnig fjölskyldur og börn sem ætluðu að gera sér glaðan dag afsökunar.
Ítalski boltinn Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti Njarðvík - Stjarnan | Komast meistararnir í gang? Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Fótbolti Hlýnun jarðar á að hafa mikil áhrif á maraþonhlaup í heimnum Sport Fleiri fréttir Sex handtökur í mótmælum fyrir leik í Evrópudeildinni Emilía skoraði annan leikinn í röð Logi á toppnum en Hákon á bekknum Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Ronaldo og félagar spila landsleik í sérstökum Eusébio-búningi Ólöf og Írena báðar í úrvalsliði Ivy-deildarinnar Suárez dæmdur í bann fyrir hælspark í mótherja og missir af risaleik Pálmi í ótímabundið leyfi Góður í að þekkja stórstjörnur sem börn Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst „Ég og Nik erum ágætis vinir“ „Vel gert að geta haldið áfram í svona ástandi“ Fylgist spenntur með Viktori: „Þetta er með ólíkindum“ Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Lamine Yamal sakaði menn um lygar eftir leik Mörk úr Meistaradeildinni: Sjáðu Osimhen hoppa upp fyrir Mbappé og Haaland Segir að Man United sé ekki að búa til Harlem Globetrotters-lið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Sjá meira