Skortur á örvhentum skyttum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. desember 2012 06:00 Alexander Petersson hefur fengið stærra og stærra hlutverk í landsliðinu með hverju stórmóti. Mynd/Nordicphotos/Bongarts Alexander Petersson verður væntanlega ekki með íslenska landsliðinu í næsta mánuði þegar Heimsmeistarakeppnin fer fram á Spáni, vegna þrálátra meiðsla á öxl. Þetta er þriðji byrjunarliðsmaðurinn sem heltist úr lestinni en jafnframt þriðja örvhenta skyttan sem verður ekki í boði fyrir þjálfarann Aron Kristjánsson. Áður hafði landsliðsfyrirliðinn og sá markahæsti frá upphafi, Ólafur Stefánsson, lagt landsliðsskóna á hilluna og þá er Rúnar Kárason, spútnikleikmaðurinn á EM í Serbíu, enn að koma til baka eftir krossbandsslit. Sú staða sem er komin upp minnir dálítið á aðdraganda Ólympíuleikanna fyrir rúmum tuttugu árum, þegar íslenska liðið fékk óvæntan þáttökurétt á leikunum í Barcelona. Íslenska liðið missti þrjá heimsklassa örvhenta leikmenn á mánuðunum fyrir mótið, fyrst reynsluboltana Kristján Arason og Sigurð Val Sveinsson og svo loks Bjarka Sigurðsson skömmu fyrir mót. Þjálfarinn Þorbergur Aðalsteinsson ákvað að veðja á rétthentan mann og Júlíus Jónasson skilaði þeirri stöðu með miklum glæsibrag. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson hefur þegar biðlað til Ólafs Stefánssonar um að taka aftur fram skóna en eins og er Ásgeir Örn Hallgrímsson eina örvhenta skytta liðsins. Íslenska landsliðið átti frábært mót í Barcelona og náði því í fyrsta sinn í sögunni að spila um verðlaun á stórmóti. Liðið tapaði reyndar tveimur síðustu leikjum sínum, í undanúrslitum á móti Samveldinu og í leiknum um 3. sætið við Frakka, en strákarnir náðu þá að leysa það einstaklega vel að spila án örvhentar skyttu. Nú er bara að vona að það gangi jafnvel að leysa þetta á Spáni í janúar. Þrjár örvhentar skyttur duttu út fyrir ÓL í Barcelona 1992Kristján Arason Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi var þarna kominn á lokakafla ferilsins og farinn að þjálfa FH. Kristján var með landsliðinu í b-keppninni í Austurríki fyrr um veturinn en spilaði þá aðallega í vörninni. Hann átti við þrálát meiðsli í öxl að stríða og ákvað að fara í skurðaðgerð í kjölfarið á tímabilinu þar sem FH-ingar urðu Íslandsmeistarar og bikarmeistarar undir hans stjórn.Sigurður Valur Sveinsson Hafði verið í skugga Kristjáns í tíð Bogdans Kowalczyk en fór á kostum í b-keppninni í Austurríki fyrr um árið þar sem hann skorað 25 mörk og átti fjölmargar stoðsendingar. Hann ákvað að láta laga liðband í þumalfingri eftir tímabilið en þegar hann fór undir hnífinn leit ekki út fyrir að íslenska landsliðið yrði með á Ólympíuleikunum í Barcelona.Bjarki Sigurðsson Bjarki hafði lengstum spilað í hægra horninu með landsliðinu en eftir forföll Kristjáns og Sigurðar ákvað Þorbergur að veðja á Bjarka í skyttustöðunni. Það fór hins vegar aldrei svo að Bjarki gæti leyst þá af. Bjarki meiddist á hné í upphafi leiks við Spán á æfingamóti um sumarið og gat ekki spilað með liðinu á leikunum. Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira
Alexander Petersson verður væntanlega ekki með íslenska landsliðinu í næsta mánuði þegar Heimsmeistarakeppnin fer fram á Spáni, vegna þrálátra meiðsla á öxl. Þetta er þriðji byrjunarliðsmaðurinn sem heltist úr lestinni en jafnframt þriðja örvhenta skyttan sem verður ekki í boði fyrir þjálfarann Aron Kristjánsson. Áður hafði landsliðsfyrirliðinn og sá markahæsti frá upphafi, Ólafur Stefánsson, lagt landsliðsskóna á hilluna og þá er Rúnar Kárason, spútnikleikmaðurinn á EM í Serbíu, enn að koma til baka eftir krossbandsslit. Sú staða sem er komin upp minnir dálítið á aðdraganda Ólympíuleikanna fyrir rúmum tuttugu árum, þegar íslenska liðið fékk óvæntan þáttökurétt á leikunum í Barcelona. Íslenska liðið missti þrjá heimsklassa örvhenta leikmenn á mánuðunum fyrir mótið, fyrst reynsluboltana Kristján Arason og Sigurð Val Sveinsson og svo loks Bjarka Sigurðsson skömmu fyrir mót. Þjálfarinn Þorbergur Aðalsteinsson ákvað að veðja á rétthentan mann og Júlíus Jónasson skilaði þeirri stöðu með miklum glæsibrag. Landsliðsþjálfarinn Aron Kristjánsson hefur þegar biðlað til Ólafs Stefánssonar um að taka aftur fram skóna en eins og er Ásgeir Örn Hallgrímsson eina örvhenta skytta liðsins. Íslenska landsliðið átti frábært mót í Barcelona og náði því í fyrsta sinn í sögunni að spila um verðlaun á stórmóti. Liðið tapaði reyndar tveimur síðustu leikjum sínum, í undanúrslitum á móti Samveldinu og í leiknum um 3. sætið við Frakka, en strákarnir náðu þá að leysa það einstaklega vel að spila án örvhentar skyttu. Nú er bara að vona að það gangi jafnvel að leysa þetta á Spáni í janúar. Þrjár örvhentar skyttur duttu út fyrir ÓL í Barcelona 1992Kristján Arason Markahæsti leikmaður landsliðsins frá upphafi var þarna kominn á lokakafla ferilsins og farinn að þjálfa FH. Kristján var með landsliðinu í b-keppninni í Austurríki fyrr um veturinn en spilaði þá aðallega í vörninni. Hann átti við þrálát meiðsli í öxl að stríða og ákvað að fara í skurðaðgerð í kjölfarið á tímabilinu þar sem FH-ingar urðu Íslandsmeistarar og bikarmeistarar undir hans stjórn.Sigurður Valur Sveinsson Hafði verið í skugga Kristjáns í tíð Bogdans Kowalczyk en fór á kostum í b-keppninni í Austurríki fyrr um árið þar sem hann skorað 25 mörk og átti fjölmargar stoðsendingar. Hann ákvað að láta laga liðband í þumalfingri eftir tímabilið en þegar hann fór undir hnífinn leit ekki út fyrir að íslenska landsliðið yrði með á Ólympíuleikunum í Barcelona.Bjarki Sigurðsson Bjarki hafði lengstum spilað í hægra horninu með landsliðinu en eftir forföll Kristjáns og Sigurðar ákvað Þorbergur að veðja á Bjarka í skyttustöðunni. Það fór hins vegar aldrei svo að Bjarki gæti leyst þá af. Bjarki meiddist á hné í upphafi leiks við Spán á æfingamóti um sumarið og gat ekki spilað með liðinu á leikunum.
Íslenski handboltinn Handbolti Mest lesið Krefst þess að lög kærustu hans verði ekki spiluð á leikjum Chiefs Sport Yngir upp í allt of gamalli deild Íslenski boltinn „Ég er alveg jafn ringlaður og í áfalli og þið, og allur heimurinn“ Körfubolti Lýsti leik uppi á fjalli og milljónir fylgdust með Fótbolti „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Handbolti „Aldrei séð svona ógnandi hegðun dómara til leikmanns“ Sport „Sagði bara við hann: Djöfulsins fíflið þitt“ Íslenski boltinn Sjáðu öll atvikin og ástæðu þess að baulað var á Old Trafford Enski boltinn Hvað þarf Chiesa eiginlega að gera til að fá fleiri mínútur hjá Liverpool? Enski boltinn Fannar sagði sannleikann um „hrákufimmuna“ sem vakti heimsathygli Fótbolti Fleiri fréttir Skýrsla Ágústs: Brothætt snilld sem þarf að byggja upp „Bæði að öskra á hana og í einhverri störukeppni við hana“ Gott íslenskt kvöld og Magdeburg taplaust á toppnum Unnu fyrstir þýsku meistarana og Orri með taugarnar í lagi Horfir á dóttur sína á HM og soninn í Meistaradeildinni Elvar frábær í sigri á liðinu í öðru sæti Leik lokið: Ísland 23 - 30 Spánn | Hrun í síðari hálfleik Þýsku stelpurnar komust í 9-0 í milliriðli á HM Klaufaskapur og ótrúlegar lokasekúndur á HM „Engar pásur“ hjá landsliðskonum sem þurfa að taka lokapróf á leikdögum Sáttur eftir góðan sigur: „Fannst allir leggja í púkkið“ „Vorum orðnir súrir á löppunum“ Uppgjörið: Haukar - KA 42-38 | Markaflóð á Ásvöllum Hannes tryggði sigurinn með tíunda markinu sínu Andrea mun ekki spila á HM „Hún flutti út í eina nótt en svo var hún bara komin aftur“ „Slepptum ræktinni í dag og fórum í sundleikfimi“ Skýrsla Ágústs: Svart var það sannarlega og sést vonandi aldrei aftur Þær þýsku of sterkar fyrir þær færeysku „Ekki sama leikgleði og hefur verið“ „Mjög margt“ sem fór úrskeiðis „Átta liða úrslit hefði verið eitthvað kraftaverk“ Sjötta tap Framara í röð en Birgir Steinn í Evrópustuði „Helvíti svart var það í dag“ Uppgjörið: Ísland - Svartfjallaland 27-36 | Þungur róður í Dortmund Ótrúlegur viðsnúningur Íslandsbananna gegn Spáni Matthildur Lilja utan hóps í fyrsta leik milliriðilsins Sjö nýliðar í stóra EM-hópnum hans Snorra Aldís Ásta ólétt og flytur heim til Íslands „Við getum tekið þá alla“ Sjá meira