Innlendir vendipunktar 2012: „Sá heimskulegi vani“ Sif Sigmarsdóttir skrifar 27. desember 2012 10:30 Eftir 266 ára útlegð hélt hin eina sanna Grýla til byggða á árinu 2012 til að klekkja á "flottræflum" og "Epal-kommum". Sif Sigmarsdóttir rekur spor hennar og kemst að því að færri en ætla mætti hanga í snekkjum í Reykjavíkurhöfn og kemst að því að færri en ætla mætti hanga í snekkjum í Reykjavíkurhöfn og væta kverkarnar úr kampavíns - gosbrunnum milli þess sem þeir skeina sér á gulllaufum og plotta arðrán íslenskrar alþýðu. Ónefndur ættingi minn keypti sér nýjan bíl á árinu. Vegna vensla við einn starfsmanna bílaumboðsins lánaði hann umboðinu bílinn í nokkra daga til að hafa til sýnis á bílasýningu þar sem honum var ætlað að freista annarra. Einn daginn lagði þessi ættingi leið sína á sýninguna. Þar sem hann stóð og virti fyrir sér kaggann sinn og gæddi sér á kaffi og kleinum í boði hússins heyrði hann á tal tveggja manna sem ræddu um bílinn og því fór fjarri að þeir deildu aðdáun hans á gripnum. Milli þess sem félagarnir gúffuðu í sig veigunum lýstu þeir algjöru frati á fararskjótann. Niðurstaða vangaveltna þeirra var sú að slíkur bíll væri ekkert annað en sýndarmennska og flottræfilsháttur. Dómur kumpánanna um nýja bílinn lýsir í hnotskurn Íslandi árið 2012."Í sveita míns andlits" Árið 1746 gaf Kristján VI. Danakonungur út Tilskipun um húsagann á Íslandi þar sem fólki var meinaður "sá heimskulegi vani, sem hér og þar skal hafa verið brúkanlegur í landinu, að hræða börn" með óvættum á borð við Grýlu. Nú, 266 árum síðar, er Grýla aftur orðin helsti hrellir íslenskrar þjóðar. Það leynist Grýla í hverju horni. Sundrung hefur einkennt árið 2012. Stríðandi fylkingar eru margar. Kynslóðirnar stríða, kynin stríða, stéttirnar stríða. Og hver útmálar andstæðing sinn sem hina skelfilegustu Grýlu. Femínistar með horn og klaufir eru taldir ógna karlkyninu í heild sinni; útlendingar með hala reyna að kúga blásaklausan almúgann til að borga skuldir óreiðumanna; "sjálfhverfa kynslóðin" – heimatilbúið hugtak smíðað af Sighvati Björgvinssyni síðla árs – mergsýgur gamlingja; Sighvatur og hinir gamlingjarnir arðræna unga fólkið; latte-lepjandi haugar í 101 sem aldrei vinna ærlegt handtak reyna að útrýma dugnaðarforkum í sveitum landsins. Og svo mætti lengi telja. Ein er þó sú Grýla sem kalla má höfuð-Grýlu ársins 2012: Peningar. Vandfundin er sú skömm á árinu sem var meiri en að eiga pening. Peningar hafa verið litnir hornauga síðan eftir hrun. Einkum þeir peningar sem verið hafa í fórum einstaklinga sem þóttu fljúga of nálægt sólinni á góðærisárunum. Árið 2012 varð hins vegar sú breyting á að andúðin á þeim breiddist út. Allir peningar urðu illa liðnir og þeir sem þá áttu tortryggilegir. Í byrjun desember var fjárhag þingmanns Vinstri grænna, Álfheiðar Ingadóttur, og eiginmanns hennar slegið upp í DV sem frétt. Hvert var tilefnið: Höfðu þau brotið eitthvað af sér? Stolið? Fengið afskriftir af lánum? Svikið undan skatti? Nei. Þau áttu bara pening. DV reiknaðist til að Álfheiður og maður hennar ættu eignir upp á 217,7 milljónir. DV útskýrði fyrir lesendum sínum að slíkt kallaðist að vera "Epal-kommi" og sem slíkir vildu þau "bæði njóta þess góða úr kapítalisma og sósíalisma". Að eiga eignir en ekki bara skuldir virðist nú nægja til að gera einstakling tortryggilegan. Draga úr trúverðugleika hans. Mörgum er því mikið í mun að sýna fram á bága fjárhagsstöðu. Um svipað leyti og Álfheiði Ingadóttur var úthúðað fyrir að eiga pening komst það í fréttirnar að Páll Magnússon, útvarpsstjóri, og eiginkona hans hefðu selt 400 fermetra hús sitt í Garðabæ. Enn á ný fór DV á stúfana og komst að því að kaupandinn var Örvar Kærnested, stjórnarmaður í Straumi fjárfestingarbanka. Samkvæmt heimildum blaðsins átti kaupandinn að hafa greitt fyrir hluta hússins í svokölluðum aflandskrónum. Fullyrðingin var borin undir útvarpsstjóra. "Ég gæti ekki þótt ég vildi gefið upprunavottorð fyrir peningum annarra manna," svaraði Páll Magnússon. "Ég get þó fullvissað að mín húsnæðiskaup eru fjármögnuð í sveita míns andlits og með alíslenskum okurlánum – verðtryggðum og stökkbreyttum – eins og raunin er hjá flestum venjulegum Íslendingum." Útvarpsstjóri reynir af kappi að tala upp bága skuldastöðu sína og óhagkvæmni lána sinna. Og það skiljanlega. Á Íslandi í dag er velgengni illa séð. Eymd er orðin eins og keppnisíþrótt. Armæða er borin eins og afreksorða í samanföllnum barminum. Orð og athafnir eru ekki lengur mælikvarði á gæði einstaklingsins heldur skuldastaðan. Sá getur sér góðan orðstír sem á sem minnst og er í sem mestum mínus.Slapp með stórfé Við Íslendingar brenndum okkur á peningum árið 2008 og því er eðlilegt að menn séu varir um sig þegar kemur að mislitum pappírssneplunum. Brennt barn forðast eldinn og allt það. Andúð á peningum ein og sér er svo sem ekkert tiltökumál. Verra er hins vegar að af henni leiðir heift í garð einnar uppsprettu peninga sem haft getur afleiðingar fyrir hagsæld samfélagsins til framtíðar. "Kári slapp með stórfé" var forsíðufyrirsögn DV fyrr í mánuðinum. Vísað er í sölu á fyrirtækinu Íslenskri erfðagreiningu til bandaríska líftækni- og lyfjaframleiðslufyrirtækisins Amgen fyrir fimmtíu og tvo milljarða íslenskra króna. Erfitt er þó að henda reiður á í hvað æsileg fyrirsögnin vísar. Kári Stefánsson, stofnandi fyrirtækisins, átti vissulega hlut í því og fær því vonandi sannvirði fyrir hann við söluna. En að segja hann hafa "sloppið með stórfé" gefur til kynna að hann hafi tekið eitthvað sem honum ekki ber, haft fé af óafvitandi sakleysingjum með óprúttnum hætti. Forsíðufyrirsögnin lýsir vel algengu viðhorfi til þeirra sem stofna og reka fyrirtæki. Það er eins og sumir álíti þá alla sjálfkrafa glæpamenn.Amma og glæpastarfsemin Játning: Ég á lítinn hlut í fyrirtæki og sit í stjórn þess. Mér til varnar – svo ég tali nú eins og útvarpsstjóri – hefur fyrirtækið aldrei skilað hagnaði, bara góðu og gildu tapi ársfjórðung eftir ársfjórðung í "sveita" margra andlita. Í gegnum stjórnarsetuna hef ég kynnst stofnendum, stjórnendum og starfsmönnum fjölda íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Ég get staðfest að fæstir þeirra sem reka fyrirtæki sitja á rassinum liðlangan daginn inni í fimmhundruð feta snekkjum í Reykjavíkurhöfn þar sem þeir væta kverkarnar úr kampavíns-gosbrunni milli þess sem þeir skeina sér á gulllaufum og plotta arðrán íslenskrar alþýðu eins og margir virðast halda eftir ofgnótt góðærisins. Raunveruleikinn er mun minna "glamúros" og samanstendur af andvökunóttum, árstíða-löngum panikk-köstum og of fáum sturtuferðum. Atvinnufyrirtæki eru hverju samfélagi mikilvæg. Þau skapa störf og þau greiða skatta og gjöld sem renna til samfélagsins. Í meira en fimmtán ár hefur Íslensk erfðagreining verið uppspretta vel launaðra hátæknistarfa fyrir Íslendinga. En þar með er gagnsemi Íslenskrar erfðagreiningar ekki talin. Hugbúnaðarfyrirtækið OZ var selt farsímafyrirtækinu Nokia árið 2008 eftir að hafa náð miklum hæðum og alræmdum lægðum sitt hvorum megin við síðustu aldamót. Mörgum gremst að við það hafi nokkrir stofnendur fyrirtækisins, Skúli Mogensen þar með talinn, náð undir sig fótunum á ný eftir að hafa tapað öllu sínu þegar internetbólan kringum 2000 sprakk. Því fer hins vegar fjarri að Íslendingar njóti ekki góðs af ævintýrum Skúla. Og þá er ekki vísað í ódýra flugmiða sem hægt er að fá með hrakfaralega-nefndu flugfélagi hans, "VÁ"-air. Í skýrslu til Viðskiptaþings árið 2011 má finna áhugaverða samantekt á íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum sem segja má að hafi risið upp úr rústum OZ. Í grein í skýrslunni eftir Margréti Dóru Ragnarsdóttur og Stefán Baldur Árnason sem bæði störfuðu hjá OZ segir: "OZ er gott dæmi um mikilvægi nýsköpunar þar sem sú þekking og reynsla sem verður til, leitast við að viðhalda sjálfri sér, og endurnýjar sig við breyttar aðstæður." Fyrirtækin sem kalla mætti afleitt hagkerfi OZ og voru stofnuð af fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum hugbúnaðarfyrirtækisins sem öðluðust dýrmæta reynslu á starfstíð þess, eru ótalmörg. Má þar nefna tölvuleikjaframleiðandann CCP, flugmiða-leitarvélina DoHop og hugbúnaðarfyrirtækið Mobilitus sem öll gera góða hluti um þessar mundir og hafa fjölda fólks í vinnu. Líkt og innan OZ hefur orðið til innan Íslenskrar erfðagreiningar mikil þekking sem á án efa eftir að leiða af sér önnur fyrirtæki og nýjar uppgötvanir. Og hver veit nema Kári Stefánsson muni nota eitthvað af því fé sem hann fékk fyrir hlut sinn í Íslenskri erfðagreiningu til að fjárfesta í nýjum, íslenskum sprotafyrirtækjum eins og Skúli Mogensen hefur gert við hagnað sinn. Samfélag sem "glæpamannsgerir" velgengni og lítur framkvæmdasemi hornauga mun seint verða farsælt. Sé athafnafólk ófrægt að ósekju munu fáir sækjast eftir því að tilheyra þeim hópi. Hver vill sinna þeim starfa er amma manns telur að sé glæpastarfsemi? Hvorki það að reka fyrirtæki né að eiga pening ætti eitt og sér að verða til þess að fólk tapi orðstírnum svo framarlega sem farið er að leikreglum. Þvert á móti ætti að hvetja til framtakssemi. Sókn eftir velgengni ætti ekki að vera eitthvað sem fólk þarf að skammast sín fyrir.Talíbanar og hryðjuverkamenn Eins og síðustu ár setti árið 2008 mark sitt á árið 2012. Sundrung hrunsins skilgreinir enn þjóðarsálina. Það er að vissu leyti skiljanlegt þar sem enn er það ekki að öllu leyti upp gert. Og ekki skal gera lítið úr því að enn eiga margir um sárt að binda vegna fjárhagsörðugleika af orsökum þess. Það má hins vegar velta yfir því vöngum hvenær sé tímabært að leita sátta og taka að horfa fram á við. Árið 2013? 2014? Eftir önnur sex ár? Gjáin milli stríðandi fylkinga dýpkar meðan ekkert er að gert og Grýlur eru notaðar til að hrella landsmenn. Þjóð sem gekk mót þrautum sínum djörf of sterk í þúsund ár eins og segir í ljóði Davíðs Stefánssonar gengur nú gneyp og hokin. En þrátt fyrir bókstaflegt myrkrið sem grúfir yfir okkur sem búum við nyrstu voga er ekki endilega ástæða til þeirrar svartsýni sem Grýlugerðarmenn vilja vera láta. Atvinnuleysi hefur minnkað undanfarið og var það ekki nema 4,4% í nóvember samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Kaupmáttur hefur aukist. Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem margir óttuðust að myndi vera í uppnámi er Steingrímur J. Sigfússon settist í stól fjármálaráðherra árið 2009 hefur gengið svo farsællega að í maí var Steingrímur beðinn um að taka tímabundið við sem fjármálastjóri Grikklands. Á sama tíma horfa Bretar fram á að hagvöxtur dragist saman á ný þar í landi, yfirvöld á Spáni íhuga að bjóða þeim landvistarleyfi sem kaupa þar fasteign til að draga úr hruni fasteignamarkaðarins og Grikkland er í lamasessi. Á árinu hefur ríkisstjórn Íslands samt bæði verið sögð talíbanar og hryðjuverkamenn.Ef Álfheiður Ingadóttir væri blönk Heimatilbúnar Grýlur eru aftur árið 2012 orðnar "heimskulegur vani" hjá þjóðinni, niðurrifsafl sem leiðir ekki annað af sér en innantóma öfund, biturð og heift. Hvers konar samfélag er það sem krefst þess að maður sem endurnýjar bílinn sinn eigi að skammast sín fyrir að vera "flottræfill"; hvers konar samfélag krefst þess að Kári Stefánsson og Skúli Mogensen fari með veggjum því að þeir seldu fyrirtæki og að Álfheiður Ingadóttir þurfi að verja það að hún sé ekki skuldum vafin eins og sönnum Íslendingi ber? Mergurinn málsins er einfaldur: Værum við hin eitthvað betur sett ef Álfheiður Ingadóttir væri blönk?Eftir 266 ára útlegð hélt hin eina sanna Grýla til byggða á árinu 2012 til að klekkja á "flottræflum" og "Epal-kommum". Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sif Sigmarsdóttir Mest lesið Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun Vegna greinar Snorra Mássonar Guðmundur Andri Thorsson Skoðun Hefjum aðildarviðræður við Bandaríkin Einar Jóhannes Guðnason Skoðun Af hverju eru kennarar að fara í verkfall? Anton Már Gylfason Skoðun Val Vigdísar Skúli Ólafsson Skoðun Vísvita villandi fréttaflutningur Morgunblaðsins? Sigurjón Þórðarson Skoðun Árið 1975 er að banka Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Eru tengsl milli Úkraínustríðsins og breyttrar stöðu Grænlands? Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun Kennarar segja: „Nóg komið!“ – Verkfall fyrir virðingu og verðskulduð réttindi Jónas Sen Skoðun
Eftir 266 ára útlegð hélt hin eina sanna Grýla til byggða á árinu 2012 til að klekkja á "flottræflum" og "Epal-kommum". Sif Sigmarsdóttir rekur spor hennar og kemst að því að færri en ætla mætti hanga í snekkjum í Reykjavíkurhöfn og kemst að því að færri en ætla mætti hanga í snekkjum í Reykjavíkurhöfn og væta kverkarnar úr kampavíns - gosbrunnum milli þess sem þeir skeina sér á gulllaufum og plotta arðrán íslenskrar alþýðu. Ónefndur ættingi minn keypti sér nýjan bíl á árinu. Vegna vensla við einn starfsmanna bílaumboðsins lánaði hann umboðinu bílinn í nokkra daga til að hafa til sýnis á bílasýningu þar sem honum var ætlað að freista annarra. Einn daginn lagði þessi ættingi leið sína á sýninguna. Þar sem hann stóð og virti fyrir sér kaggann sinn og gæddi sér á kaffi og kleinum í boði hússins heyrði hann á tal tveggja manna sem ræddu um bílinn og því fór fjarri að þeir deildu aðdáun hans á gripnum. Milli þess sem félagarnir gúffuðu í sig veigunum lýstu þeir algjöru frati á fararskjótann. Niðurstaða vangaveltna þeirra var sú að slíkur bíll væri ekkert annað en sýndarmennska og flottræfilsháttur. Dómur kumpánanna um nýja bílinn lýsir í hnotskurn Íslandi árið 2012."Í sveita míns andlits" Árið 1746 gaf Kristján VI. Danakonungur út Tilskipun um húsagann á Íslandi þar sem fólki var meinaður "sá heimskulegi vani, sem hér og þar skal hafa verið brúkanlegur í landinu, að hræða börn" með óvættum á borð við Grýlu. Nú, 266 árum síðar, er Grýla aftur orðin helsti hrellir íslenskrar þjóðar. Það leynist Grýla í hverju horni. Sundrung hefur einkennt árið 2012. Stríðandi fylkingar eru margar. Kynslóðirnar stríða, kynin stríða, stéttirnar stríða. Og hver útmálar andstæðing sinn sem hina skelfilegustu Grýlu. Femínistar með horn og klaufir eru taldir ógna karlkyninu í heild sinni; útlendingar með hala reyna að kúga blásaklausan almúgann til að borga skuldir óreiðumanna; "sjálfhverfa kynslóðin" – heimatilbúið hugtak smíðað af Sighvati Björgvinssyni síðla árs – mergsýgur gamlingja; Sighvatur og hinir gamlingjarnir arðræna unga fólkið; latte-lepjandi haugar í 101 sem aldrei vinna ærlegt handtak reyna að útrýma dugnaðarforkum í sveitum landsins. Og svo mætti lengi telja. Ein er þó sú Grýla sem kalla má höfuð-Grýlu ársins 2012: Peningar. Vandfundin er sú skömm á árinu sem var meiri en að eiga pening. Peningar hafa verið litnir hornauga síðan eftir hrun. Einkum þeir peningar sem verið hafa í fórum einstaklinga sem þóttu fljúga of nálægt sólinni á góðærisárunum. Árið 2012 varð hins vegar sú breyting á að andúðin á þeim breiddist út. Allir peningar urðu illa liðnir og þeir sem þá áttu tortryggilegir. Í byrjun desember var fjárhag þingmanns Vinstri grænna, Álfheiðar Ingadóttur, og eiginmanns hennar slegið upp í DV sem frétt. Hvert var tilefnið: Höfðu þau brotið eitthvað af sér? Stolið? Fengið afskriftir af lánum? Svikið undan skatti? Nei. Þau áttu bara pening. DV reiknaðist til að Álfheiður og maður hennar ættu eignir upp á 217,7 milljónir. DV útskýrði fyrir lesendum sínum að slíkt kallaðist að vera "Epal-kommi" og sem slíkir vildu þau "bæði njóta þess góða úr kapítalisma og sósíalisma". Að eiga eignir en ekki bara skuldir virðist nú nægja til að gera einstakling tortryggilegan. Draga úr trúverðugleika hans. Mörgum er því mikið í mun að sýna fram á bága fjárhagsstöðu. Um svipað leyti og Álfheiði Ingadóttur var úthúðað fyrir að eiga pening komst það í fréttirnar að Páll Magnússon, útvarpsstjóri, og eiginkona hans hefðu selt 400 fermetra hús sitt í Garðabæ. Enn á ný fór DV á stúfana og komst að því að kaupandinn var Örvar Kærnested, stjórnarmaður í Straumi fjárfestingarbanka. Samkvæmt heimildum blaðsins átti kaupandinn að hafa greitt fyrir hluta hússins í svokölluðum aflandskrónum. Fullyrðingin var borin undir útvarpsstjóra. "Ég gæti ekki þótt ég vildi gefið upprunavottorð fyrir peningum annarra manna," svaraði Páll Magnússon. "Ég get þó fullvissað að mín húsnæðiskaup eru fjármögnuð í sveita míns andlits og með alíslenskum okurlánum – verðtryggðum og stökkbreyttum – eins og raunin er hjá flestum venjulegum Íslendingum." Útvarpsstjóri reynir af kappi að tala upp bága skuldastöðu sína og óhagkvæmni lána sinna. Og það skiljanlega. Á Íslandi í dag er velgengni illa séð. Eymd er orðin eins og keppnisíþrótt. Armæða er borin eins og afreksorða í samanföllnum barminum. Orð og athafnir eru ekki lengur mælikvarði á gæði einstaklingsins heldur skuldastaðan. Sá getur sér góðan orðstír sem á sem minnst og er í sem mestum mínus.Slapp með stórfé Við Íslendingar brenndum okkur á peningum árið 2008 og því er eðlilegt að menn séu varir um sig þegar kemur að mislitum pappírssneplunum. Brennt barn forðast eldinn og allt það. Andúð á peningum ein og sér er svo sem ekkert tiltökumál. Verra er hins vegar að af henni leiðir heift í garð einnar uppsprettu peninga sem haft getur afleiðingar fyrir hagsæld samfélagsins til framtíðar. "Kári slapp með stórfé" var forsíðufyrirsögn DV fyrr í mánuðinum. Vísað er í sölu á fyrirtækinu Íslenskri erfðagreiningu til bandaríska líftækni- og lyfjaframleiðslufyrirtækisins Amgen fyrir fimmtíu og tvo milljarða íslenskra króna. Erfitt er þó að henda reiður á í hvað æsileg fyrirsögnin vísar. Kári Stefánsson, stofnandi fyrirtækisins, átti vissulega hlut í því og fær því vonandi sannvirði fyrir hann við söluna. En að segja hann hafa "sloppið með stórfé" gefur til kynna að hann hafi tekið eitthvað sem honum ekki ber, haft fé af óafvitandi sakleysingjum með óprúttnum hætti. Forsíðufyrirsögnin lýsir vel algengu viðhorfi til þeirra sem stofna og reka fyrirtæki. Það er eins og sumir álíti þá alla sjálfkrafa glæpamenn.Amma og glæpastarfsemin Játning: Ég á lítinn hlut í fyrirtæki og sit í stjórn þess. Mér til varnar – svo ég tali nú eins og útvarpsstjóri – hefur fyrirtækið aldrei skilað hagnaði, bara góðu og gildu tapi ársfjórðung eftir ársfjórðung í "sveita" margra andlita. Í gegnum stjórnarsetuna hef ég kynnst stofnendum, stjórnendum og starfsmönnum fjölda íslenskra nýsköpunarfyrirtækja. Ég get staðfest að fæstir þeirra sem reka fyrirtæki sitja á rassinum liðlangan daginn inni í fimmhundruð feta snekkjum í Reykjavíkurhöfn þar sem þeir væta kverkarnar úr kampavíns-gosbrunni milli þess sem þeir skeina sér á gulllaufum og plotta arðrán íslenskrar alþýðu eins og margir virðast halda eftir ofgnótt góðærisins. Raunveruleikinn er mun minna "glamúros" og samanstendur af andvökunóttum, árstíða-löngum panikk-köstum og of fáum sturtuferðum. Atvinnufyrirtæki eru hverju samfélagi mikilvæg. Þau skapa störf og þau greiða skatta og gjöld sem renna til samfélagsins. Í meira en fimmtán ár hefur Íslensk erfðagreining verið uppspretta vel launaðra hátæknistarfa fyrir Íslendinga. En þar með er gagnsemi Íslenskrar erfðagreiningar ekki talin. Hugbúnaðarfyrirtækið OZ var selt farsímafyrirtækinu Nokia árið 2008 eftir að hafa náð miklum hæðum og alræmdum lægðum sitt hvorum megin við síðustu aldamót. Mörgum gremst að við það hafi nokkrir stofnendur fyrirtækisins, Skúli Mogensen þar með talinn, náð undir sig fótunum á ný eftir að hafa tapað öllu sínu þegar internetbólan kringum 2000 sprakk. Því fer hins vegar fjarri að Íslendingar njóti ekki góðs af ævintýrum Skúla. Og þá er ekki vísað í ódýra flugmiða sem hægt er að fá með hrakfaralega-nefndu flugfélagi hans, "VÁ"-air. Í skýrslu til Viðskiptaþings árið 2011 má finna áhugaverða samantekt á íslenskum nýsköpunarfyrirtækjum sem segja má að hafi risið upp úr rústum OZ. Í grein í skýrslunni eftir Margréti Dóru Ragnarsdóttur og Stefán Baldur Árnason sem bæði störfuðu hjá OZ segir: "OZ er gott dæmi um mikilvægi nýsköpunar þar sem sú þekking og reynsla sem verður til, leitast við að viðhalda sjálfri sér, og endurnýjar sig við breyttar aðstæður." Fyrirtækin sem kalla mætti afleitt hagkerfi OZ og voru stofnuð af fyrrverandi starfsmönnum og stjórnendum hugbúnaðarfyrirtækisins sem öðluðust dýrmæta reynslu á starfstíð þess, eru ótalmörg. Má þar nefna tölvuleikjaframleiðandann CCP, flugmiða-leitarvélina DoHop og hugbúnaðarfyrirtækið Mobilitus sem öll gera góða hluti um þessar mundir og hafa fjölda fólks í vinnu. Líkt og innan OZ hefur orðið til innan Íslenskrar erfðagreiningar mikil þekking sem á án efa eftir að leiða af sér önnur fyrirtæki og nýjar uppgötvanir. Og hver veit nema Kári Stefánsson muni nota eitthvað af því fé sem hann fékk fyrir hlut sinn í Íslenskri erfðagreiningu til að fjárfesta í nýjum, íslenskum sprotafyrirtækjum eins og Skúli Mogensen hefur gert við hagnað sinn. Samfélag sem "glæpamannsgerir" velgengni og lítur framkvæmdasemi hornauga mun seint verða farsælt. Sé athafnafólk ófrægt að ósekju munu fáir sækjast eftir því að tilheyra þeim hópi. Hver vill sinna þeim starfa er amma manns telur að sé glæpastarfsemi? Hvorki það að reka fyrirtæki né að eiga pening ætti eitt og sér að verða til þess að fólk tapi orðstírnum svo framarlega sem farið er að leikreglum. Þvert á móti ætti að hvetja til framtakssemi. Sókn eftir velgengni ætti ekki að vera eitthvað sem fólk þarf að skammast sín fyrir.Talíbanar og hryðjuverkamenn Eins og síðustu ár setti árið 2008 mark sitt á árið 2012. Sundrung hrunsins skilgreinir enn þjóðarsálina. Það er að vissu leyti skiljanlegt þar sem enn er það ekki að öllu leyti upp gert. Og ekki skal gera lítið úr því að enn eiga margir um sárt að binda vegna fjárhagsörðugleika af orsökum þess. Það má hins vegar velta yfir því vöngum hvenær sé tímabært að leita sátta og taka að horfa fram á við. Árið 2013? 2014? Eftir önnur sex ár? Gjáin milli stríðandi fylkinga dýpkar meðan ekkert er að gert og Grýlur eru notaðar til að hrella landsmenn. Þjóð sem gekk mót þrautum sínum djörf of sterk í þúsund ár eins og segir í ljóði Davíðs Stefánssonar gengur nú gneyp og hokin. En þrátt fyrir bókstaflegt myrkrið sem grúfir yfir okkur sem búum við nyrstu voga er ekki endilega ástæða til þeirrar svartsýni sem Grýlugerðarmenn vilja vera láta. Atvinnuleysi hefur minnkað undanfarið og var það ekki nema 4,4% í nóvember samkvæmt Vinnumarkaðsrannsókn Hagstofu Íslands. Kaupmáttur hefur aukist. Samstarfið við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn sem margir óttuðust að myndi vera í uppnámi er Steingrímur J. Sigfússon settist í stól fjármálaráðherra árið 2009 hefur gengið svo farsællega að í maí var Steingrímur beðinn um að taka tímabundið við sem fjármálastjóri Grikklands. Á sama tíma horfa Bretar fram á að hagvöxtur dragist saman á ný þar í landi, yfirvöld á Spáni íhuga að bjóða þeim landvistarleyfi sem kaupa þar fasteign til að draga úr hruni fasteignamarkaðarins og Grikkland er í lamasessi. Á árinu hefur ríkisstjórn Íslands samt bæði verið sögð talíbanar og hryðjuverkamenn.Ef Álfheiður Ingadóttir væri blönk Heimatilbúnar Grýlur eru aftur árið 2012 orðnar "heimskulegur vani" hjá þjóðinni, niðurrifsafl sem leiðir ekki annað af sér en innantóma öfund, biturð og heift. Hvers konar samfélag er það sem krefst þess að maður sem endurnýjar bílinn sinn eigi að skammast sín fyrir að vera "flottræfill"; hvers konar samfélag krefst þess að Kári Stefánsson og Skúli Mogensen fari með veggjum því að þeir seldu fyrirtæki og að Álfheiður Ingadóttir þurfi að verja það að hún sé ekki skuldum vafin eins og sönnum Íslendingi ber? Mergurinn málsins er einfaldur: Værum við hin eitthvað betur sett ef Álfheiður Ingadóttir væri blönk?Eftir 266 ára útlegð hélt hin eina sanna Grýla til byggða á árinu 2012 til að klekkja á "flottræflum" og "Epal-kommum".
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun
Viljum við að erlendir milljarðamæringar setji einhliða leikreglurnar í almannarýminu okkar? Elfa Ýr Gylfadóttir Skoðun
Hafa fyrrum æskunnar eftirlætisbörn og nú ellinnar olnbogabörn fengið nóg? Gunnar Ármannsson Skoðun