Flugdólgur yfirbugaður af farþegum hjá Icelandair 4. janúar 2013 11:17 Myndin hefur vakið heimsathygli. Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. "Við getum staðfest að um borð í flugvél Icelandair í gærkvöldi var farþegi sem þurfti að binda niður með aðstoð farþega," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en hann neitar að tjá sig um myndina sem er sú vinsælasta á tenglavefnum Reddit.com, sem flestir kannast líklega við eftir að Jón Gnarr borgarstjóri sat þar fyrir svörum fyrir skömmu. Guðjón segir manninn hafa verið ógnandi, hann réðist á annan farþega og hrækti á fólk. Sá sem tók myndina, sem er Bandaríkjamaður, birti hana á Facebook í gærkvöldi. Sá telur að dólgurinn hafi verið íslenskur, en er ekki viss. Guðjón segist ekki vilja gefa upp þjóðerni mannsins þegar hann er spurður. Aðspurður hvort það sé einstakt að farþegar yfirbugi flugdólga, svarar Guðjón því til að slíkt sé afar sjaldgæft, "En stundum hafa farþegar aðstoðað áhafnir við að yfirbuga menn þegar um ofbeldisfulla framkomu er að ræða," segir Guðjón. Að sögn Guðjóns er svo búnaður í vélinni sem er notaður við að fjötra dólginn, gerist þess þörf. Eins og sést á myndinni er límband hluti af þessum búnaði. Guðjón tekur hinsvegar skýrt fram að starfsfólk áhafnarinnar hafi vaktað manninn vel á meðan hann var bundinn. Að sögn þess sem tók myndina, var maðurinn fjötraður tveimur klukkustundum eftir að flugvélin fór í loftið. Þá voru fjórar klukkustundir eftir af fluginu. Guðjón segir að ekki sé ljóst hvaða eftirmálar verða af dólgslátunum, en bandaríska lögreglan handtók manninn á JFK flugvellinum. Hann getur búist við því að verða kærður fyrir lætin. Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgurinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm Maður sem var tjóðraður niður vegna óláta um borð í flugvél Icelandair á leið til New York í Bandaríkjunum í gær gæti átt yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel fangelsi í Bandaríkjunum. Hann á líka á hættu að vera meinað um að koma þangað aftur, sagði í fréttum Bylgjunnar klukkan 2. Maðurinn er íslenskur. 4. janúar 2013 14:03 Flugdólgurinn sendur á spítala Íslenski flugdólgurinn sem var reyrður niður í sætið sitt þegar hann flaug með vél Icelandair til New York í gærkvöldi, var sendur á spítala eftir skýrslutöku. Samkvæmt upplýsingafulltrúa á JFK flugvellinum, Ron Marsico, var tekin skýrsla af dólginum eftir að hann lenti á flugvellinum í nótt. Þá þegar varð ljóst að maðurinn var svo drukkinn að það þótti réttast að senda hann á spítala. 4. janúar 2013 15:05 Sjónarvottur fullyrðir að dólgurinn hafi verið íslenskur Sjónarvottur fullyrðir að maðurinn sem var yfirbugaður í flugvél Icelandair í gærkvöldi, hafi verið íslenskur. Sá var hér á landi um áramótin ásamt félögum sínum, en vinur hans, sá sem tók myndina sem fer eins og eldur um sinu á netinu - og er meðal annars ein sú vinsælasta á reddit.com núna - segir að hann hafi verið raunverulega hræddur við manninn. 4. janúar 2013 12:12 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Karlmaður var yfirbugaður af farþegum og áhöfn flugvélar Icelandair sem var á leiðinni til New York. Mynd af manninum hefur vakið heimsathygli en þar sést að hann hefur hreinlega verið límdur við sæti sitt. "Við getum staðfest að um borð í flugvél Icelandair í gærkvöldi var farþegi sem þurfti að binda niður með aðstoð farþega," segir Guðjón Arngrímsson, upplýsingafulltrúi Icelandair, en hann neitar að tjá sig um myndina sem er sú vinsælasta á tenglavefnum Reddit.com, sem flestir kannast líklega við eftir að Jón Gnarr borgarstjóri sat þar fyrir svörum fyrir skömmu. Guðjón segir manninn hafa verið ógnandi, hann réðist á annan farþega og hrækti á fólk. Sá sem tók myndina, sem er Bandaríkjamaður, birti hana á Facebook í gærkvöldi. Sá telur að dólgurinn hafi verið íslenskur, en er ekki viss. Guðjón segist ekki vilja gefa upp þjóðerni mannsins þegar hann er spurður. Aðspurður hvort það sé einstakt að farþegar yfirbugi flugdólga, svarar Guðjón því til að slíkt sé afar sjaldgæft, "En stundum hafa farþegar aðstoðað áhafnir við að yfirbuga menn þegar um ofbeldisfulla framkomu er að ræða," segir Guðjón. Að sögn Guðjóns er svo búnaður í vélinni sem er notaður við að fjötra dólginn, gerist þess þörf. Eins og sést á myndinni er límband hluti af þessum búnaði. Guðjón tekur hinsvegar skýrt fram að starfsfólk áhafnarinnar hafi vaktað manninn vel á meðan hann var bundinn. Að sögn þess sem tók myndina, var maðurinn fjötraður tveimur klukkustundum eftir að flugvélin fór í loftið. Þá voru fjórar klukkustundir eftir af fluginu. Guðjón segir að ekki sé ljóst hvaða eftirmálar verða af dólgslátunum, en bandaríska lögreglan handtók manninn á JFK flugvellinum. Hann getur búist við því að verða kærður fyrir lætin.
Tengdar fréttir Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32 Flugdólgurinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm Maður sem var tjóðraður niður vegna óláta um borð í flugvél Icelandair á leið til New York í Bandaríkjunum í gær gæti átt yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel fangelsi í Bandaríkjunum. Hann á líka á hættu að vera meinað um að koma þangað aftur, sagði í fréttum Bylgjunnar klukkan 2. Maðurinn er íslenskur. 4. janúar 2013 14:03 Flugdólgurinn sendur á spítala Íslenski flugdólgurinn sem var reyrður niður í sætið sitt þegar hann flaug með vél Icelandair til New York í gærkvöldi, var sendur á spítala eftir skýrslutöku. Samkvæmt upplýsingafulltrúa á JFK flugvellinum, Ron Marsico, var tekin skýrsla af dólginum eftir að hann lenti á flugvellinum í nótt. Þá þegar varð ljóst að maðurinn var svo drukkinn að það þótti réttast að senda hann á spítala. 4. janúar 2013 15:05 Sjónarvottur fullyrðir að dólgurinn hafi verið íslenskur Sjónarvottur fullyrðir að maðurinn sem var yfirbugaður í flugvél Icelandair í gærkvöldi, hafi verið íslenskur. Sá var hér á landi um áramótin ásamt félögum sínum, en vinur hans, sá sem tók myndina sem fer eins og eldur um sinu á netinu - og er meðal annars ein sú vinsælasta á reddit.com núna - segir að hann hafi verið raunverulega hræddur við manninn. 4. janúar 2013 12:12 Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Innlent Rúmur helmingur óhress með Trump Erlent Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Innlent „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Innlent Telur að Selenskí geti samþykkt að gefa eftir Krímskaga Erlent Kjördagur framundan í Kanada Erlent Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Innlent Fleiri fréttir Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Töldu Akureyringa ekki reka alvöruflugfélag Hefur áhyggjur af rekstri skólans undir Rafmennt Vita ekki hver áhrif fyrirætlanna Meta verða Jón Ólafsson segir skilið við útvarpið Nýtt og glæsilegt svínabú í Eyjafirði fyrir 400 gyltur Aukið eftirlit til muna eftir brot bílstjórans gegn konunni Útför páfa og afbrot leigubílstjóra Hreindýr í sjónum við Djúpavog Rukkaði konuna fyrir heimferðina eftir að hafa nauðgað henni Réðu niðurlögum sinuelds við Húsafell Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Vanlíðan íslenskra ungmenna mikið áhyggjuefni Sjá meira
Farþegum brugðið þegar flugdólgurinn var handtekinn Fólki í vél Icelandair, sem flaug frá Íslandi til New York í gær, var mjög brugðið eftir að flugdólgur var handtekinn í vélinni. Maðurinn hafði verið með allmikil læti þegar hann var loks yfirbugaður af áhöfn vélarinnar og farþegum. 4. janúar 2013 15:32
Flugdólgurinn gæti átt yfir höfði sér fangelsisdóm Maður sem var tjóðraður niður vegna óláta um borð í flugvél Icelandair á leið til New York í Bandaríkjunum í gær gæti átt yfir höfði sér háa fjársekt og jafnvel fangelsi í Bandaríkjunum. Hann á líka á hættu að vera meinað um að koma þangað aftur, sagði í fréttum Bylgjunnar klukkan 2. Maðurinn er íslenskur. 4. janúar 2013 14:03
Flugdólgurinn sendur á spítala Íslenski flugdólgurinn sem var reyrður niður í sætið sitt þegar hann flaug með vél Icelandair til New York í gærkvöldi, var sendur á spítala eftir skýrslutöku. Samkvæmt upplýsingafulltrúa á JFK flugvellinum, Ron Marsico, var tekin skýrsla af dólginum eftir að hann lenti á flugvellinum í nótt. Þá þegar varð ljóst að maðurinn var svo drukkinn að það þótti réttast að senda hann á spítala. 4. janúar 2013 15:05
Sjónarvottur fullyrðir að dólgurinn hafi verið íslenskur Sjónarvottur fullyrðir að maðurinn sem var yfirbugaður í flugvél Icelandair í gærkvöldi, hafi verið íslenskur. Sá var hér á landi um áramótin ásamt félögum sínum, en vinur hans, sá sem tók myndina sem fer eins og eldur um sinu á netinu - og er meðal annars ein sú vinsælasta á reddit.com núna - segir að hann hafi verið raunverulega hræddur við manninn. 4. janúar 2013 12:12