Úrræðin eru til Ólafur Þ. stephensen skrifar 22. desember 2012 06:00 Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að bandarísk stjórnvöld teldu öryggi hafnarsvæða hér á landi ábótavant og krefðust úrbóta. Þau teldu óviðunandi að fámennur hópur manna, sem farið hafa fram á hæli á Íslandi, kæmist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip hér á leið til Bandaríkjanna. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í samskiptum innanríkisráðuneytisins og bandaríska heimavarnaráðuneytisins hafi komið fram að íslenzk skip kunni að verða færð niður um öryggisflokk, sem myndi kalla á mun ýtarlegri og tímafrekari skoðanir íslenzkra skipa sem koma til Bandaríkjanna. „Ef af því verður er Ísland í flokki með löndum eins og Sýrlandi þar sem stríðsástand ríkir. Það má ekki gerast þar sem það skaðar samgöngur til og frá landinu," sagði Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, hér í blaðinu á fimmtudaginn. Einkennileg staða er uppi í þessum málum. Það er lítill hópur sem reynir hvað eftir annað að lauma sér um borð í íslenzk skip; ungir útlendir karlmenn sem hafa sótt um hæli á Íslandi en langar ekki meira til að vera hérna en svo að þeir eru alltaf að reyna að komast til Ameríku með ólöglegum hætti. Það er einkum Eimskip, sem vegna Ameríkusiglinga sinna hefur orðið fyrir barðinu á tilraunum þessa litla hóps til að koma sér til Bandaríkjanna. Félagið hefur eflt öryggisviðbúnað í Sundahöfn gríðarlega, meðal annars með þeim árangri að í fyrrinótt var hælisleitandi gripinn af öryggisvörðum og lögreglu áður en hann komst inn á sjálft hafnarsvæðið. Hann hefur áður reynt að komast um borð í skip Eimskips. Í tilkynningu frá skipafélaginu í gær kom fram að það hefði kært sjö hælisleitendur til lögreglunnar. Enn hefði ekkert verið gert í málum þeirra. Það er umhugsunarefni. Ef það hefur engar afleiðingar fyrir menn að brjótast inn á hafnarsvæðin, halda þeir því að sjálfsögðu áfram. Enda hafa sumir þessir ungu ofurhugar lýst því yfir í fjölmiðlum að þeir muni halda áfram tilraunum sínum til að komast ólöglega til annarra landa. Hér þurfa stjórnvöld klárlega að grípa til einhverra úrræða. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, sagði hér í blaðinu síðastliðið sumar að eðlilegt væri að gera kröfu um að þeim sem brytust inn á viðkvæm hafnarsvæði væri refsað. Í skýrslu starfshóps innanríkisráðherra um málefni útlendinga utan EES, sem kom út í júní, var ekki fjallað sérstaklega um þann vanda sem lítill hópur hælisleitenda skapar fyrir siglingaöryggi og útflutningshagsmuni Íslands. Þar er hins vegar rifjuð upp heimild í núverandi útlendingalögum til að úrskurða útlendinga í gæzluvarðhald ef þeir sýna af sér hegðun sem gefur til kynna að af þeim stafi hætta. Í lögunum er líka að finna ákvæði um vægara úrræði lögreglu, sem er að skylda útlending til að tilkynna sig eða halda sig á afmörkuðu svæði. Það er sjálfsagt að fólk sem flúið hefur ofbeldi og ofsóknir og sækir um hæli á Íslandi fái réttláta, sanngjarna og skjóta meðferð sinna mála og sé ekki svipt frelsi sínu að ósekju. En það er ekki hægt að líða að fámennur hópur ógni öryggi siglinga til og frá landinu eða hagsmunum íslenzkra fyrirtækja. Innanríkisráðherrann hlýtur að hlutast til um að lagaákvæðum sem geta hindrað slíkt sé beitt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Ólafur Stephensen Skoðanir Mest lesið Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fréttablaðið sagði frá því fyrr í vikunni að bandarísk stjórnvöld teldu öryggi hafnarsvæða hér á landi ábótavant og krefðust úrbóta. Þau teldu óviðunandi að fámennur hópur manna, sem farið hafa fram á hæli á Íslandi, kæmist ítrekað upp með að reyna að lauma sér um borð í skip hér á leið til Bandaríkjanna. Fréttablaðið hefur heimildir fyrir því að í samskiptum innanríkisráðuneytisins og bandaríska heimavarnaráðuneytisins hafi komið fram að íslenzk skip kunni að verða færð niður um öryggisflokk, sem myndi kalla á mun ýtarlegri og tímafrekari skoðanir íslenzkra skipa sem koma til Bandaríkjanna. „Ef af því verður er Ísland í flokki með löndum eins og Sýrlandi þar sem stríðsástand ríkir. Það má ekki gerast þar sem það skaðar samgöngur til og frá landinu," sagði Gylfi Sigfússon, forstjóri Eimskips, hér í blaðinu á fimmtudaginn. Einkennileg staða er uppi í þessum málum. Það er lítill hópur sem reynir hvað eftir annað að lauma sér um borð í íslenzk skip; ungir útlendir karlmenn sem hafa sótt um hæli á Íslandi en langar ekki meira til að vera hérna en svo að þeir eru alltaf að reyna að komast til Ameríku með ólöglegum hætti. Það er einkum Eimskip, sem vegna Ameríkusiglinga sinna hefur orðið fyrir barðinu á tilraunum þessa litla hóps til að koma sér til Bandaríkjanna. Félagið hefur eflt öryggisviðbúnað í Sundahöfn gríðarlega, meðal annars með þeim árangri að í fyrrinótt var hælisleitandi gripinn af öryggisvörðum og lögreglu áður en hann komst inn á sjálft hafnarsvæðið. Hann hefur áður reynt að komast um borð í skip Eimskips. Í tilkynningu frá skipafélaginu í gær kom fram að það hefði kært sjö hælisleitendur til lögreglunnar. Enn hefði ekkert verið gert í málum þeirra. Það er umhugsunarefni. Ef það hefur engar afleiðingar fyrir menn að brjótast inn á hafnarsvæðin, halda þeir því að sjálfsögðu áfram. Enda hafa sumir þessir ungu ofurhugar lýst því yfir í fjölmiðlum að þeir muni halda áfram tilraunum sínum til að komast ólöglega til annarra landa. Hér þurfa stjórnvöld klárlega að grípa til einhverra úrræða. Kristín Völundardóttir, forstjóri Útlendingastofnunar, sagði hér í blaðinu síðastliðið sumar að eðlilegt væri að gera kröfu um að þeim sem brytust inn á viðkvæm hafnarsvæði væri refsað. Í skýrslu starfshóps innanríkisráðherra um málefni útlendinga utan EES, sem kom út í júní, var ekki fjallað sérstaklega um þann vanda sem lítill hópur hælisleitenda skapar fyrir siglingaöryggi og útflutningshagsmuni Íslands. Þar er hins vegar rifjuð upp heimild í núverandi útlendingalögum til að úrskurða útlendinga í gæzluvarðhald ef þeir sýna af sér hegðun sem gefur til kynna að af þeim stafi hætta. Í lögunum er líka að finna ákvæði um vægara úrræði lögreglu, sem er að skylda útlending til að tilkynna sig eða halda sig á afmörkuðu svæði. Það er sjálfsagt að fólk sem flúið hefur ofbeldi og ofsóknir og sækir um hæli á Íslandi fái réttláta, sanngjarna og skjóta meðferð sinna mála og sé ekki svipt frelsi sínu að ósekju. En það er ekki hægt að líða að fámennur hópur ógni öryggi siglinga til og frá landinu eða hagsmunum íslenzkra fyrirtækja. Innanríkisráðherrann hlýtur að hlutast til um að lagaákvæðum sem geta hindrað slíkt sé beitt.
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer Skoðun
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun